Íslenskt lýðræði, hvað er nú það? Örn Sigurðsson skrifar 8. september 2016 07:00 Í skugga misvægis atkvæða fara talsmenn Vatnsmýrarflugvallar nú hamförum í fjölmiðlum og á Alþingi í aðdraganda haustkosninga til að slá pólitískar keilur. Þeir gera atlögu að víðtækum almannahagsmunum til þess eins að bæta stöðu sína og flokka sinna. Athygli vekur framganga fyrrum forsætisráðherra og samgönguráðherra. Jafn aðgangur að valdinu, sem mótar örlög borgaranna, er grundvöllur lýðræðissamfélaga. Misvægi atkvæða í þingkosningum er meira hér en þekkist í öðrum vestrænum ríkjum og hallar mjög á meirihluta kjósenda á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðing misvægisins er kerfisbundinn skekkjuvaldur í starfsemi Alþingis. Á lýðveldistímanum hefur kerfisgallinn kostað jafngildi tugþúsunda milljarða króna vegna óhefts kjördæmapots og annarrar misbeitingar þessa valds. Misvægið er brot á mannréttindum höfuðborgarbúa, sem eru hálfdrættingar á við landsbyggðarbúa. Misvægið er um 100% en var a.m.k. 300% við upphaf lýðveldistímans. ÖSE og Feneyjanefndin hafa árangurslaust bent íslenskum stjórnvöldum á að lýðræðishallinn gangi gegn anda íslenskra og alþjóðalaga og reglna um réttlæti og almannahag. En íslenskt lýðræði á sér fleiri skuggahliðar. Misvægi er innbyggt og kerfisbundið í Sjálfstæðisflokknum sem á 860 mánaða lýðveldistíma hefur setið í ríkisstjórnum í 690 mánuði (80% tímabilsins) og átt forsætisráðherra í 490 mánuði (57% lýðveldistímans). Á sama tímabili hefur flokkurinn stjórnað Reykjavíkurborg í 52 af 72 árum (72% tímans). Mikilvægt er að slíkt valdabákn sé lýðræðislegt. Og fljótt á litið virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera það. Landsfundur annað hvert ár mótar stefnuna og ákvarðanir landsfundar eru bindandi fyrir ríkisstjórnir, þingmenn og borgarfulltrúa. Í skipulagsreglum á vef Sjálfstæðisflokksins segir: „Landsfundur skal í aðalatriðum skipaður í samræmi við tölu sjálfstæðiskjósenda í kjördæmum landsins … hvert kjördæmi fái þrjá fulltrúa fyrir hverja 200 kjósendur flokksins og hvert sjálfstæðisfélag fái þrjá fulltrúa …“ Þessar skipulagsreglur ættu að tryggja jöfnuð í Sjálfstæðisflokknum en landsbyggðarmenn hafa fundið ráð við þessu því á meðan sjálfstæðisfélög á höfuðborgarsvæðinu eru einungis 37 eru félögin í landsbyggðarkjördæmunum þremur orðin 129. Þannig hefur landsbyggðin 25 landsfundarfulltrúa umfram höfuðborgarsvæðið áður en leiðrétt er fyrir auknum fjölda meðlima í fjölmennari félögum; einn fulltrúi bætist jú við fyrir hverja 200 fullgilda félaga.Skýrir undarlega stefnu Að lokinni leiðréttingu hafa landsbyggðarkjördæmin enn hreinan meirihluta á landsfundum flokksins. Landsbyggðarsjónarmið móta því alla stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þetta misvægi í skipun landsfundarfulltrúa nemur 100% því að baki hverjum höfuðborgarfulltrúa eru 50 kjósendur en 25 að baki hverjum landsbyggðarfulltrúa. Þetta skýrir undarlega stefnu flokksins í mörgum mikilvægum málum. Samverkandi neikvæð áhrif þessa tvíþætta misvægis eru líklega meiri en sjálfstæðiskjósendur í höfuðborginni gera sér grein fyrir. Þeir ættu því að hugsa sinn gang næst þegar þeir kjósa. Líklega eru önnur hefðbundin landsframboð („fjórflokkurinn“) haldin ámóta kerfisskekkju en að fenginni langri reynslu er vitað að vegna misvægis atkvæða í alþingiskosningum eru öll landsframboð sjálfkrafa hallari undir landsbyggðarsjónarmið en borgarsjónarmið þegar slík sjónarmið skarast. Á lýðveldistímanum hafa landsbyggðarþingmenn of oft misbeitt valdi misvægisins gegn borgarsamfélaginu til tjóns fyrir alla landsmenn. Á sama tíma hefur landsbyggðin farið sér að voða þrátt fyrir að „njóta ávaxtanna“ af misvægi atkvæða, af flugvelli í Vatnsmýri, af kerfisskekkju í Sjálfstæðisflokki og öðrum fjórflokkum og af óheftu kjördæmapoti í lykilnefndum Alþingis. Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 voru tillögur stjórnlagaráðs um stjórnarskrárbreytingar í lýðræðisátt samþykktar með afgerandi meirihluta atkvæða á landsvísu. Landsbyggðarkjördæmin skáru sig hins vegar úr vegna minni kjörsóknar en einkum vegna andstöðu gegn því að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt. Hérlendis eru því líklega djúp skil á milli landsbyggðar og borgarsamfélags í stjórnmálum og menningu áþekk skilum sem eru alkunn í mörgum Evrópuríkjum, í Bandaríkjunum og víðar. Barátta frjálslyndra og víðsýnna afla borgarsamfélagsins fyrir bættum stjórnarháttum og auknu lýðræði á Íslandi var löngum erfið. Hún er það enn og verður eflaust um sinn: Að heimta einhvern réttlætisspón úr aski misvægisaflanna á landsbyggðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í skugga misvægis atkvæða fara talsmenn Vatnsmýrarflugvallar nú hamförum í fjölmiðlum og á Alþingi í aðdraganda haustkosninga til að slá pólitískar keilur. Þeir gera atlögu að víðtækum almannahagsmunum til þess eins að bæta stöðu sína og flokka sinna. Athygli vekur framganga fyrrum forsætisráðherra og samgönguráðherra. Jafn aðgangur að valdinu, sem mótar örlög borgaranna, er grundvöllur lýðræðissamfélaga. Misvægi atkvæða í þingkosningum er meira hér en þekkist í öðrum vestrænum ríkjum og hallar mjög á meirihluta kjósenda á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðing misvægisins er kerfisbundinn skekkjuvaldur í starfsemi Alþingis. Á lýðveldistímanum hefur kerfisgallinn kostað jafngildi tugþúsunda milljarða króna vegna óhefts kjördæmapots og annarrar misbeitingar þessa valds. Misvægið er brot á mannréttindum höfuðborgarbúa, sem eru hálfdrættingar á við landsbyggðarbúa. Misvægið er um 100% en var a.m.k. 300% við upphaf lýðveldistímans. ÖSE og Feneyjanefndin hafa árangurslaust bent íslenskum stjórnvöldum á að lýðræðishallinn gangi gegn anda íslenskra og alþjóðalaga og reglna um réttlæti og almannahag. En íslenskt lýðræði á sér fleiri skuggahliðar. Misvægi er innbyggt og kerfisbundið í Sjálfstæðisflokknum sem á 860 mánaða lýðveldistíma hefur setið í ríkisstjórnum í 690 mánuði (80% tímabilsins) og átt forsætisráðherra í 490 mánuði (57% lýðveldistímans). Á sama tímabili hefur flokkurinn stjórnað Reykjavíkurborg í 52 af 72 árum (72% tímans). Mikilvægt er að slíkt valdabákn sé lýðræðislegt. Og fljótt á litið virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera það. Landsfundur annað hvert ár mótar stefnuna og ákvarðanir landsfundar eru bindandi fyrir ríkisstjórnir, þingmenn og borgarfulltrúa. Í skipulagsreglum á vef Sjálfstæðisflokksins segir: „Landsfundur skal í aðalatriðum skipaður í samræmi við tölu sjálfstæðiskjósenda í kjördæmum landsins … hvert kjördæmi fái þrjá fulltrúa fyrir hverja 200 kjósendur flokksins og hvert sjálfstæðisfélag fái þrjá fulltrúa …“ Þessar skipulagsreglur ættu að tryggja jöfnuð í Sjálfstæðisflokknum en landsbyggðarmenn hafa fundið ráð við þessu því á meðan sjálfstæðisfélög á höfuðborgarsvæðinu eru einungis 37 eru félögin í landsbyggðarkjördæmunum þremur orðin 129. Þannig hefur landsbyggðin 25 landsfundarfulltrúa umfram höfuðborgarsvæðið áður en leiðrétt er fyrir auknum fjölda meðlima í fjölmennari félögum; einn fulltrúi bætist jú við fyrir hverja 200 fullgilda félaga.Skýrir undarlega stefnu Að lokinni leiðréttingu hafa landsbyggðarkjördæmin enn hreinan meirihluta á landsfundum flokksins. Landsbyggðarsjónarmið móta því alla stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þetta misvægi í skipun landsfundarfulltrúa nemur 100% því að baki hverjum höfuðborgarfulltrúa eru 50 kjósendur en 25 að baki hverjum landsbyggðarfulltrúa. Þetta skýrir undarlega stefnu flokksins í mörgum mikilvægum málum. Samverkandi neikvæð áhrif þessa tvíþætta misvægis eru líklega meiri en sjálfstæðiskjósendur í höfuðborginni gera sér grein fyrir. Þeir ættu því að hugsa sinn gang næst þegar þeir kjósa. Líklega eru önnur hefðbundin landsframboð („fjórflokkurinn“) haldin ámóta kerfisskekkju en að fenginni langri reynslu er vitað að vegna misvægis atkvæða í alþingiskosningum eru öll landsframboð sjálfkrafa hallari undir landsbyggðarsjónarmið en borgarsjónarmið þegar slík sjónarmið skarast. Á lýðveldistímanum hafa landsbyggðarþingmenn of oft misbeitt valdi misvægisins gegn borgarsamfélaginu til tjóns fyrir alla landsmenn. Á sama tíma hefur landsbyggðin farið sér að voða þrátt fyrir að „njóta ávaxtanna“ af misvægi atkvæða, af flugvelli í Vatnsmýri, af kerfisskekkju í Sjálfstæðisflokki og öðrum fjórflokkum og af óheftu kjördæmapoti í lykilnefndum Alþingis. Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 voru tillögur stjórnlagaráðs um stjórnarskrárbreytingar í lýðræðisátt samþykktar með afgerandi meirihluta atkvæða á landsvísu. Landsbyggðarkjördæmin skáru sig hins vegar úr vegna minni kjörsóknar en einkum vegna andstöðu gegn því að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt. Hérlendis eru því líklega djúp skil á milli landsbyggðar og borgarsamfélags í stjórnmálum og menningu áþekk skilum sem eru alkunn í mörgum Evrópuríkjum, í Bandaríkjunum og víðar. Barátta frjálslyndra og víðsýnna afla borgarsamfélagsins fyrir bættum stjórnarháttum og auknu lýðræði á Íslandi var löngum erfið. Hún er það enn og verður eflaust um sinn: Að heimta einhvern réttlætisspón úr aski misvægisaflanna á landsbyggðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar