Virkt nám – styrkari sjálfsmynd Sigríður Stephensen skrifar 27. febrúar 2008 05:45 Á síðustu árum hefur verið unnið við að brúa bilið á milli skólastiga. Samvinna leik- og grunnskóla hefur aukist og Reykjavíkurborg ákveðið að gera tilraun til að færa fimm ára börn inn í grunnskólana svo rými skapist fyrir yngri börn í leikskólum. Með fjölgun ungbarnaleikskóla þarf að marka stefnu nýs skólastigs og brúa bilið á milli leikskólastiga líkt og gert hefur verið á milli leik- og grunnskóla. Marka þarf stefnu frá upphafi skólagöngu sex mánaða barna fram í grunnskóla. Leikskólar Félagsstofnunar stúdenta, sem hafa um árabil rekið leikskóla fyrir sex mánaða til sex ára, hafa stigið fyrstu skrefin í átt að sameiginlegri stefnu allra leikskóla sinna. Föstudaginn 29. febrúar munu skólarnir standa fyrir opnu málþingi (sjá www.fs.is). Þar mun Shelley Nemeth, frá High/Scope Educational Research Foundation, meðal annarra fjalla um virkt nám. Er það stefnan sem Leikskólar stúdenta vinna nú samkvæmt. High/Scope leggur áherslu á virkt nám, persónulegt frumkvæði og jákvæð samskipti fullorðins og barns. Virkt námsumhverfi býður börnum upp á val og svigrúm til sjálfstæðrar ákvarðanatöku. Með þátttöku þróa þau með sér frumkvæði og félagslegan vilja sem hefur áhrif á frekara nám og ákvarðanatöku í lífinu. Kraftur virka námsins sprettur af frumkvæði barnsins. Virknin felst í að kanna, spyrja, gera mistök, leysa þrautir og finna markmið í samræmi við þroska. Barnið tekst á við verkefnin og á um leið samskipti við kennara og nemendur. Sjálfsmynd styrkist og víðsýni eykst. Virkt nám byggir á samskiptum, kennarinn styður við barnið og virkjar sjálfstæði þess. Með sameiningu HÍ og KHÍ mun stúdentum við HÍ fjölga og kröfur um þjónustu Leikskóla stúdenta aukast. Ný stefna mun skila betri leikskólum með skilvirkara námi og skapa umhverfi sem nýtist háskólasamfélaginu t.d. við verkefni og rannsóknir. Höfundur er leikskólastjóri á Mánagarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur verið unnið við að brúa bilið á milli skólastiga. Samvinna leik- og grunnskóla hefur aukist og Reykjavíkurborg ákveðið að gera tilraun til að færa fimm ára börn inn í grunnskólana svo rými skapist fyrir yngri börn í leikskólum. Með fjölgun ungbarnaleikskóla þarf að marka stefnu nýs skólastigs og brúa bilið á milli leikskólastiga líkt og gert hefur verið á milli leik- og grunnskóla. Marka þarf stefnu frá upphafi skólagöngu sex mánaða barna fram í grunnskóla. Leikskólar Félagsstofnunar stúdenta, sem hafa um árabil rekið leikskóla fyrir sex mánaða til sex ára, hafa stigið fyrstu skrefin í átt að sameiginlegri stefnu allra leikskóla sinna. Föstudaginn 29. febrúar munu skólarnir standa fyrir opnu málþingi (sjá www.fs.is). Þar mun Shelley Nemeth, frá High/Scope Educational Research Foundation, meðal annarra fjalla um virkt nám. Er það stefnan sem Leikskólar stúdenta vinna nú samkvæmt. High/Scope leggur áherslu á virkt nám, persónulegt frumkvæði og jákvæð samskipti fullorðins og barns. Virkt námsumhverfi býður börnum upp á val og svigrúm til sjálfstæðrar ákvarðanatöku. Með þátttöku þróa þau með sér frumkvæði og félagslegan vilja sem hefur áhrif á frekara nám og ákvarðanatöku í lífinu. Kraftur virka námsins sprettur af frumkvæði barnsins. Virknin felst í að kanna, spyrja, gera mistök, leysa þrautir og finna markmið í samræmi við þroska. Barnið tekst á við verkefnin og á um leið samskipti við kennara og nemendur. Sjálfsmynd styrkist og víðsýni eykst. Virkt nám byggir á samskiptum, kennarinn styður við barnið og virkjar sjálfstæði þess. Með sameiningu HÍ og KHÍ mun stúdentum við HÍ fjölga og kröfur um þjónustu Leikskóla stúdenta aukast. Ný stefna mun skila betri leikskólum með skilvirkara námi og skapa umhverfi sem nýtist háskólasamfélaginu t.d. við verkefni og rannsóknir. Höfundur er leikskólastjóri á Mánagarði.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar