Körfubolti

Embla til liðs við bikarmeistarana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Embla Kristínardóttir.
Embla Kristínardóttir. Vísir/Andri

Embla Kristínardóttir hefur skrifað undir samning við bikarmeistara Skallagríms og mun spila með liðinu á næstu leiktíð í Dominos-deild kvenna.

Embla er 24 ára bakvörður sem spilaði á síðustu leiktíð með Fjölni í 1. deild kvenna en hún hefur einnig leikið með Suðurnesjaliðunum; Grindavík og Keflavík á sínum ferli.

Hún varð bæði bikar- og Íslandsmeistari á tíma sínum í Keflavík en bikarinn vann hún í tvígang. Að auki hefur hún leikið 21 landsleik en hún fékk frumraun sína með landsliðinu 2013, sautján ára gömul.

„Ég er ótrúlega spennt fyrir nýjum tímum með Skallagrím sem náði geggjuðum árangri seinasta vetur. Ég vona að ég geti hjálpað liðinu á sem besta veg á komandi leiktíð og tilhlökkunin að æfa með liðinu og komast inn í þeirra sistem er mikil og tek ég þessu nýja og óvænta verkefni fagnandi,“ er haft eftir Emblu í fréttatilkynningu.

Fréttin hefur verið uppfærð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.