Já takk, ég vil ferðast um Ísland! Marta Eiríksdóttir skrifar 14. apríl 2020 12:00 Auðvitað ætla ég að ferðast um landið mitt í sumar og hlakka mikið til að sjá gamla og nýja staði aftur. Suma staði hef ég ekki séð í nokkur ár því ég hef forðast að ferðast á eftirlætisstaðina mína Gullfoss, Geysi, Þingvelli og fleiri staði. Nú verður allt breytt því nú verður pláss fyrir mig í mínu eigin landi. Yndisleg tilhugsun. Nú ætla ég að ferðast að degi til eins og aðrir, en ekki á bjartri sumarnóttu þegar best var að heimsækja fjölfarna staði, á meðan túristarnir sváfu. Já Ísland er landið, mér þykir mjög vænt um að fá að upplifa landið mitt aftur í sumar. Rifja upp og sjá allt sem landið hefur að bjóða mér í dag. Náttúran kallar á mig, yndislega tæra náttúra Íslands en með færra fólki í sumar. Dásamlegt. Ég vona bara að ég fái að tala íslensku aftur þegar ég kem inn á veitingastaði eða hótel, kaupi mér pylsu í vegasjoppunni eða bensín á bílinn. Ég vona einnig að ég fái að kaupa mér súkkulaðikökusneið á eðlilegu hóflegu verði sem passar buddunni minni en Íslendingar hafa þurft að þola ýmislegt undanfarin ár þegar græðgi staðarhaldara hefur séð til þess að fjölskylda búsett á Íslandi hefur ekki getað leyft sér þann munað að staldra við og njóta veitinga því allt hefur verið á uppsprengdu verði. Allir ætluðu að græða á útlendingunum en gleymdu þeim sem búa allt árið í landinu og starfa á íslenskum láglaunataxta. Ótrúlegt þetta græðgisgen í sumum, Kári mætti rannsaka það. Já, ég hlakka til að njóta lands míns og náttúru eins og ég gerði óáreitt hér áður fyrr þegar mér var fagnað á ferð minni um landið í sveitum og bæjum, þá sáu íbúarnir fáa aðra en eigin bæjarbúa yfir vetrartímann. Já, ég hlakka til að sjá hvernig landsmenn mínir hafa það, heyra íslenska tungu á vesturlandi, norðurlandi, austurlandi og suðurlandi. Mikið verður gaman að sjá aftur allt fólkið sem býr í landinu okkar. Nú býr hér allskonar fólk frá allskonar löndum allt árið um kring, yndælt fólk sem er að gera góða hluti hingað og þangað og talar meira að segja íslensku. Það er einn draumur sem ég veit ekki hvort ég fái að upplifa í sumar en það er langþráð heimsókn í Bláa lónið en eins og allir vita þá hefur verðlag þar aðeins passað buddu efnaðra Íslendinga eða útlendinga sem láta sig hafa það að borga himinhátt verð í eitt skipti. Ég er alin upp á Suðurnesjum og man vel þegar við, almenningur fórum fyrst frítt ofan í lónið. Seinna þegar rekstur var kominn utan um lónið, gátum við farið ofan í lónið á góðviðrisdögum án þess að borga mikið. Öll fjölskyldan samankomin með börn og nesti í þá daga enda ekkert veitingahús komið, sátum og sóluðum okkur í skeljasandinum sem var við lónið og dýfðum kroppnum ofan í heitt vatnið öðru hvoru. Þarna vorum við í nokkrar klukkustundir þegar vel viðraði. Þá var Bláa lónið fjölskylduvænt og notalegt umhverfi. Mikið var gaman þá, þegar græðgin og girndin í öllu sínu veldi var ekki mætt í Bláa lónið. Mig langar að fara aftur ofan í Bláa lónið í sumar og óska eftir ódýru tilboði þaðan fyrir mig og alla þjóðina. Mikið væri það fallega gert, takk. Ætli það sé ekki betra að fagna vel Íslendingum í sumar. Loksins! Lækka verðið og gera vel við þjóðina sem á það svo sannarlega skilið, búin að vera innilokuð í nokkrar vikur eða mánuði vegna veirunnar og hlýða Víði. Nú er lag fyrir ykkur sem eruð í ferðamannabransanum, að fá íslenska traffík í hús, taka hlýlega á móti okkur, því það fréttist fljótt hverjir gera vel við okkur. Hlakka til að heimsækja ykkur! Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Auðvitað ætla ég að ferðast um landið mitt í sumar og hlakka mikið til að sjá gamla og nýja staði aftur. Suma staði hef ég ekki séð í nokkur ár því ég hef forðast að ferðast á eftirlætisstaðina mína Gullfoss, Geysi, Þingvelli og fleiri staði. Nú verður allt breytt því nú verður pláss fyrir mig í mínu eigin landi. Yndisleg tilhugsun. Nú ætla ég að ferðast að degi til eins og aðrir, en ekki á bjartri sumarnóttu þegar best var að heimsækja fjölfarna staði, á meðan túristarnir sváfu. Já Ísland er landið, mér þykir mjög vænt um að fá að upplifa landið mitt aftur í sumar. Rifja upp og sjá allt sem landið hefur að bjóða mér í dag. Náttúran kallar á mig, yndislega tæra náttúra Íslands en með færra fólki í sumar. Dásamlegt. Ég vona bara að ég fái að tala íslensku aftur þegar ég kem inn á veitingastaði eða hótel, kaupi mér pylsu í vegasjoppunni eða bensín á bílinn. Ég vona einnig að ég fái að kaupa mér súkkulaðikökusneið á eðlilegu hóflegu verði sem passar buddunni minni en Íslendingar hafa þurft að þola ýmislegt undanfarin ár þegar græðgi staðarhaldara hefur séð til þess að fjölskylda búsett á Íslandi hefur ekki getað leyft sér þann munað að staldra við og njóta veitinga því allt hefur verið á uppsprengdu verði. Allir ætluðu að græða á útlendingunum en gleymdu þeim sem búa allt árið í landinu og starfa á íslenskum láglaunataxta. Ótrúlegt þetta græðgisgen í sumum, Kári mætti rannsaka það. Já, ég hlakka til að njóta lands míns og náttúru eins og ég gerði óáreitt hér áður fyrr þegar mér var fagnað á ferð minni um landið í sveitum og bæjum, þá sáu íbúarnir fáa aðra en eigin bæjarbúa yfir vetrartímann. Já, ég hlakka til að sjá hvernig landsmenn mínir hafa það, heyra íslenska tungu á vesturlandi, norðurlandi, austurlandi og suðurlandi. Mikið verður gaman að sjá aftur allt fólkið sem býr í landinu okkar. Nú býr hér allskonar fólk frá allskonar löndum allt árið um kring, yndælt fólk sem er að gera góða hluti hingað og þangað og talar meira að segja íslensku. Það er einn draumur sem ég veit ekki hvort ég fái að upplifa í sumar en það er langþráð heimsókn í Bláa lónið en eins og allir vita þá hefur verðlag þar aðeins passað buddu efnaðra Íslendinga eða útlendinga sem láta sig hafa það að borga himinhátt verð í eitt skipti. Ég er alin upp á Suðurnesjum og man vel þegar við, almenningur fórum fyrst frítt ofan í lónið. Seinna þegar rekstur var kominn utan um lónið, gátum við farið ofan í lónið á góðviðrisdögum án þess að borga mikið. Öll fjölskyldan samankomin með börn og nesti í þá daga enda ekkert veitingahús komið, sátum og sóluðum okkur í skeljasandinum sem var við lónið og dýfðum kroppnum ofan í heitt vatnið öðru hvoru. Þarna vorum við í nokkrar klukkustundir þegar vel viðraði. Þá var Bláa lónið fjölskylduvænt og notalegt umhverfi. Mikið var gaman þá, þegar græðgin og girndin í öllu sínu veldi var ekki mætt í Bláa lónið. Mig langar að fara aftur ofan í Bláa lónið í sumar og óska eftir ódýru tilboði þaðan fyrir mig og alla þjóðina. Mikið væri það fallega gert, takk. Ætli það sé ekki betra að fagna vel Íslendingum í sumar. Loksins! Lækka verðið og gera vel við þjóðina sem á það svo sannarlega skilið, búin að vera innilokuð í nokkrar vikur eða mánuði vegna veirunnar og hlýða Víði. Nú er lag fyrir ykkur sem eruð í ferðamannabransanum, að fá íslenska traffík í hús, taka hlýlega á móti okkur, því það fréttist fljótt hverjir gera vel við okkur. Hlakka til að heimsækja ykkur! Höfundur er kennari.
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun