Ræktum meira grænmeti á Íslandi! Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 22. janúar 2020 14:00 Skapast hefur hefð fyrir því að halda málþing í Veganúar um hin ýmsu málefni tengd veganisma. Að þessu sinni verður fjallað um stöðu grænmetisræktar á Íslandi með tilliti til sjálfbærni og nýsköpunar. Málefnið varðar ekki einungis hagsmuni grænkera, heldur samfélagsins í heild. Grænmeti er hollt fyrir fólk og mikilvægt er að efla grænmetisrækt á landinu. Embætti Landlæknis hefur hvatt til þess að fólk í landinu borði meira grænmeti og allar helstu alþjóðastofnanir á sviði heilsu og næringar mæla með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis til að sporna við lífstílssjúkdómum. Með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga Íslendinga í loftslagsmálum, matvælaöryggis og heilsufars fólks í landinu þá ættum við sannarlega að vera að spá í þessum málum. Ef við viljum stuðla að sjálfbæru samfélagi, þá viljum við auðvitað geta fengið sem flest matvæli úr nærumhverfinu. Þótt margt sé nú þegar vel gert þá getum við á Íslandi gert margt betur þegar kemur að grænmetisrækt. Ein af dýrmætustu auðlindum okkar er jarðvarminn og hann mætti mögulega nota meira til grænmetisræktar meira en þegar er gert. Þá er mikilvægt að skoða hvort ekki sé hægt að leyfa grænmetisræktendum að njóta sambærilegra afsláttarkjara af rafmagni og stóriðjan fær. Á Íslandi er einna helst stutt við framleiðslu þrennskonar grænmetis á Íslandi; papriku, gúrku og tómatarækt. Ef það væri eina grænmetið sem ég borðaði þá er nokkuð ljóst að máltíðirnar mínar væru langt frá því að vera girnilegar og hvað þá næringarríkar. Það eru sannarlega til fleiri hollar tegundir grænmetis sem auðvelt er að rækta hér á landi. Er ekki kominn tími til þess að taka loksins skrefið og stuðla að almennt aukinni grænmetisrækt á Íslandi? Í miklu meira magni og óháð tegundum? Eftirspurn grænkerafæðis hefur aukist gífurlega ef marka má breytingar á vöruúrvali í matvörubúðum á Íslandi síðastliðin ár. Nýsköpun á sviðinu hefur verið töluverð erlendis. Á þessu sviði eru fólgin mikil tækifæri í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, sem íslenskir matvælaframleiðendur eru margir hverjir farnir að átta sig á – og vonandi fjölgar þeim enn meir. Til þess að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn efna Samtök grænkera á Íslandi og Landvernd til málþings sem fer fram á Hallveigarstöðum á morgun, fimmtudag kl. 20:00. Höfum við fengið ýmsa sérfræðinga með okkur í þeim tilgangi að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn og hvað mætti betur fara. Á málþinginu fá gestir að heyra reynslusögur grænmetisbænda, sýn ráðuneyta, Landverndar og Samtaka grænkera á málaflokkinn ásamt stefnu ólíkra stjórnmálaflokka. Ég hvet áhugasama til að mæta. Vonandi verður málþingið til þess að skapa meiri umræðu um þessi mál í samfélaginu. Höfundur er félagsfræðingur og meðstjórnandi í Samtökum grænkera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðyrkja Landbúnaður Vegan Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Skapast hefur hefð fyrir því að halda málþing í Veganúar um hin ýmsu málefni tengd veganisma. Að þessu sinni verður fjallað um stöðu grænmetisræktar á Íslandi með tilliti til sjálfbærni og nýsköpunar. Málefnið varðar ekki einungis hagsmuni grænkera, heldur samfélagsins í heild. Grænmeti er hollt fyrir fólk og mikilvægt er að efla grænmetisrækt á landinu. Embætti Landlæknis hefur hvatt til þess að fólk í landinu borði meira grænmeti og allar helstu alþjóðastofnanir á sviði heilsu og næringar mæla með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis til að sporna við lífstílssjúkdómum. Með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga Íslendinga í loftslagsmálum, matvælaöryggis og heilsufars fólks í landinu þá ættum við sannarlega að vera að spá í þessum málum. Ef við viljum stuðla að sjálfbæru samfélagi, þá viljum við auðvitað geta fengið sem flest matvæli úr nærumhverfinu. Þótt margt sé nú þegar vel gert þá getum við á Íslandi gert margt betur þegar kemur að grænmetisrækt. Ein af dýrmætustu auðlindum okkar er jarðvarminn og hann mætti mögulega nota meira til grænmetisræktar meira en þegar er gert. Þá er mikilvægt að skoða hvort ekki sé hægt að leyfa grænmetisræktendum að njóta sambærilegra afsláttarkjara af rafmagni og stóriðjan fær. Á Íslandi er einna helst stutt við framleiðslu þrennskonar grænmetis á Íslandi; papriku, gúrku og tómatarækt. Ef það væri eina grænmetið sem ég borðaði þá er nokkuð ljóst að máltíðirnar mínar væru langt frá því að vera girnilegar og hvað þá næringarríkar. Það eru sannarlega til fleiri hollar tegundir grænmetis sem auðvelt er að rækta hér á landi. Er ekki kominn tími til þess að taka loksins skrefið og stuðla að almennt aukinni grænmetisrækt á Íslandi? Í miklu meira magni og óháð tegundum? Eftirspurn grænkerafæðis hefur aukist gífurlega ef marka má breytingar á vöruúrvali í matvörubúðum á Íslandi síðastliðin ár. Nýsköpun á sviðinu hefur verið töluverð erlendis. Á þessu sviði eru fólgin mikil tækifæri í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, sem íslenskir matvælaframleiðendur eru margir hverjir farnir að átta sig á – og vonandi fjölgar þeim enn meir. Til þess að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn efna Samtök grænkera á Íslandi og Landvernd til málþings sem fer fram á Hallveigarstöðum á morgun, fimmtudag kl. 20:00. Höfum við fengið ýmsa sérfræðinga með okkur í þeim tilgangi að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn og hvað mætti betur fara. Á málþinginu fá gestir að heyra reynslusögur grænmetisbænda, sýn ráðuneyta, Landverndar og Samtaka grænkera á málaflokkinn ásamt stefnu ólíkra stjórnmálaflokka. Ég hvet áhugasama til að mæta. Vonandi verður málþingið til þess að skapa meiri umræðu um þessi mál í samfélaginu. Höfundur er félagsfræðingur og meðstjórnandi í Samtökum grænkera.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun