Körfubolti

Tveggja metra reglan virt þegar Mario framlengdi til tveggja ára

Anton Ingi Leifsson skrifar
Menn í Njarðvík eru vel með á nótunum hvað varðar tveggja metra regluna.
Menn í Njarðvík eru vel með á nótunum hvað varðar tveggja metra regluna. mynd/njarðvík

Mario Matasovic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Njarðvík og mun því leika með liðinu næstu tvö tímabil en félagið staðfesti þetta í gærkvöldi.

Mario hefur gert góða hluti hjá þeim grænklæddu síðustu tvö tímabil og var meðal annars í 10. sæti yfir framlagshæstu leikmenn deildarinnar er keppni var hætt vegna kórónuveirunnar.

Hann var með 14,4 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í leik og 21,6 framlagspunkta að jafnaði.

„Við erum afar ánægð með að hafa Mario með okkur næstu tvö árin en hann hefur fyrir löngu unnið hug okkar og hjörtu í Njarðvík með framgöngu sinni inni á vellinum og ekki skemmir nú fyrir að hann er fyrirmyndar eintak í alla staði,” sagði Brenton Birmingham varaformaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í samtali við heimasíðu félagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.