Aðgerðir hins siðaða samfélags Drífa Snædal skrifar 8. apríl 2020 12:15 Það er ekki síst á tímum erfiðleika sem við finnum fyrir baklandi okkar og metum styrk þess. Hvort sem það er fjölskylda, vinir, vinnufélagar eða þau kerfi sem við höfum byggt upp. Á Íslandi njótum við þess að hafa byggt upp öflugt heilbrigðis- og almannavarnakerfi. Við sjáum líka hversu mikið við eigum undir þeim einstaklingum sem þar starfa og eiga skilið djúpa virðingu okkar og þakklæti. Aðrar grunnstoðir samfélagsins skipta líka miklu máli. Til að mynda þegar fólk óttast um afkomu sína því við erum sannanlega ekki öll á sama báti þegar kemur að möguleikum okkar til framfærslu. Ein stærsta og besta aðgerð sem hægt var að grípa til í samdrættinum er hlutastarfaúrræðið sem verkalýðshreyfingin lagði mikla áherslu á, til viðbótar við lögin sem tryggja fólki laun í sóttkví. Verkalýðshreyfingin hefur miklar áhyggjur af ýmsum hópum sem virðast falla á milli skips og bryggju í þessum úrræðum og höfum lagt til lausnir á því. Þar ber til dæmis að nefna leiðsögumenn sem eru einungis á launaskrá þegar ferðir eru á dagskrá og eru því tekjulausir um þessar mundir. Lausráðið tímafólk í ferðaþjónustu lendir í því sama. Fólk sem hefur nýlokið námi eða er að koma úr fæðingarorlofi án þess að vera með vinnu er líka hluti af þessum hópi. Það er skylda stjórnvalda að grípa þetta fólk ekki síður en aðra. Nú þegar í harðbakkann slær kemur vel í ljós hvað það er gríðarlega mikilvægt að vera í launuðu starfi, með ráðningarsamning og skilgreindan vinnutíma. Til framtíðar mun verkalýðshreyfingin berjast enn harðar gegn öllum lausbeisluðum ráðningarsamböndum þar sem fólk nýtur ekki þeirrar verndar og tryggingar sem kjarasamningar veita. Undanfarnar vikur hefur verið rætt hvort launafólk eigi að taka á sig enn frekari kjaraskerðingar til að bjarga fyrirtækjum. Innan ASÍ hefur verið fjallað um ýmsar tillögur með það að markmiði að axla ábyrgð á erfiðum tímum en standa vörð um kjör og réttindi launafólks bæði nú og til framtíðar. Eftir því sem tíminn líður verð ég og flestir félagar mínir enn sannfærðari um að nú sé ekki tími til að gefa eftir. Hvorki af launum né réttindum. Fyrirtæki standa misvel. Mörg hafa átt góða tíma síðustu ár og eigendur hafa notið hárra arðgreiðslna. Önnur hafa barist í bökkum og verða núna fyrir algjöru tekjufalli. Einhver fyrirtæki geta dregið tímabundið saman seglin og önnur munu auka við framleiðslu sína. Tími aðgerða án tillits til stöðu einstaklinga og fyrirtækja er liðinn og nú þarf að sníða úrræðin þannig að þau þjóni okkur öllum til langs tíma. Það verður ekki liðið að fyrirtæki sæki í skjól ríkisins til að maka krókinn á meðan heimili og einstaklingar sitja uppi með kostnaðinn af efnahagsþrengingunum. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að stuðningur við fyrirtæki sé skilyrtur. Í fyrsta lagi við að þau þurfi raunverulega á stuðningi að halda og í öðru lagi að þau afsali sér arðgreiðslum. Það er líka sjálfsögð krafa til framtíðar að fyrirtæki hafi borð fyrir báru áður en til arðgreiðslna kemur. Geti til dæmis borið launakostnað í sex mánuði. Mörg lönd greiða það nú dýru verði að hafa holað heilbrigðiskerfi sitt að innan. Þau samfélög sem hafa treyst á að frjálshyggjan leysi allan vanda gjalda nú fyrir það með mannslífum. Sterk opinber kerfi sem greitt er fyrir úr sameiginlegum sjóðum og allir hafa aðgang að, eru þau kerfi sem best geta tekist á við Covid-19. Við eigum að greiða skatta með bros á vör og líða engum að hlaupa með verðmæti í skattaskjól. Auðlindirnar þurfa að nýtast okkur öllum. Það er aldrei mikilvægara en einmitt nú. Í öllum kreppum og krísum reyna fjármagnseigendur að finna tækifæri til að auðgast frekar á kostnað almennings. Við sjáum það núna þegar fyrirtæki sem framleiða lífsnauðsynlegan heilbrigðisbúnað láta samfélög í miklum vanda bjóða í öndunarvélar. Ógeðfeldara verður það varla. Svar hins siðaða samfélags hlýtur að vera að treysta sameiginlega innviði og sækja fjármagnið fyrir þeim til þeirra sem eru aflögufærir. Þannig stenst samfélagið þessa prófraun. Njótið páskanna heima, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Drífa Snædal Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki síst á tímum erfiðleika sem við finnum fyrir baklandi okkar og metum styrk þess. Hvort sem það er fjölskylda, vinir, vinnufélagar eða þau kerfi sem við höfum byggt upp. Á Íslandi njótum við þess að hafa byggt upp öflugt heilbrigðis- og almannavarnakerfi. Við sjáum líka hversu mikið við eigum undir þeim einstaklingum sem þar starfa og eiga skilið djúpa virðingu okkar og þakklæti. Aðrar grunnstoðir samfélagsins skipta líka miklu máli. Til að mynda þegar fólk óttast um afkomu sína því við erum sannanlega ekki öll á sama báti þegar kemur að möguleikum okkar til framfærslu. Ein stærsta og besta aðgerð sem hægt var að grípa til í samdrættinum er hlutastarfaúrræðið sem verkalýðshreyfingin lagði mikla áherslu á, til viðbótar við lögin sem tryggja fólki laun í sóttkví. Verkalýðshreyfingin hefur miklar áhyggjur af ýmsum hópum sem virðast falla á milli skips og bryggju í þessum úrræðum og höfum lagt til lausnir á því. Þar ber til dæmis að nefna leiðsögumenn sem eru einungis á launaskrá þegar ferðir eru á dagskrá og eru því tekjulausir um þessar mundir. Lausráðið tímafólk í ferðaþjónustu lendir í því sama. Fólk sem hefur nýlokið námi eða er að koma úr fæðingarorlofi án þess að vera með vinnu er líka hluti af þessum hópi. Það er skylda stjórnvalda að grípa þetta fólk ekki síður en aðra. Nú þegar í harðbakkann slær kemur vel í ljós hvað það er gríðarlega mikilvægt að vera í launuðu starfi, með ráðningarsamning og skilgreindan vinnutíma. Til framtíðar mun verkalýðshreyfingin berjast enn harðar gegn öllum lausbeisluðum ráðningarsamböndum þar sem fólk nýtur ekki þeirrar verndar og tryggingar sem kjarasamningar veita. Undanfarnar vikur hefur verið rætt hvort launafólk eigi að taka á sig enn frekari kjaraskerðingar til að bjarga fyrirtækjum. Innan ASÍ hefur verið fjallað um ýmsar tillögur með það að markmiði að axla ábyrgð á erfiðum tímum en standa vörð um kjör og réttindi launafólks bæði nú og til framtíðar. Eftir því sem tíminn líður verð ég og flestir félagar mínir enn sannfærðari um að nú sé ekki tími til að gefa eftir. Hvorki af launum né réttindum. Fyrirtæki standa misvel. Mörg hafa átt góða tíma síðustu ár og eigendur hafa notið hárra arðgreiðslna. Önnur hafa barist í bökkum og verða núna fyrir algjöru tekjufalli. Einhver fyrirtæki geta dregið tímabundið saman seglin og önnur munu auka við framleiðslu sína. Tími aðgerða án tillits til stöðu einstaklinga og fyrirtækja er liðinn og nú þarf að sníða úrræðin þannig að þau þjóni okkur öllum til langs tíma. Það verður ekki liðið að fyrirtæki sæki í skjól ríkisins til að maka krókinn á meðan heimili og einstaklingar sitja uppi með kostnaðinn af efnahagsþrengingunum. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að stuðningur við fyrirtæki sé skilyrtur. Í fyrsta lagi við að þau þurfi raunverulega á stuðningi að halda og í öðru lagi að þau afsali sér arðgreiðslum. Það er líka sjálfsögð krafa til framtíðar að fyrirtæki hafi borð fyrir báru áður en til arðgreiðslna kemur. Geti til dæmis borið launakostnað í sex mánuði. Mörg lönd greiða það nú dýru verði að hafa holað heilbrigðiskerfi sitt að innan. Þau samfélög sem hafa treyst á að frjálshyggjan leysi allan vanda gjalda nú fyrir það með mannslífum. Sterk opinber kerfi sem greitt er fyrir úr sameiginlegum sjóðum og allir hafa aðgang að, eru þau kerfi sem best geta tekist á við Covid-19. Við eigum að greiða skatta með bros á vör og líða engum að hlaupa með verðmæti í skattaskjól. Auðlindirnar þurfa að nýtast okkur öllum. Það er aldrei mikilvægara en einmitt nú. Í öllum kreppum og krísum reyna fjármagnseigendur að finna tækifæri til að auðgast frekar á kostnað almennings. Við sjáum það núna þegar fyrirtæki sem framleiða lífsnauðsynlegan heilbrigðisbúnað láta samfélög í miklum vanda bjóða í öndunarvélar. Ógeðfeldara verður það varla. Svar hins siðaða samfélags hlýtur að vera að treysta sameiginlega innviði og sækja fjármagnið fyrir þeim til þeirra sem eru aflögufærir. Þannig stenst samfélagið þessa prófraun. Njótið páskanna heima, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun