Gengið í takt Sveinbjörn Claessen skrifar 8. apríl 2020 08:30 Undanfarin misseri hafa byggingaframkvæmdir verið í blóma og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin eru mýmörg og af öllum stærðum og gerðum, allt frá hátæknisjúkrahúsi til algengari verkefna á borð við fjöleignarhús. Fjöldi verkefna endurspeglast sennilega einna best í þeim fjölda byggingarkrana sem gnæfa yfir verkstaði víða í borginni. Langflest verkefnanna eiga það sammerkt að samningur verkkaupa annars vegar og verktaka hins vegar liggur að baki þeim. Undantekningarlaust kveða slíkir samningar á um skilafrest(i) og oft líka verkáætlanir og tafabætur. Mikilvægasta skylda verktakans, ásamt þeirri að skila fullnægjandi verki, er að afhenda það á umsömdum tíma enda kann það að valda miklum skaða ef skilað er of seint, t.a.m. ef verslun opnar ekki fyrir jólin eða fasteignafélag getur ekki staðið við leigusamning. Endurspeglast það iðulega í fjárhæð tafabóta sem verktaka kann að vera gert að greiða dragist verkið á langinn. Ófögnuðurinn sem veirupestin er og geisar nú um allan heim hefur vafalaust áhrif á framvindu verkframkvæmda hér á landi, líkt og annars staðar. Samkomubannið þessa dagana kann eðli máls samkvæmt að torvelda störf verktaka og setur ugglaust strik í verkframvindu þeirra. Þá er ekki útilokað að „ástandið“ komi til með að hafa áhrif á tilkostnað við verk, til dæmis verð á ýmsu efni og flutningum. Í ljósi þessa er ekki úr vegi að hvetja aðila verksamninga til þess að setjast niður og ræða þýðingu framangreinds. Fyrirséð er að verktakar fari fram á lengri verktíma og jafnvel breytt uppgjör vegna áður ófyrirséðs kostnaðar sem leiðir með beinum eða óbeinum hætti af Covid19 veirunni. Að sama skapi er ekki útilokað að með samningi taki verkið breytingum vegna hinna breyttu aðstæðna. Að mati þess sem ritar þessar línur er beinlínis bráðnauðsynlegt að aðilar gangi í takt í viðræðum sem þessum með tillitssemi og skilning á aðstæðum að leiðarljósi. Að öðrum kosti er hætt við að til óþarfra og tímafrekra deilna komi með ófyrirséðum málalyktum. Samvinna og skilningur á aðstæðum viðsemjenda mun þegar allt kemur til alls skila betri árangri. Höfundur er lögmaður á Landslögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa byggingaframkvæmdir verið í blóma og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin eru mýmörg og af öllum stærðum og gerðum, allt frá hátæknisjúkrahúsi til algengari verkefna á borð við fjöleignarhús. Fjöldi verkefna endurspeglast sennilega einna best í þeim fjölda byggingarkrana sem gnæfa yfir verkstaði víða í borginni. Langflest verkefnanna eiga það sammerkt að samningur verkkaupa annars vegar og verktaka hins vegar liggur að baki þeim. Undantekningarlaust kveða slíkir samningar á um skilafrest(i) og oft líka verkáætlanir og tafabætur. Mikilvægasta skylda verktakans, ásamt þeirri að skila fullnægjandi verki, er að afhenda það á umsömdum tíma enda kann það að valda miklum skaða ef skilað er of seint, t.a.m. ef verslun opnar ekki fyrir jólin eða fasteignafélag getur ekki staðið við leigusamning. Endurspeglast það iðulega í fjárhæð tafabóta sem verktaka kann að vera gert að greiða dragist verkið á langinn. Ófögnuðurinn sem veirupestin er og geisar nú um allan heim hefur vafalaust áhrif á framvindu verkframkvæmda hér á landi, líkt og annars staðar. Samkomubannið þessa dagana kann eðli máls samkvæmt að torvelda störf verktaka og setur ugglaust strik í verkframvindu þeirra. Þá er ekki útilokað að „ástandið“ komi til með að hafa áhrif á tilkostnað við verk, til dæmis verð á ýmsu efni og flutningum. Í ljósi þessa er ekki úr vegi að hvetja aðila verksamninga til þess að setjast niður og ræða þýðingu framangreinds. Fyrirséð er að verktakar fari fram á lengri verktíma og jafnvel breytt uppgjör vegna áður ófyrirséðs kostnaðar sem leiðir með beinum eða óbeinum hætti af Covid19 veirunni. Að sama skapi er ekki útilokað að með samningi taki verkið breytingum vegna hinna breyttu aðstæðna. Að mati þess sem ritar þessar línur er beinlínis bráðnauðsynlegt að aðilar gangi í takt í viðræðum sem þessum með tillitssemi og skilning á aðstæðum að leiðarljósi. Að öðrum kosti er hætt við að til óþarfra og tímafrekra deilna komi með ófyrirséðum málalyktum. Samvinna og skilningur á aðstæðum viðsemjenda mun þegar allt kemur til alls skila betri árangri. Höfundur er lögmaður á Landslögum.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun