Gengið í takt Sveinbjörn Claessen skrifar 8. apríl 2020 08:30 Undanfarin misseri hafa byggingaframkvæmdir verið í blóma og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin eru mýmörg og af öllum stærðum og gerðum, allt frá hátæknisjúkrahúsi til algengari verkefna á borð við fjöleignarhús. Fjöldi verkefna endurspeglast sennilega einna best í þeim fjölda byggingarkrana sem gnæfa yfir verkstaði víða í borginni. Langflest verkefnanna eiga það sammerkt að samningur verkkaupa annars vegar og verktaka hins vegar liggur að baki þeim. Undantekningarlaust kveða slíkir samningar á um skilafrest(i) og oft líka verkáætlanir og tafabætur. Mikilvægasta skylda verktakans, ásamt þeirri að skila fullnægjandi verki, er að afhenda það á umsömdum tíma enda kann það að valda miklum skaða ef skilað er of seint, t.a.m. ef verslun opnar ekki fyrir jólin eða fasteignafélag getur ekki staðið við leigusamning. Endurspeglast það iðulega í fjárhæð tafabóta sem verktaka kann að vera gert að greiða dragist verkið á langinn. Ófögnuðurinn sem veirupestin er og geisar nú um allan heim hefur vafalaust áhrif á framvindu verkframkvæmda hér á landi, líkt og annars staðar. Samkomubannið þessa dagana kann eðli máls samkvæmt að torvelda störf verktaka og setur ugglaust strik í verkframvindu þeirra. Þá er ekki útilokað að „ástandið“ komi til með að hafa áhrif á tilkostnað við verk, til dæmis verð á ýmsu efni og flutningum. Í ljósi þessa er ekki úr vegi að hvetja aðila verksamninga til þess að setjast niður og ræða þýðingu framangreinds. Fyrirséð er að verktakar fari fram á lengri verktíma og jafnvel breytt uppgjör vegna áður ófyrirséðs kostnaðar sem leiðir með beinum eða óbeinum hætti af Covid19 veirunni. Að sama skapi er ekki útilokað að með samningi taki verkið breytingum vegna hinna breyttu aðstæðna. Að mati þess sem ritar þessar línur er beinlínis bráðnauðsynlegt að aðilar gangi í takt í viðræðum sem þessum með tillitssemi og skilning á aðstæðum að leiðarljósi. Að öðrum kosti er hætt við að til óþarfra og tímafrekra deilna komi með ófyrirséðum málalyktum. Samvinna og skilningur á aðstæðum viðsemjenda mun þegar allt kemur til alls skila betri árangri. Höfundur er lögmaður á Landslögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa byggingaframkvæmdir verið í blóma og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin eru mýmörg og af öllum stærðum og gerðum, allt frá hátæknisjúkrahúsi til algengari verkefna á borð við fjöleignarhús. Fjöldi verkefna endurspeglast sennilega einna best í þeim fjölda byggingarkrana sem gnæfa yfir verkstaði víða í borginni. Langflest verkefnanna eiga það sammerkt að samningur verkkaupa annars vegar og verktaka hins vegar liggur að baki þeim. Undantekningarlaust kveða slíkir samningar á um skilafrest(i) og oft líka verkáætlanir og tafabætur. Mikilvægasta skylda verktakans, ásamt þeirri að skila fullnægjandi verki, er að afhenda það á umsömdum tíma enda kann það að valda miklum skaða ef skilað er of seint, t.a.m. ef verslun opnar ekki fyrir jólin eða fasteignafélag getur ekki staðið við leigusamning. Endurspeglast það iðulega í fjárhæð tafabóta sem verktaka kann að vera gert að greiða dragist verkið á langinn. Ófögnuðurinn sem veirupestin er og geisar nú um allan heim hefur vafalaust áhrif á framvindu verkframkvæmda hér á landi, líkt og annars staðar. Samkomubannið þessa dagana kann eðli máls samkvæmt að torvelda störf verktaka og setur ugglaust strik í verkframvindu þeirra. Þá er ekki útilokað að „ástandið“ komi til með að hafa áhrif á tilkostnað við verk, til dæmis verð á ýmsu efni og flutningum. Í ljósi þessa er ekki úr vegi að hvetja aðila verksamninga til þess að setjast niður og ræða þýðingu framangreinds. Fyrirséð er að verktakar fari fram á lengri verktíma og jafnvel breytt uppgjör vegna áður ófyrirséðs kostnaðar sem leiðir með beinum eða óbeinum hætti af Covid19 veirunni. Að sama skapi er ekki útilokað að með samningi taki verkið breytingum vegna hinna breyttu aðstæðna. Að mati þess sem ritar þessar línur er beinlínis bráðnauðsynlegt að aðilar gangi í takt í viðræðum sem þessum með tillitssemi og skilning á aðstæðum að leiðarljósi. Að öðrum kosti er hætt við að til óþarfra og tímafrekra deilna komi með ófyrirséðum málalyktum. Samvinna og skilningur á aðstæðum viðsemjenda mun þegar allt kemur til alls skila betri árangri. Höfundur er lögmaður á Landslögum.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun