Hamslausar skerðingar Ólafur Ísleifsson skrifar 7. apríl 2020 18:36 Félagsmálaráðherra hefur nýlega svarað fyrirspurn frá höfundi um skerðingar sem eldra fólki er gert að þola á greiðslum almannatrygginga. Svar ráðherra er til vitnis um nánast ómannúðlegar skerðingar. Þannig mega um 39 þúsund af 44 þúsund eldri borgurum sem njóta greiðslna frá Tryggingastofnun þola skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Gagnvart þessu fólki birtast iðgjöld sem greidd hafa verið af launum árum saman eins og þetta hafi verið viðbótarskattgreiðslur en ekki áunninn réttur til lífeyris. Skerðingar eldri borgara námu 39 milljörðum króna árið 2018 Þessar skerðingar gera fólki nánast ókleift að bæta hag sinn með aukinni vinnu í krafti eðlislægrar sjálfsbjargarviðleitni. Dæmin eru skýr. Skerðingar bóta almannatrygginga vegna atvinnutekna hefjast við 100 þúsund krónur á mánuði. Samanlögð skerðing og skattlagning tekna á tekjubilinu 25 þús. til 570 þús. króna getur numið yfir 80%. Fólk í þessari aðstöðu býr í þessu tilliti við skattprósentu sem þætti há væri hún lögð á ofurlaun. Hirt er af fólki af slíku hamsleysi að tekjur þess sem eftir standa hrökkva naumast fyrir kostnaði við að afla teknanna. Allar bjargir bannaðar Ítrekaðar tilraunir greinarhöfundar og fleiri þingmanna til að fá ríkisstjórnina til að ganga hóflegar fram í þessu efni hafa mætt andspyrnu stjórnvalda. Undir lok ársins 2017 tókst þó fyrir mikla baráttu í samfélaginu að fá viðmiðunarfjárhæð vegna atvinnutekna hækkaða úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur, sem hefur staðið óbreytt síðan. Ekki hefur takist að rýmka þessa skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna, jafnvel þó að fyrir liggi úttekt, sem ekki hafa verið bornar brigður á, að það kosti ríkissjóð sama og ekki neitt, enda komi auknar skatttekjur þar á móti. Svar ráðherra gefur til kynna að aldraðir veigri sér við að sækja vinnu í ljósi þess að fólk heldur ekki nema nálægt 20% eftir af tekjum sínum, þegar greiddur hefur verið tekjuskattur og útsvar og búið er að skerða greiðslur almannatrygginga um 45%. Aðeins 1.442 eldri borgarar af um 39 þúsundum sem njóta greiðslna úr Tryggingastofnun öfluðu tekna með vinnu 2018. Þannig er sýnt að fjöldi fólks telji ekki mögulegt að bæta hag sinn með atvinnu þegar við blasir svo hamslaus skattlagning sem raun ber vitni. Þessar skerðingar vegna atvinnutekna ganga gegn sjónarmiðum um lýðheilsu, þar sem aukin lífsgæði fylgja virkri þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Raunhæfar tillögur til úrbóta Miðflokkurinn vill bæta hag lífeyrisfólks og hverfa frá hinum hóflausu skerðingum, sem þeir búa við. Lagði flokkurinn fram raunhæfar og fullfjármagnaðar tillögur í þessu efni við afgreiðslu fjárlaga. Þær hefði þess vegna mátt framkvæma þegar í stað og rétt væri að hafa þær með í aðgerðum ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður. Hverfa ber frá skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna atvinnutekna. Draga ber einnig úr skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna lífeyris- og fjármagnstekna. Engar hækkanir eða viðbótarbætur eru boðaðar á greiðslum almannatrygginga á þessu ári umfram 3,5% hækkun frá 1. janúar 2020. Því síður er minnst á þessa hópa í björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virðist hafa gleymt þessu fólki. Ákveða ber að greiðslur almannatrygginga fylgi ákvæðum lífskjarasamninganna eins og sjálfsagt ætti að vera en hefur ekki verið gert. Miðflokkurinn hefur mótaðar tillögur í þessum efnum. Hann mun ekki þola framhald á hóflausum skerðingum til að ryksuga fé upp úr vösum lífeyrisfólks í því skyni að fegra stöðu ríkissjóðs um milljarðatugi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Alþingi Félagsmál Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur nýlega svarað fyrirspurn frá höfundi um skerðingar sem eldra fólki er gert að þola á greiðslum almannatrygginga. Svar ráðherra er til vitnis um nánast ómannúðlegar skerðingar. Þannig mega um 39 þúsund af 44 þúsund eldri borgurum sem njóta greiðslna frá Tryggingastofnun þola skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Gagnvart þessu fólki birtast iðgjöld sem greidd hafa verið af launum árum saman eins og þetta hafi verið viðbótarskattgreiðslur en ekki áunninn réttur til lífeyris. Skerðingar eldri borgara námu 39 milljörðum króna árið 2018 Þessar skerðingar gera fólki nánast ókleift að bæta hag sinn með aukinni vinnu í krafti eðlislægrar sjálfsbjargarviðleitni. Dæmin eru skýr. Skerðingar bóta almannatrygginga vegna atvinnutekna hefjast við 100 þúsund krónur á mánuði. Samanlögð skerðing og skattlagning tekna á tekjubilinu 25 þús. til 570 þús. króna getur numið yfir 80%. Fólk í þessari aðstöðu býr í þessu tilliti við skattprósentu sem þætti há væri hún lögð á ofurlaun. Hirt er af fólki af slíku hamsleysi að tekjur þess sem eftir standa hrökkva naumast fyrir kostnaði við að afla teknanna. Allar bjargir bannaðar Ítrekaðar tilraunir greinarhöfundar og fleiri þingmanna til að fá ríkisstjórnina til að ganga hóflegar fram í þessu efni hafa mætt andspyrnu stjórnvalda. Undir lok ársins 2017 tókst þó fyrir mikla baráttu í samfélaginu að fá viðmiðunarfjárhæð vegna atvinnutekna hækkaða úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur, sem hefur staðið óbreytt síðan. Ekki hefur takist að rýmka þessa skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna, jafnvel þó að fyrir liggi úttekt, sem ekki hafa verið bornar brigður á, að það kosti ríkissjóð sama og ekki neitt, enda komi auknar skatttekjur þar á móti. Svar ráðherra gefur til kynna að aldraðir veigri sér við að sækja vinnu í ljósi þess að fólk heldur ekki nema nálægt 20% eftir af tekjum sínum, þegar greiddur hefur verið tekjuskattur og útsvar og búið er að skerða greiðslur almannatrygginga um 45%. Aðeins 1.442 eldri borgarar af um 39 þúsundum sem njóta greiðslna úr Tryggingastofnun öfluðu tekna með vinnu 2018. Þannig er sýnt að fjöldi fólks telji ekki mögulegt að bæta hag sinn með atvinnu þegar við blasir svo hamslaus skattlagning sem raun ber vitni. Þessar skerðingar vegna atvinnutekna ganga gegn sjónarmiðum um lýðheilsu, þar sem aukin lífsgæði fylgja virkri þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Raunhæfar tillögur til úrbóta Miðflokkurinn vill bæta hag lífeyrisfólks og hverfa frá hinum hóflausu skerðingum, sem þeir búa við. Lagði flokkurinn fram raunhæfar og fullfjármagnaðar tillögur í þessu efni við afgreiðslu fjárlaga. Þær hefði þess vegna mátt framkvæma þegar í stað og rétt væri að hafa þær með í aðgerðum ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður. Hverfa ber frá skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna atvinnutekna. Draga ber einnig úr skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna lífeyris- og fjármagnstekna. Engar hækkanir eða viðbótarbætur eru boðaðar á greiðslum almannatrygginga á þessu ári umfram 3,5% hækkun frá 1. janúar 2020. Því síður er minnst á þessa hópa í björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virðist hafa gleymt þessu fólki. Ákveða ber að greiðslur almannatrygginga fylgi ákvæðum lífskjarasamninganna eins og sjálfsagt ætti að vera en hefur ekki verið gert. Miðflokkurinn hefur mótaðar tillögur í þessum efnum. Hann mun ekki þola framhald á hóflausum skerðingum til að ryksuga fé upp úr vösum lífeyrisfólks í því skyni að fegra stöðu ríkissjóðs um milljarðatugi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun