Hamslausar skerðingar Ólafur Ísleifsson skrifar 7. apríl 2020 18:36 Félagsmálaráðherra hefur nýlega svarað fyrirspurn frá höfundi um skerðingar sem eldra fólki er gert að þola á greiðslum almannatrygginga. Svar ráðherra er til vitnis um nánast ómannúðlegar skerðingar. Þannig mega um 39 þúsund af 44 þúsund eldri borgurum sem njóta greiðslna frá Tryggingastofnun þola skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Gagnvart þessu fólki birtast iðgjöld sem greidd hafa verið af launum árum saman eins og þetta hafi verið viðbótarskattgreiðslur en ekki áunninn réttur til lífeyris. Skerðingar eldri borgara námu 39 milljörðum króna árið 2018 Þessar skerðingar gera fólki nánast ókleift að bæta hag sinn með aukinni vinnu í krafti eðlislægrar sjálfsbjargarviðleitni. Dæmin eru skýr. Skerðingar bóta almannatrygginga vegna atvinnutekna hefjast við 100 þúsund krónur á mánuði. Samanlögð skerðing og skattlagning tekna á tekjubilinu 25 þús. til 570 þús. króna getur numið yfir 80%. Fólk í þessari aðstöðu býr í þessu tilliti við skattprósentu sem þætti há væri hún lögð á ofurlaun. Hirt er af fólki af slíku hamsleysi að tekjur þess sem eftir standa hrökkva naumast fyrir kostnaði við að afla teknanna. Allar bjargir bannaðar Ítrekaðar tilraunir greinarhöfundar og fleiri þingmanna til að fá ríkisstjórnina til að ganga hóflegar fram í þessu efni hafa mætt andspyrnu stjórnvalda. Undir lok ársins 2017 tókst þó fyrir mikla baráttu í samfélaginu að fá viðmiðunarfjárhæð vegna atvinnutekna hækkaða úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur, sem hefur staðið óbreytt síðan. Ekki hefur takist að rýmka þessa skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna, jafnvel þó að fyrir liggi úttekt, sem ekki hafa verið bornar brigður á, að það kosti ríkissjóð sama og ekki neitt, enda komi auknar skatttekjur þar á móti. Svar ráðherra gefur til kynna að aldraðir veigri sér við að sækja vinnu í ljósi þess að fólk heldur ekki nema nálægt 20% eftir af tekjum sínum, þegar greiddur hefur verið tekjuskattur og útsvar og búið er að skerða greiðslur almannatrygginga um 45%. Aðeins 1.442 eldri borgarar af um 39 þúsundum sem njóta greiðslna úr Tryggingastofnun öfluðu tekna með vinnu 2018. Þannig er sýnt að fjöldi fólks telji ekki mögulegt að bæta hag sinn með atvinnu þegar við blasir svo hamslaus skattlagning sem raun ber vitni. Þessar skerðingar vegna atvinnutekna ganga gegn sjónarmiðum um lýðheilsu, þar sem aukin lífsgæði fylgja virkri þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Raunhæfar tillögur til úrbóta Miðflokkurinn vill bæta hag lífeyrisfólks og hverfa frá hinum hóflausu skerðingum, sem þeir búa við. Lagði flokkurinn fram raunhæfar og fullfjármagnaðar tillögur í þessu efni við afgreiðslu fjárlaga. Þær hefði þess vegna mátt framkvæma þegar í stað og rétt væri að hafa þær með í aðgerðum ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður. Hverfa ber frá skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna atvinnutekna. Draga ber einnig úr skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna lífeyris- og fjármagnstekna. Engar hækkanir eða viðbótarbætur eru boðaðar á greiðslum almannatrygginga á þessu ári umfram 3,5% hækkun frá 1. janúar 2020. Því síður er minnst á þessa hópa í björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virðist hafa gleymt þessu fólki. Ákveða ber að greiðslur almannatrygginga fylgi ákvæðum lífskjarasamninganna eins og sjálfsagt ætti að vera en hefur ekki verið gert. Miðflokkurinn hefur mótaðar tillögur í þessum efnum. Hann mun ekki þola framhald á hóflausum skerðingum til að ryksuga fé upp úr vösum lífeyrisfólks í því skyni að fegra stöðu ríkissjóðs um milljarðatugi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Alþingi Félagsmál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur nýlega svarað fyrirspurn frá höfundi um skerðingar sem eldra fólki er gert að þola á greiðslum almannatrygginga. Svar ráðherra er til vitnis um nánast ómannúðlegar skerðingar. Þannig mega um 39 þúsund af 44 þúsund eldri borgurum sem njóta greiðslna frá Tryggingastofnun þola skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Gagnvart þessu fólki birtast iðgjöld sem greidd hafa verið af launum árum saman eins og þetta hafi verið viðbótarskattgreiðslur en ekki áunninn réttur til lífeyris. Skerðingar eldri borgara námu 39 milljörðum króna árið 2018 Þessar skerðingar gera fólki nánast ókleift að bæta hag sinn með aukinni vinnu í krafti eðlislægrar sjálfsbjargarviðleitni. Dæmin eru skýr. Skerðingar bóta almannatrygginga vegna atvinnutekna hefjast við 100 þúsund krónur á mánuði. Samanlögð skerðing og skattlagning tekna á tekjubilinu 25 þús. til 570 þús. króna getur numið yfir 80%. Fólk í þessari aðstöðu býr í þessu tilliti við skattprósentu sem þætti há væri hún lögð á ofurlaun. Hirt er af fólki af slíku hamsleysi að tekjur þess sem eftir standa hrökkva naumast fyrir kostnaði við að afla teknanna. Allar bjargir bannaðar Ítrekaðar tilraunir greinarhöfundar og fleiri þingmanna til að fá ríkisstjórnina til að ganga hóflegar fram í þessu efni hafa mætt andspyrnu stjórnvalda. Undir lok ársins 2017 tókst þó fyrir mikla baráttu í samfélaginu að fá viðmiðunarfjárhæð vegna atvinnutekna hækkaða úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur, sem hefur staðið óbreytt síðan. Ekki hefur takist að rýmka þessa skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna, jafnvel þó að fyrir liggi úttekt, sem ekki hafa verið bornar brigður á, að það kosti ríkissjóð sama og ekki neitt, enda komi auknar skatttekjur þar á móti. Svar ráðherra gefur til kynna að aldraðir veigri sér við að sækja vinnu í ljósi þess að fólk heldur ekki nema nálægt 20% eftir af tekjum sínum, þegar greiddur hefur verið tekjuskattur og útsvar og búið er að skerða greiðslur almannatrygginga um 45%. Aðeins 1.442 eldri borgarar af um 39 þúsundum sem njóta greiðslna úr Tryggingastofnun öfluðu tekna með vinnu 2018. Þannig er sýnt að fjöldi fólks telji ekki mögulegt að bæta hag sinn með atvinnu þegar við blasir svo hamslaus skattlagning sem raun ber vitni. Þessar skerðingar vegna atvinnutekna ganga gegn sjónarmiðum um lýðheilsu, þar sem aukin lífsgæði fylgja virkri þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Raunhæfar tillögur til úrbóta Miðflokkurinn vill bæta hag lífeyrisfólks og hverfa frá hinum hóflausu skerðingum, sem þeir búa við. Lagði flokkurinn fram raunhæfar og fullfjármagnaðar tillögur í þessu efni við afgreiðslu fjárlaga. Þær hefði þess vegna mátt framkvæma þegar í stað og rétt væri að hafa þær með í aðgerðum ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður. Hverfa ber frá skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna atvinnutekna. Draga ber einnig úr skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna lífeyris- og fjármagnstekna. Engar hækkanir eða viðbótarbætur eru boðaðar á greiðslum almannatrygginga á þessu ári umfram 3,5% hækkun frá 1. janúar 2020. Því síður er minnst á þessa hópa í björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virðist hafa gleymt þessu fólki. Ákveða ber að greiðslur almannatrygginga fylgi ákvæðum lífskjarasamninganna eins og sjálfsagt ætti að vera en hefur ekki verið gert. Miðflokkurinn hefur mótaðar tillögur í þessum efnum. Hann mun ekki þola framhald á hóflausum skerðingum til að ryksuga fé upp úr vösum lífeyrisfólks í því skyni að fegra stöðu ríkissjóðs um milljarðatugi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun