Handbolti

Yfirlýsing frá Þrótti: Engin formleg umræða farið fram innan aðalstjórnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla í vetur.
Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla í vetur. mynd/facebook-síða þróttar

Það hefur gustað í kringum Þrótt í dag eftir að áform voru uppi um að leggja handknattleiksdeild félagsins niður. Staðan er hins vegar önnur segir í tilkynningu á vef félagsins.

Vala Valtýsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það væri búið að leggja deildina niður. Hún benti á Finnboga Hilmarsson, formann aðalstjórnar félagsins, sem sagði stöðuna erfiða og það væri erfitt að halda starfseminni út.

Mikið var rætt um ákvörðunina á samfélagsmiðlum í dag og leikmenn félagsins lýstu meðal annars yfir óánægju sinni með ákvörðunina.

Síðdegis birtist svo fréttatilkynning á heimasíðu félagsins þar sem greint var frá því að ekki væri búið að taka ákvörðun um framtíð handknattleiksdeildarinnar.

„Engin ákvörðun hefur verið tekin um að leggja niður handboltann í Þrótti og engin formleg umræða hefur farið fram innan aðalstjórnar Þróttar. Málefni handboltans í félaginu verða tekin fyrir á næsta fundi aðalstjórnar eftir páska,“ sagði í tilkynningunni.

Eina starfsmanni handknattleiksdeildarinnar sem var í fullu starfi var sagt upp á dögunum og segir í tilkynningunni að það tengist ekki niðurlagningu deildarinnar heldur „ljóst fyrir nokkru síðan að æfinga – og keppnistímabil allra aldursflokka, þ.m.t. í meistaraflokki, yrði ekki klárað með eðlilegum hætti að þessu sinni.“

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.