Handbolti

Kári heldur áfram að fara á kostum í bílskúrnum og nú gerði hann upp árið 1994

Anton Ingi Leifsson skrifar
Línumanninum virðist ekki leiðast í einangrun.
Línumanninum virðist ekki leiðast í einangrun. mynd/s2s

Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV í Olís-deild karla og íslenska landsliðsins, hefur sent inn skemmtileg innslög í Sportið í dag að undanförnu en Kári er í einangrun vegna Covid19-sjúkdómsins.

Línumaðurinn geðugi heldur til í bílskúrnum heima hjá sér og í fyrsta pistlinum, sem kom frá Kára fyrir helgi, greindi hann frá sínum fyrstu kynnum við annar stjórnanda þáttarins, Kjartan Atla Kjartansson.

Í pistli númer tvö, sem var sýndur í dag, fór Kári yfir árið 1994. hann fór þar yfir merkustu atburðina bæði í tónlist og kvikmyndagerð en einnig fór hann yfir það hvað félagar sínir í landsliðinu voru að gera þetta ár.

Sjón er sögu ríkari en þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.

Klippa: Sportið í dag - Kári Kristján í skúrnum

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.