Möguleiki að NBA hætti við yfirstandandi leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2020 19:00 LeBron James og liðsfélagar hans í Los Angeles Lakers stefndu á titilinn. Nú er óvíst hvort þeir fái tækifæri til þess. Vísir/EPA Upprunalega var NBA-deildin sett í 30 daga pásu um miðjan mars. Nú er ljóst að sá tímarammi gengur engan veginn upp og fresta þarf deildinni ótímabundið. Ástandið í Bandaríkjunum vegna COVID-19 versnar dag frá degi og alls óvíst hvenær íþróttaviðburðir þar í landi geti farið aftur af stað. Nú er möguleiki á því að forráðamenn NBA-deildarinnar taki einfaldlega þá ákvörðun að aflýsa yfirstandandi leiktíð. Þetta segir Brian Windhorst á ESPN en CBS Sports greindi frá. „Leikmannasamtökin og forráðamenn deildarinnar hafa verið í viðræðum undanfarna viku. Ég hef talað við báða aðila og það er ljóst að forráðamenn deildarinnar eru að skoða það að hætta við yfirstandandi leiktíð. Svo lengi sem það næst samkomulag sem gerir þeim það kleift,“ segir Windhorst. Hann segir að það sé ekki mikil bjartsýni innan NBA-samfélagsins. „Þeir þurfa ekki að hætta við leiktíðina sem stendur en þeir vilja halda möguleikanum opnum þar sem óvíst er hvenær hægt er að hefja leik að nýju. Sem stendur er mikil svartsýni varðandi það hvort deildin geti farið aftur af stað á tilsettum tíma. Nú snýst umræðan aðallega um það hvernig deildin sjálf, liðin og leikmenn komi fjárhagslega út úr þeim aðstæðum fari svo að hætt verði við leiktíðina.“ Forráðamenn deildarinnar hafa mestar áhyggjur af því að bíða of lengi og þar með muni ákvörðun þeirra einnig hafa áhrif á næstu leiktíð. Möguleiki er á því að næsta leiktíð, 2020-2021, hefjist ekki fyrr en um jólin. Deildin hefur áður skoðað þann möguleika og nú gæti verið að kórónufaraldurinn taki í raun þá ákvörðun fyrir forráðamenn deildarinnar. Körfubolti NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Upprunalega var NBA-deildin sett í 30 daga pásu um miðjan mars. Nú er ljóst að sá tímarammi gengur engan veginn upp og fresta þarf deildinni ótímabundið. Ástandið í Bandaríkjunum vegna COVID-19 versnar dag frá degi og alls óvíst hvenær íþróttaviðburðir þar í landi geti farið aftur af stað. Nú er möguleiki á því að forráðamenn NBA-deildarinnar taki einfaldlega þá ákvörðun að aflýsa yfirstandandi leiktíð. Þetta segir Brian Windhorst á ESPN en CBS Sports greindi frá. „Leikmannasamtökin og forráðamenn deildarinnar hafa verið í viðræðum undanfarna viku. Ég hef talað við báða aðila og það er ljóst að forráðamenn deildarinnar eru að skoða það að hætta við yfirstandandi leiktíð. Svo lengi sem það næst samkomulag sem gerir þeim það kleift,“ segir Windhorst. Hann segir að það sé ekki mikil bjartsýni innan NBA-samfélagsins. „Þeir þurfa ekki að hætta við leiktíðina sem stendur en þeir vilja halda möguleikanum opnum þar sem óvíst er hvenær hægt er að hefja leik að nýju. Sem stendur er mikil svartsýni varðandi það hvort deildin geti farið aftur af stað á tilsettum tíma. Nú snýst umræðan aðallega um það hvernig deildin sjálf, liðin og leikmenn komi fjárhagslega út úr þeim aðstæðum fari svo að hætt verði við leiktíðina.“ Forráðamenn deildarinnar hafa mestar áhyggjur af því að bíða of lengi og þar með muni ákvörðun þeirra einnig hafa áhrif á næstu leiktíð. Möguleiki er á því að næsta leiktíð, 2020-2021, hefjist ekki fyrr en um jólin. Deildin hefur áður skoðað þann möguleika og nú gæti verið að kórónufaraldurinn taki í raun þá ákvörðun fyrir forráðamenn deildarinnar.
Körfubolti NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira