COVID19: Leynivopnið okkar Ragnar Hjálmarsson skrifar 4. apríl 2020 09:00 Já við Íslendingar eigum mikilvægt leynivopn gegn Covid19. Það geislar af sömu hógværð og framsýni og að mæta með togvíraklippur þegar aðrir vilja byssubardaga. Þetta eru fordæmalausir tímar, eins og margoft er sagt. En líkt og að fylgjast með komu vorsins, þá er undravert að sjá pólitíska tímann klofna í tvennt, í ‚fyrir‘ og ‚eftir‘ –enn og aftur. Við skynjum óvissuna, og það er uggur í lofti. En við eigum þetta leynivopn. Við höfum reyndar beitt því áður. Og það mun reynast okkur vel. Ertu ekki að djóka? Það er ekki í tísku að tala vel um íslensk stjórnmál, þvert á móti. En engu að síður er leynivopnið okkar íslensk stjórnmál, eða nánar sagt: bestu hliðar íslenskra stjórnmála. Við munum erfiðu ágreiningsmálin eftir hrun, alla reiðina, uppgjörið, og svo misskipt góðærið. Sjálfur fór ég í gegnum hrunið sem starfsmaður Alþjóðagjaldeyrisjóðsins hér í Reykjavík, og átökin eru mér enn lifandi í minni. En nú, þegar tíminn klofnar aftur, stendur núinu næst að leita til þess sem síðast kom okkur vel. Í stuttu máli voru það bestu hliðar okkar stjórnmála, þ.e. pólitískt samþykki, samráð, og samstaða. Tökum þetta saman. Pólitískt samþykki Þegar allt er undir fara nauðsynleg mál í gegn. Með stuðningi, eða bærilega hljóðu samþykki stjórnarandstöðu. Það átti við í síðustu viku, þegar þingið studdi samhljóða efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Það átti líka við þegar neyðarlögin og gjaldeyrishöftin voru samþykkt á sínum tíma. Við þurftum skjól. Mikið var undir, og skjólið hélt. Þó ágreiningur geti verið um áherslur þegar knýjandi málum er hleypt í gegn, þá er ekki um fúsk að ræða. Íslensk stjórnmál eru góð þegar á reynir. Pólitísk samábyrgð Blessunarlega eru okkar stjórnmál líka þannig að nýjar ríkisstjórnir rífa ekki niður verk fyrri ríkisstjórna. Við sáum það glögglega þegar vinstri stjórn framfylgdi efnahagsáætlun, sem hægri stjórn hafði samið. Við sáum það líka þegar gjaldeyrishöftunum var lyft. En fjórar ríkisstjórnir, og nær allir flokkar á þingi, komu þar að málum. Þessir tveir mikilvægustu hornsteinar okkar efnahagslegu endurreisnar voru lagðir á grundvelli pólitískrar samábyrgðar. Íslensk stjórnmál eru þess megnug að leysa viðamikil verkefni vel af hendi. Pólitísk samstaða Þegar eldar loguðu í hverju horni í lok árs 2008, þá náðu íslensk stjórnmál saman. Á grundvelli þver-pólitískrar samstöðu var ákveðið að læra af sögunni og draga til ábyrgðar. Sú breiða samstaða sem myndaðist um stofnun og störf Rannsóknarnefndarinnar og Skrifstofu sérstaks saksóknara, hefur haldið allt til dagsins í dag. Nú tíu árum eftir útgáfur á skýrslu Rannsóknarnefndarinnar, eru stjórnvöld að leggja lokahönd á viðamikla úttekt á ráðleggingum hennar. Hvað var gert, og hvað á eftir að gera, úttekt sem stjórnarandstaðan hafði frumkvæði á að yrði gerð. Nú þegar mikið liggur við mun þessi vinna reynast okkur vel. Í stuttu máli þá var það vegna þess að við virtum þessa grunnþætti íslenskra stjórnmála að við komumst í öruggt skjól á sínum tíma. Með því lögðum við hornsteininn að hinni efnhagslegu endurreisn, og við lærðum um leið að heiðarlegt uppgjör við söguna er ekki sísta lækningin. Spurningin Nú þegar harka færist yfir heiminn, þá er það mýktin, samábyrgðin, og viljinn til að læra, sem verður okkar styrkur. Í dag er ekki tími einfaldra lausna eða populískra prímadonna. Við sjáum hvað „Leiðréttingin“ var slæm ráðstöfun þegar íbúðir okkar eru of dýrar og heilbrigðiskerfið er undir álagi. Og hver nennir að rífast um Icesave, eða orkupakka? Þessa dagana sjáum við okkar góða fólk á spítölum landsins vinna hetjudáðir. Af elju og óeigingirni. Á næstu dögum þurfa pólitískir gerendur að setjast niður við fjölmörg samningaborð. Við þau borð þarf líka að sýna hugrekki. Við eigum þetta leynivopn, og það geislar af hógværð og framsýni. Beitum því, og biðjum okkar forystufólk –vítt og breitt –að spyrja sig hinnar sígildu spurningar: „Ef ekki ég, hver þá, –ef ekki núna, þá hvenær?“ Ragnar Hjalmarsson, Hertie School of Governance, Berlín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Já við Íslendingar eigum mikilvægt leynivopn gegn Covid19. Það geislar af sömu hógværð og framsýni og að mæta með togvíraklippur þegar aðrir vilja byssubardaga. Þetta eru fordæmalausir tímar, eins og margoft er sagt. En líkt og að fylgjast með komu vorsins, þá er undravert að sjá pólitíska tímann klofna í tvennt, í ‚fyrir‘ og ‚eftir‘ –enn og aftur. Við skynjum óvissuna, og það er uggur í lofti. En við eigum þetta leynivopn. Við höfum reyndar beitt því áður. Og það mun reynast okkur vel. Ertu ekki að djóka? Það er ekki í tísku að tala vel um íslensk stjórnmál, þvert á móti. En engu að síður er leynivopnið okkar íslensk stjórnmál, eða nánar sagt: bestu hliðar íslenskra stjórnmála. Við munum erfiðu ágreiningsmálin eftir hrun, alla reiðina, uppgjörið, og svo misskipt góðærið. Sjálfur fór ég í gegnum hrunið sem starfsmaður Alþjóðagjaldeyrisjóðsins hér í Reykjavík, og átökin eru mér enn lifandi í minni. En nú, þegar tíminn klofnar aftur, stendur núinu næst að leita til þess sem síðast kom okkur vel. Í stuttu máli voru það bestu hliðar okkar stjórnmála, þ.e. pólitískt samþykki, samráð, og samstaða. Tökum þetta saman. Pólitískt samþykki Þegar allt er undir fara nauðsynleg mál í gegn. Með stuðningi, eða bærilega hljóðu samþykki stjórnarandstöðu. Það átti við í síðustu viku, þegar þingið studdi samhljóða efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Það átti líka við þegar neyðarlögin og gjaldeyrishöftin voru samþykkt á sínum tíma. Við þurftum skjól. Mikið var undir, og skjólið hélt. Þó ágreiningur geti verið um áherslur þegar knýjandi málum er hleypt í gegn, þá er ekki um fúsk að ræða. Íslensk stjórnmál eru góð þegar á reynir. Pólitísk samábyrgð Blessunarlega eru okkar stjórnmál líka þannig að nýjar ríkisstjórnir rífa ekki niður verk fyrri ríkisstjórna. Við sáum það glögglega þegar vinstri stjórn framfylgdi efnahagsáætlun, sem hægri stjórn hafði samið. Við sáum það líka þegar gjaldeyrishöftunum var lyft. En fjórar ríkisstjórnir, og nær allir flokkar á þingi, komu þar að málum. Þessir tveir mikilvægustu hornsteinar okkar efnahagslegu endurreisnar voru lagðir á grundvelli pólitískrar samábyrgðar. Íslensk stjórnmál eru þess megnug að leysa viðamikil verkefni vel af hendi. Pólitísk samstaða Þegar eldar loguðu í hverju horni í lok árs 2008, þá náðu íslensk stjórnmál saman. Á grundvelli þver-pólitískrar samstöðu var ákveðið að læra af sögunni og draga til ábyrgðar. Sú breiða samstaða sem myndaðist um stofnun og störf Rannsóknarnefndarinnar og Skrifstofu sérstaks saksóknara, hefur haldið allt til dagsins í dag. Nú tíu árum eftir útgáfur á skýrslu Rannsóknarnefndarinnar, eru stjórnvöld að leggja lokahönd á viðamikla úttekt á ráðleggingum hennar. Hvað var gert, og hvað á eftir að gera, úttekt sem stjórnarandstaðan hafði frumkvæði á að yrði gerð. Nú þegar mikið liggur við mun þessi vinna reynast okkur vel. Í stuttu máli þá var það vegna þess að við virtum þessa grunnþætti íslenskra stjórnmála að við komumst í öruggt skjól á sínum tíma. Með því lögðum við hornsteininn að hinni efnhagslegu endurreisn, og við lærðum um leið að heiðarlegt uppgjör við söguna er ekki sísta lækningin. Spurningin Nú þegar harka færist yfir heiminn, þá er það mýktin, samábyrgðin, og viljinn til að læra, sem verður okkar styrkur. Í dag er ekki tími einfaldra lausna eða populískra prímadonna. Við sjáum hvað „Leiðréttingin“ var slæm ráðstöfun þegar íbúðir okkar eru of dýrar og heilbrigðiskerfið er undir álagi. Og hver nennir að rífast um Icesave, eða orkupakka? Þessa dagana sjáum við okkar góða fólk á spítölum landsins vinna hetjudáðir. Af elju og óeigingirni. Á næstu dögum þurfa pólitískir gerendur að setjast niður við fjölmörg samningaborð. Við þau borð þarf líka að sýna hugrekki. Við eigum þetta leynivopn, og það geislar af hógværð og framsýni. Beitum því, og biðjum okkar forystufólk –vítt og breitt –að spyrja sig hinnar sígildu spurningar: „Ef ekki ég, hver þá, –ef ekki núna, þá hvenær?“ Ragnar Hjalmarsson, Hertie School of Governance, Berlín.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun