COVID19: Leynivopnið okkar Ragnar Hjálmarsson skrifar 4. apríl 2020 09:00 Já við Íslendingar eigum mikilvægt leynivopn gegn Covid19. Það geislar af sömu hógværð og framsýni og að mæta með togvíraklippur þegar aðrir vilja byssubardaga. Þetta eru fordæmalausir tímar, eins og margoft er sagt. En líkt og að fylgjast með komu vorsins, þá er undravert að sjá pólitíska tímann klofna í tvennt, í ‚fyrir‘ og ‚eftir‘ –enn og aftur. Við skynjum óvissuna, og það er uggur í lofti. En við eigum þetta leynivopn. Við höfum reyndar beitt því áður. Og það mun reynast okkur vel. Ertu ekki að djóka? Það er ekki í tísku að tala vel um íslensk stjórnmál, þvert á móti. En engu að síður er leynivopnið okkar íslensk stjórnmál, eða nánar sagt: bestu hliðar íslenskra stjórnmála. Við munum erfiðu ágreiningsmálin eftir hrun, alla reiðina, uppgjörið, og svo misskipt góðærið. Sjálfur fór ég í gegnum hrunið sem starfsmaður Alþjóðagjaldeyrisjóðsins hér í Reykjavík, og átökin eru mér enn lifandi í minni. En nú, þegar tíminn klofnar aftur, stendur núinu næst að leita til þess sem síðast kom okkur vel. Í stuttu máli voru það bestu hliðar okkar stjórnmála, þ.e. pólitískt samþykki, samráð, og samstaða. Tökum þetta saman. Pólitískt samþykki Þegar allt er undir fara nauðsynleg mál í gegn. Með stuðningi, eða bærilega hljóðu samþykki stjórnarandstöðu. Það átti við í síðustu viku, þegar þingið studdi samhljóða efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Það átti líka við þegar neyðarlögin og gjaldeyrishöftin voru samþykkt á sínum tíma. Við þurftum skjól. Mikið var undir, og skjólið hélt. Þó ágreiningur geti verið um áherslur þegar knýjandi málum er hleypt í gegn, þá er ekki um fúsk að ræða. Íslensk stjórnmál eru góð þegar á reynir. Pólitísk samábyrgð Blessunarlega eru okkar stjórnmál líka þannig að nýjar ríkisstjórnir rífa ekki niður verk fyrri ríkisstjórna. Við sáum það glögglega þegar vinstri stjórn framfylgdi efnahagsáætlun, sem hægri stjórn hafði samið. Við sáum það líka þegar gjaldeyrishöftunum var lyft. En fjórar ríkisstjórnir, og nær allir flokkar á þingi, komu þar að málum. Þessir tveir mikilvægustu hornsteinar okkar efnahagslegu endurreisnar voru lagðir á grundvelli pólitískrar samábyrgðar. Íslensk stjórnmál eru þess megnug að leysa viðamikil verkefni vel af hendi. Pólitísk samstaða Þegar eldar loguðu í hverju horni í lok árs 2008, þá náðu íslensk stjórnmál saman. Á grundvelli þver-pólitískrar samstöðu var ákveðið að læra af sögunni og draga til ábyrgðar. Sú breiða samstaða sem myndaðist um stofnun og störf Rannsóknarnefndarinnar og Skrifstofu sérstaks saksóknara, hefur haldið allt til dagsins í dag. Nú tíu árum eftir útgáfur á skýrslu Rannsóknarnefndarinnar, eru stjórnvöld að leggja lokahönd á viðamikla úttekt á ráðleggingum hennar. Hvað var gert, og hvað á eftir að gera, úttekt sem stjórnarandstaðan hafði frumkvæði á að yrði gerð. Nú þegar mikið liggur við mun þessi vinna reynast okkur vel. Í stuttu máli þá var það vegna þess að við virtum þessa grunnþætti íslenskra stjórnmála að við komumst í öruggt skjól á sínum tíma. Með því lögðum við hornsteininn að hinni efnhagslegu endurreisn, og við lærðum um leið að heiðarlegt uppgjör við söguna er ekki sísta lækningin. Spurningin Nú þegar harka færist yfir heiminn, þá er það mýktin, samábyrgðin, og viljinn til að læra, sem verður okkar styrkur. Í dag er ekki tími einfaldra lausna eða populískra prímadonna. Við sjáum hvað „Leiðréttingin“ var slæm ráðstöfun þegar íbúðir okkar eru of dýrar og heilbrigðiskerfið er undir álagi. Og hver nennir að rífast um Icesave, eða orkupakka? Þessa dagana sjáum við okkar góða fólk á spítölum landsins vinna hetjudáðir. Af elju og óeigingirni. Á næstu dögum þurfa pólitískir gerendur að setjast niður við fjölmörg samningaborð. Við þau borð þarf líka að sýna hugrekki. Við eigum þetta leynivopn, og það geislar af hógværð og framsýni. Beitum því, og biðjum okkar forystufólk –vítt og breitt –að spyrja sig hinnar sígildu spurningar: „Ef ekki ég, hver þá, –ef ekki núna, þá hvenær?“ Ragnar Hjalmarsson, Hertie School of Governance, Berlín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Já við Íslendingar eigum mikilvægt leynivopn gegn Covid19. Það geislar af sömu hógværð og framsýni og að mæta með togvíraklippur þegar aðrir vilja byssubardaga. Þetta eru fordæmalausir tímar, eins og margoft er sagt. En líkt og að fylgjast með komu vorsins, þá er undravert að sjá pólitíska tímann klofna í tvennt, í ‚fyrir‘ og ‚eftir‘ –enn og aftur. Við skynjum óvissuna, og það er uggur í lofti. En við eigum þetta leynivopn. Við höfum reyndar beitt því áður. Og það mun reynast okkur vel. Ertu ekki að djóka? Það er ekki í tísku að tala vel um íslensk stjórnmál, þvert á móti. En engu að síður er leynivopnið okkar íslensk stjórnmál, eða nánar sagt: bestu hliðar íslenskra stjórnmála. Við munum erfiðu ágreiningsmálin eftir hrun, alla reiðina, uppgjörið, og svo misskipt góðærið. Sjálfur fór ég í gegnum hrunið sem starfsmaður Alþjóðagjaldeyrisjóðsins hér í Reykjavík, og átökin eru mér enn lifandi í minni. En nú, þegar tíminn klofnar aftur, stendur núinu næst að leita til þess sem síðast kom okkur vel. Í stuttu máli voru það bestu hliðar okkar stjórnmála, þ.e. pólitískt samþykki, samráð, og samstaða. Tökum þetta saman. Pólitískt samþykki Þegar allt er undir fara nauðsynleg mál í gegn. Með stuðningi, eða bærilega hljóðu samþykki stjórnarandstöðu. Það átti við í síðustu viku, þegar þingið studdi samhljóða efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Það átti líka við þegar neyðarlögin og gjaldeyrishöftin voru samþykkt á sínum tíma. Við þurftum skjól. Mikið var undir, og skjólið hélt. Þó ágreiningur geti verið um áherslur þegar knýjandi málum er hleypt í gegn, þá er ekki um fúsk að ræða. Íslensk stjórnmál eru góð þegar á reynir. Pólitísk samábyrgð Blessunarlega eru okkar stjórnmál líka þannig að nýjar ríkisstjórnir rífa ekki niður verk fyrri ríkisstjórna. Við sáum það glögglega þegar vinstri stjórn framfylgdi efnahagsáætlun, sem hægri stjórn hafði samið. Við sáum það líka þegar gjaldeyrishöftunum var lyft. En fjórar ríkisstjórnir, og nær allir flokkar á þingi, komu þar að málum. Þessir tveir mikilvægustu hornsteinar okkar efnahagslegu endurreisnar voru lagðir á grundvelli pólitískrar samábyrgðar. Íslensk stjórnmál eru þess megnug að leysa viðamikil verkefni vel af hendi. Pólitísk samstaða Þegar eldar loguðu í hverju horni í lok árs 2008, þá náðu íslensk stjórnmál saman. Á grundvelli þver-pólitískrar samstöðu var ákveðið að læra af sögunni og draga til ábyrgðar. Sú breiða samstaða sem myndaðist um stofnun og störf Rannsóknarnefndarinnar og Skrifstofu sérstaks saksóknara, hefur haldið allt til dagsins í dag. Nú tíu árum eftir útgáfur á skýrslu Rannsóknarnefndarinnar, eru stjórnvöld að leggja lokahönd á viðamikla úttekt á ráðleggingum hennar. Hvað var gert, og hvað á eftir að gera, úttekt sem stjórnarandstaðan hafði frumkvæði á að yrði gerð. Nú þegar mikið liggur við mun þessi vinna reynast okkur vel. Í stuttu máli þá var það vegna þess að við virtum þessa grunnþætti íslenskra stjórnmála að við komumst í öruggt skjól á sínum tíma. Með því lögðum við hornsteininn að hinni efnhagslegu endurreisn, og við lærðum um leið að heiðarlegt uppgjör við söguna er ekki sísta lækningin. Spurningin Nú þegar harka færist yfir heiminn, þá er það mýktin, samábyrgðin, og viljinn til að læra, sem verður okkar styrkur. Í dag er ekki tími einfaldra lausna eða populískra prímadonna. Við sjáum hvað „Leiðréttingin“ var slæm ráðstöfun þegar íbúðir okkar eru of dýrar og heilbrigðiskerfið er undir álagi. Og hver nennir að rífast um Icesave, eða orkupakka? Þessa dagana sjáum við okkar góða fólk á spítölum landsins vinna hetjudáðir. Af elju og óeigingirni. Á næstu dögum þurfa pólitískir gerendur að setjast niður við fjölmörg samningaborð. Við þau borð þarf líka að sýna hugrekki. Við eigum þetta leynivopn, og það geislar af hógværð og framsýni. Beitum því, og biðjum okkar forystufólk –vítt og breitt –að spyrja sig hinnar sígildu spurningar: „Ef ekki ég, hver þá, –ef ekki núna, þá hvenær?“ Ragnar Hjalmarsson, Hertie School of Governance, Berlín.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun