Innlent

Grefur ekki undan kerfinu

Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, telur að starfsemi og tilvist Mjólku, sem hyggst starfa utan við greiðslumarkskerfið, grafi ekki undan kerfinu hjá kúabændum. "Ég á ekki von á því. Ég velti því einmitt upp í ræðu minni í dag hvort þetta sé stórt og afdrifaríkt mál fyrir okkur og mér finnst frekar ólíklegt að það verði. En auðvitað er þetta að gerast hratt þannig að auðvitað hefur maður ekki allar forsendur til að meta það," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×