Sýknaður af ákæru um nauðgun og líkamsárás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2015 16:34 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. vísir/stefán Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og líkamsárás. Dómurinn var fjölskipaður og voru dómararnir þrír allir sammála um niðurstöðuna.Átti að hafa notfært sér svefndrunga og ölvun konunnar Maðurinn var ákærður fyrir að hafa nauðgað og ráðist á kunningjakonu sína á heimili hennar snemma morguns sunnudaginn 3. nóvember 2013. Var honum gefið að sök að hafa notfært sér svefndrunga og ölvun konunnar og haft við hana samræði án hennar vilja. Þegar hún vaknaði hafi maðurinn svo kýlt í hnakka konunnar og hlaut hún áverka vegna þess. Fram kemur í dómnum að maðurinn og konan hafi hist á bar fyrr um kvöldið en þau þekktust lítillega fyrir. Samkvæmt konunni bauð hún manninum að gista á sófanum heima hjá sér því hann sagðist ekki eiga neinn samastað. Þegar heim til konunnar var komið hafi hún farið inn í svefnherbergi og maðurinn hafi komið með henni þangað. Þau lögðust bæði í rúmið og kvaðst konan hafa sofnað. Hún hafi síðan vaknað við það að maðurinn væri ofan á henni og væri að hafa við hana samfarir í leggöng. Konan hafi því sparkað manninum af sér og kýlt hann í andlitið „en við það hafi hann slegið hana nokkur högg í hnakkann og einnig í andlitið. [...] Í kjölfarið hafi brotaþoli vísað ákærða á dyr og hann farið. Þá hafi brotaþoli hringt í foreldra sína og óskað eftir aðstoð þeirra og síðan farið á slysadeild í fylgd þeirra. Aðspurð af lögreglu kvað brotaþoli ákærða ekki hafa fengið sáðlát og ekki hafa notað smokk við samfarirnar.“ Lögregla tók frumskýrslu af konunni sama dag og meint brot áttu sér stað. Í skýrslunni kemur fram að konan hafi verið „töluvert ölvuð“ en fyrir dómi kvaðst konan ekki muna hversu mikið hún hafi drukkið umrætt kvöld. Hún hafi verið ölvuð en „ekki mikið.“ Ekki lá fyrir í málinu hversu ölvuð konan var því ekki var tekið blóðsýni úr henni og það „rannsakað með tilliti til áfengismagns.“Orð gegn orði Maðurinn neitaði sök í málinu og er frásögn hans í algjörri andstöðu við framburð konunnar. Sagði hann ekkert kynferðislegt hafa átt sér stað á milli þeirra. Þau hafi vissulega farið heim til konunnar en hann verið frammi á sófanum en hún farið inn í herbergi sitt að sofa. Maðurinn sagðist hafa verið að bíða eftir því að vera sóttur. Þegar hann var að fara fór hann inn til konunnar til að vekja hana og segja henni að hann væri að fara. „Hann hafi þá kysst hana á ennið og sagt „bæ". Brotaþoli hafi greinilega misskilið þetta eitthvað, orðið brjáluð, ráðist á ákærða og sagt honum að koma sér út. Hann hefði þá ýtt henni frá sér, enda verið í sjokki út af því að brotaþoli hafi ráðist á hann. Taldi ákærði að brotaþoli hefði vaknað eitthvað illa.“ Maðurinn neitaði einnig að hafa kýlt konuna en sagði að konan hafi dottið á skáp við útidyrahurðina í átökum sem urðu þeirra á milli þegar hann var að fara. Kvaðst maðurinn hafa drukkið um kvöldið en ekki verið „haugafullur.“Skortir sönnunargögn í málinu Að mati dómsins telst það hvorki sannað að maðurinn hafi nauðgað konunni né ráðist á hana. Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars: „Fyrir liggur að tæknideild lögreglu rannsakaði vettvang ætlaðs brots og fatnað brotaþola án þess að nokkuð markvert fyndist. Einnig liggur fyrir að lífsýni til DNA greiningar fundust ekki. Þá gekkst brotaþoli undir réttarlæknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku kynferðisbrota sama dag og ætlað brot var framið. Við þá skoðun fundust áverkar á brotaþola á hnakka og vinstri kjálka.“ Ekkert í málinu bendi því til sektar mannsins og var hann þar af leiðandi sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Þá var einkaréttarkröfu konunnar vísað frá dómi. Dóminn í heild sinni má sjá hér. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og líkamsárás. Dómurinn var fjölskipaður og voru dómararnir þrír allir sammála um niðurstöðuna.Átti að hafa notfært sér svefndrunga og ölvun konunnar Maðurinn var ákærður fyrir að hafa nauðgað og ráðist á kunningjakonu sína á heimili hennar snemma morguns sunnudaginn 3. nóvember 2013. Var honum gefið að sök að hafa notfært sér svefndrunga og ölvun konunnar og haft við hana samræði án hennar vilja. Þegar hún vaknaði hafi maðurinn svo kýlt í hnakka konunnar og hlaut hún áverka vegna þess. Fram kemur í dómnum að maðurinn og konan hafi hist á bar fyrr um kvöldið en þau þekktust lítillega fyrir. Samkvæmt konunni bauð hún manninum að gista á sófanum heima hjá sér því hann sagðist ekki eiga neinn samastað. Þegar heim til konunnar var komið hafi hún farið inn í svefnherbergi og maðurinn hafi komið með henni þangað. Þau lögðust bæði í rúmið og kvaðst konan hafa sofnað. Hún hafi síðan vaknað við það að maðurinn væri ofan á henni og væri að hafa við hana samfarir í leggöng. Konan hafi því sparkað manninum af sér og kýlt hann í andlitið „en við það hafi hann slegið hana nokkur högg í hnakkann og einnig í andlitið. [...] Í kjölfarið hafi brotaþoli vísað ákærða á dyr og hann farið. Þá hafi brotaþoli hringt í foreldra sína og óskað eftir aðstoð þeirra og síðan farið á slysadeild í fylgd þeirra. Aðspurð af lögreglu kvað brotaþoli ákærða ekki hafa fengið sáðlát og ekki hafa notað smokk við samfarirnar.“ Lögregla tók frumskýrslu af konunni sama dag og meint brot áttu sér stað. Í skýrslunni kemur fram að konan hafi verið „töluvert ölvuð“ en fyrir dómi kvaðst konan ekki muna hversu mikið hún hafi drukkið umrætt kvöld. Hún hafi verið ölvuð en „ekki mikið.“ Ekki lá fyrir í málinu hversu ölvuð konan var því ekki var tekið blóðsýni úr henni og það „rannsakað með tilliti til áfengismagns.“Orð gegn orði Maðurinn neitaði sök í málinu og er frásögn hans í algjörri andstöðu við framburð konunnar. Sagði hann ekkert kynferðislegt hafa átt sér stað á milli þeirra. Þau hafi vissulega farið heim til konunnar en hann verið frammi á sófanum en hún farið inn í herbergi sitt að sofa. Maðurinn sagðist hafa verið að bíða eftir því að vera sóttur. Þegar hann var að fara fór hann inn til konunnar til að vekja hana og segja henni að hann væri að fara. „Hann hafi þá kysst hana á ennið og sagt „bæ". Brotaþoli hafi greinilega misskilið þetta eitthvað, orðið brjáluð, ráðist á ákærða og sagt honum að koma sér út. Hann hefði þá ýtt henni frá sér, enda verið í sjokki út af því að brotaþoli hafi ráðist á hann. Taldi ákærði að brotaþoli hefði vaknað eitthvað illa.“ Maðurinn neitaði einnig að hafa kýlt konuna en sagði að konan hafi dottið á skáp við útidyrahurðina í átökum sem urðu þeirra á milli þegar hann var að fara. Kvaðst maðurinn hafa drukkið um kvöldið en ekki verið „haugafullur.“Skortir sönnunargögn í málinu Að mati dómsins telst það hvorki sannað að maðurinn hafi nauðgað konunni né ráðist á hana. Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars: „Fyrir liggur að tæknideild lögreglu rannsakaði vettvang ætlaðs brots og fatnað brotaþola án þess að nokkuð markvert fyndist. Einnig liggur fyrir að lífsýni til DNA greiningar fundust ekki. Þá gekkst brotaþoli undir réttarlæknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku kynferðisbrota sama dag og ætlað brot var framið. Við þá skoðun fundust áverkar á brotaþola á hnakka og vinstri kjálka.“ Ekkert í málinu bendi því til sektar mannsins og var hann þar af leiðandi sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Þá var einkaréttarkröfu konunnar vísað frá dómi. Dóminn í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira