Innlent

Leita ferðamanna sem villtust vestur af Öskju

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mennirnir lögðu af stað í göngu frá Strengjabrekku um helgina og hugðust ganga að Svartárvatni.
Mennirnir lögðu af stað í göngu frá Strengjabrekku um helgina og hugðust ganga að Svartárvatni. vísir/gva
Björgunarsveitirnar Þingey og Stefán á Mývatni hafa verið kallaðar út til að leita tveggja erlendra ferðamanna sem eru villtir vestur af Öskju.

Mennirnir lögðu af stað í göngu frá Strengjabrekku um helgina og hugðust ganga að Svartárvatni. Síðdegis höfðu þeir svo samband við Neyðarlínuna, kváðust vera villtir og með bilað GPS-tæki.

Þeir gátu ekki gefið miklar upplýsingar um staðsetningu aðrar en þær að að þeir teldu sig hafa gengið 30 kílómetra og væru staddir nálægt á.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu er vont veður á svæðinu og svartaþoka en ekkert amar að mönnunum, þeir eru vel búnir og með tjald.

 

Björgunarsveitir eru nú að fara af stað í Svartárdal á bíl og fjórhjólum og að Strengjabrekku á fjórhjólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×