Innlent

Ný aðstaða Granda

Verið er að byggja nýjan hafnarbakka við Sundahöfn. Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi hjá Faxaflóahöfnum, segir að lokið sé við byggingu fyrsta áfanga hafnarbakka við frystihús Granda: "Síðan er verið að gera landfyllingu á bak við fyrstihúsið til stækkunar á athafnarsvæði Granda." Vignir segir unnið eftir skipulagi: "Gert er ráð fyrir að í samræmi við byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í austuhöfninni þurfi að flytja fisklöndun og annað slíkt í vesturhöfnina."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×