Innlent

Ýmsar skýringar á verðbreytingunum

Stóru olíufélögin þrjú, Essó, Skeljungur og Olís, sem nýverið hækkuðu verð á bensíni og drógu svo hækkuninina til baka, hækkuðu öll bensínverð í gær um fjögur prósent og er verðið nú 102,50 í sjálfsafgreiðslu hjá þeim. Atlantsolía, sem ekki sá sér fært að lækka verðið síðast, heldur óbreyttu verði sem er nú heldur lægra en hjá stóru félögunum. Stóru félögin gefa upp ýmsar skýringar á þessum verðbreytingum, ýmist að þær megi rekja til verðs á heimsmarkaði eða til markaðsaðstæðna á innanlandsmarkaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×