Innlent

Fimm sækja um hjá RÚVAUST

Tveir eru starfandi fréttamenn RÚV á Austurlandi, þau Ásgrímur Ingi Arngrímsson og Edda Óttarsdóttir. Aðrir umsækjendur eru Ágúst Ólafsson, ráðgjafi á Egilsstöðum, Pétur Már Guðjónsson, dagskrárgerðarmaður á Akureyri og Sigurður Mar Halldórsson, ritstjóri héraðsfréttablaðsins Eystrahorns á Hornafirði. Gert er ráð fyrir að útvarpsstjóri ráði í stöðuna í byrjun maí að fenginni umsögn útvarpsráðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×