Gylfaginning Lárus S. Lárusson skrifar 16. október 2017 14:45 Ágæti Gylfi Arnbjörnsson. Í morgun talaðir þú um svissnesku leiðina svokölluðu í morgunútvarpi RÚV. Mér fannst því miður gæta ákveðins misskilnings hjá þér um málefnið sem mig langar til þess að benda þér á því ég þykist vita að þú ert vandur að virðingu þinni og vilt gera vel. Mér heyrðist þú halda því fram að fólk myndi glata áunnum réttindum sínum ef það fengi að nýta það iðgjald sem það hefur þegar greitt sem innborgun inn á fasteign. Þetta er misskilningur á því hvernig svissneska leiðin virkar. Fólk heldur þeim réttindum sem það hefur unnið sér inn en í stað þess að iðgjaldið sé geymt í sjóðum lífeyrissjóðs er peningurinn geymdur tímabundið í fasteign viðkomandi. Peningurinn er tryggður á fyrsta veðrétti og verður skilað til lífeyrissjóðsins annað hvort þegar fasteignin er seld síðar eða samkvæmt samkomulagi. Það er aftur á móti rétt hjá þér Gylfi minn að á meðan fólk fær að geyma iðgjaldið í fasteigninni sinni þá ber sá peningur ekki ávöxtun. Á móti kemur að þegar iðgjaldinu er svo skilað til baka til lífeyrissjóðsins, t.d. þegar viðkomandi selur fasteignina eða fyrr, þá má einnig hafa viðbót sem dygði til að halda sömu réttindum og aðrir lífeyrisþegar. Þetta er bara útfærsluatriði. Fullyrðing þín um að fjórðungur lífeyrisréttinda tapist fyrstu tíu árin er því bara ályktun sem þú leyfir þér að grípa til án þess að kynna þér málið betur að því er virðist. Þér er velkomið Gylfi minn að setjast niður með okkur frambjóðendum Framsóknar og fara í gegnum þetta málefni. Vafalaust yrði það fróðlegur fundur fyrir alla því þú hefur marga fjöruna sopið og getur án efa veitt okkur ábendingar til að hugsa um. Þessi leið hefur núna verið nýtt í Sviss í nærri 20 ár og gefið góða raun. Svisslendingar eru klárt fólk og gott, þeim hefur t.d. reitt mjög vel af þrátt fyrir að vera hvorki aðilar að ESB né EES. Það er lágmarks skylda okkar stjórnmálamanna að kanna þær leiðir sem þekktar eru sem gætu aukið og bætt lífsgæði almennings í þessu landi. Það verður að gerast á málefnalegan og upplýstan hátt.Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti Gylfi Arnbjörnsson. Í morgun talaðir þú um svissnesku leiðina svokölluðu í morgunútvarpi RÚV. Mér fannst því miður gæta ákveðins misskilnings hjá þér um málefnið sem mig langar til þess að benda þér á því ég þykist vita að þú ert vandur að virðingu þinni og vilt gera vel. Mér heyrðist þú halda því fram að fólk myndi glata áunnum réttindum sínum ef það fengi að nýta það iðgjald sem það hefur þegar greitt sem innborgun inn á fasteign. Þetta er misskilningur á því hvernig svissneska leiðin virkar. Fólk heldur þeim réttindum sem það hefur unnið sér inn en í stað þess að iðgjaldið sé geymt í sjóðum lífeyrissjóðs er peningurinn geymdur tímabundið í fasteign viðkomandi. Peningurinn er tryggður á fyrsta veðrétti og verður skilað til lífeyrissjóðsins annað hvort þegar fasteignin er seld síðar eða samkvæmt samkomulagi. Það er aftur á móti rétt hjá þér Gylfi minn að á meðan fólk fær að geyma iðgjaldið í fasteigninni sinni þá ber sá peningur ekki ávöxtun. Á móti kemur að þegar iðgjaldinu er svo skilað til baka til lífeyrissjóðsins, t.d. þegar viðkomandi selur fasteignina eða fyrr, þá má einnig hafa viðbót sem dygði til að halda sömu réttindum og aðrir lífeyrisþegar. Þetta er bara útfærsluatriði. Fullyrðing þín um að fjórðungur lífeyrisréttinda tapist fyrstu tíu árin er því bara ályktun sem þú leyfir þér að grípa til án þess að kynna þér málið betur að því er virðist. Þér er velkomið Gylfi minn að setjast niður með okkur frambjóðendum Framsóknar og fara í gegnum þetta málefni. Vafalaust yrði það fróðlegur fundur fyrir alla því þú hefur marga fjöruna sopið og getur án efa veitt okkur ábendingar til að hugsa um. Þessi leið hefur núna verið nýtt í Sviss í nærri 20 ár og gefið góða raun. Svisslendingar eru klárt fólk og gott, þeim hefur t.d. reitt mjög vel af þrátt fyrir að vera hvorki aðilar að ESB né EES. Það er lágmarks skylda okkar stjórnmálamanna að kanna þær leiðir sem þekktar eru sem gætu aukið og bætt lífsgæði almennings í þessu landi. Það verður að gerast á málefnalegan og upplýstan hátt.Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun