Erlent

Obama: Söguleg niðurstaða

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í nótt umdeilt frumvarp Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um breytingar á heilbrigðiskerfinu þar í landi. Sjálfur segir Obama að niðurstaðan sé söguleg. Hann er sannfærður um að öldungadeildin samþykki frumvarpið á næstu vikum og vonast til þess að það verði orðið að lögum fyrir áramót.

Frumvarpið felur í sér að nær öllum Bandaríkjamönnum verður boðið upp á heilbrigðisþjónustu á viðráðalegu verði og fleiri geta verið sjúkratryggðir.

Fulltrúadeildin samþykkti frumvarpið naumlega með 220 atkvæðum gegn 215. 219 demókratar og einn repúblíkani sögðu já en 39 demókratar og 176 repúblíkanar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.




Tengdar fréttir

Pelosi: Fulltrúadeildin mun samþykkja umbótafrumvarpið

Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fullyrðir að fulltrúadeildin muni samþykkja umdeilt frumvarp Bandaríkjaforseta um umbætur í heilbrigðiskerfinu. Að auki lýsti repúblíkaninn Mike Pence því yfir í gær að barátta repúblíkana væri töpuð og að frumvarpið yrði að lögum. Um leið og hann gaf út þessa yfirlýsingu fordæmdi hann frumvarpið og vinnubrögð demókrata.

Umbótafrumvarp Obama samþykkt

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í nótt umdeilt frumvarp Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um breytingar á heilbrigðiskerfinu þar í landi. Það þykir mikill sigur fyrir Obama að frumvarpið hafi verið samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×