Innlent

Unga fólkið í framboð á Akureyri

Nýr framboðslisti verður kynntur á Fiðlaranum á  Akureyri á opnum fundi klukkan 20:00. Listinn er í nafni Framfylkingarflokksins sem er þverpólitískt framboð ungs fólks á Akureyri sem telur að ekki hafi verið hlustað nægilega á rödd unga fólksins í bæjarfélaginu.

Einnig er framboðinu ætlað að auka áhuga ungra Akureyringa á bæjarmálum sem hafi skort verulega á á síðustu árum. Í því samhengi er bent á að að meðalaldur bæjarfulltrúa í bæjarfélaginu sé um 50 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×