Innlent

Þingi frestað fram yfir sveitarstjórnarkosningar

MYND/Pjetur Sigurðsson

Þingi var frestað á níunda tímanum í kvöld eftir að tvenn lög höfðu verið samþykkt. Önnur sneru að stofnun nýrrar Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli til bráðabirgða. Margs konar starfsemi á Keflavíkurflugvelli mun heyra undir hina nýju stofnun, meðal annars slökkvilið og rekstur flugbrauta.

Þá var samþykkt að breyta lögum um framhaldsskóla á þann hátt að fella niður samræmd stúdentspróf.

Þingfundum var frestað fram yfir sveitarstjórnarkosningar en það kemur aftur saman 30. maí og mun að líkindum starfa í tvær vikur áður en sumarhlé tekur við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×