Í útrás með samfestinga eftir auglýsingu á Facebook 21. maí 2012 15:00 Bingó! Karl Garðarsson framleiðir samfestinga sem eru ekki einungis vinsælir meðal Íslendinga því hann hefur nú selt milli 7-800 stykki til Danmerkur. Fréttablaðið/hag „Það er óhætt að segja að samfestingurinn sé kominn í útrás. Þetta hefur gengið mjög vel," segir Karl Garðarsson eigandi fyrirtækisins Weezo sem selur samfestinga fyrir fullorðna. Gallarnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi en Karl hefur selt um 3.000 stykki síðan síðasta sumar. Í mars keypti Karl auglýsingar fyrir Weezo-samfestingana á Facebook í Danmörku og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. „Nú höfum við selt milli 7-800 galla til útlanda og eru Danirnir okkar helstu kúnnar. Það er miklu meira en við bjuggumst við og sýnir bara mátt samskiptasíðunnar og netsins," segir Karl en samfestingarnir fást einungis í vefversluninni Weezo.is. „Ástæðan fyrir að okkar gallar eru vinsælir er að við erum að selja þá á betra verði en er annars staðar. Okkar samfestingar eru frá 12 þúsund krónum en ég veit til þess að búðir úti eru að selja alveg eins galla á 30-35 þúsund krónur. Svo það borgar sig fyrir Danina að versla við okkur þrátt fyrir tolla og sendingarkostnað." Bómullarsamfestingurinn með hettu hefur verið vinsæll hjá frændum okkar í Skandinavíu um nokkurt skeið en það var síðasta sumar sem Íslendingar tóku við sér. Gallarnir eru framleiddir fyrir Karl í Kína. „Við sjáum greinilegt sölumunstur milli bæja úti á landi og ég held að við höfum selt fleiri samfestinga til Neskaupstaðar en fjöldi íbúa er þar. Nú eru Vestmannaeyjar að taka við sér en við höfum selt minnst til höfuðborgarsvæðisins. Ætli tískan sé ekki misjöfn milli landshluta?" Fyrirtækið var stofnað síðasta sumar og óhætt er að segja að Karl hafi hitt naglann á höfuðið með því að hefja sölu samfestinganna. Nú veltir litla fyrirtækið hans tugum milljóna króna og reksturinn er orðinn fullt starf hjá Karli. „Þetta er dæmi um fyrirtæki sem var búið til úr engu. Við Íslendingar höfum verið lengi að kveikja á mætti netsins en þar þarf maður ekki að hafa mikið milli handana til að stofna fyrirtæki," segir Karl sem nú þegar er byrjaður að undirbúa stækkun merkisins. „Við stoppum ekki núna og ætlum að framleiða fleiri vörur í ætt við samfestingana innan skamms." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
„Það er óhætt að segja að samfestingurinn sé kominn í útrás. Þetta hefur gengið mjög vel," segir Karl Garðarsson eigandi fyrirtækisins Weezo sem selur samfestinga fyrir fullorðna. Gallarnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi en Karl hefur selt um 3.000 stykki síðan síðasta sumar. Í mars keypti Karl auglýsingar fyrir Weezo-samfestingana á Facebook í Danmörku og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. „Nú höfum við selt milli 7-800 galla til útlanda og eru Danirnir okkar helstu kúnnar. Það er miklu meira en við bjuggumst við og sýnir bara mátt samskiptasíðunnar og netsins," segir Karl en samfestingarnir fást einungis í vefversluninni Weezo.is. „Ástæðan fyrir að okkar gallar eru vinsælir er að við erum að selja þá á betra verði en er annars staðar. Okkar samfestingar eru frá 12 þúsund krónum en ég veit til þess að búðir úti eru að selja alveg eins galla á 30-35 þúsund krónur. Svo það borgar sig fyrir Danina að versla við okkur þrátt fyrir tolla og sendingarkostnað." Bómullarsamfestingurinn með hettu hefur verið vinsæll hjá frændum okkar í Skandinavíu um nokkurt skeið en það var síðasta sumar sem Íslendingar tóku við sér. Gallarnir eru framleiddir fyrir Karl í Kína. „Við sjáum greinilegt sölumunstur milli bæja úti á landi og ég held að við höfum selt fleiri samfestinga til Neskaupstaðar en fjöldi íbúa er þar. Nú eru Vestmannaeyjar að taka við sér en við höfum selt minnst til höfuðborgarsvæðisins. Ætli tískan sé ekki misjöfn milli landshluta?" Fyrirtækið var stofnað síðasta sumar og óhætt er að segja að Karl hafi hitt naglann á höfuðið með því að hefja sölu samfestinganna. Nú veltir litla fyrirtækið hans tugum milljóna króna og reksturinn er orðinn fullt starf hjá Karli. „Þetta er dæmi um fyrirtæki sem var búið til úr engu. Við Íslendingar höfum verið lengi að kveikja á mætti netsins en þar þarf maður ekki að hafa mikið milli handana til að stofna fyrirtæki," segir Karl sem nú þegar er byrjaður að undirbúa stækkun merkisins. „Við stoppum ekki núna og ætlum að framleiða fleiri vörur í ætt við samfestingana innan skamms." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira