Þjást enn af áfallastreitu 13. október 2005 19:15 Tjón af Suðurlandsskjálftunum sumarið 2000 gæti verið helmingi meira en áður var talið. Sérfræðingar telja í nýrri úttekt að rannsaka verði burðarvirki og undirstöður allt að tvö þúsund húsa nærri upptökunum. Fimm árum eftir skjálftana er talið að allt að þúsund manns búi enn við áfallastreitu. Suðurlandsskjálftarnir stóru sumarið 2000 eru með mestu náttúruhamförum hérlendis í seinni tíð. Jafnan hefur verið talað um tvo skjálfta, þann sem varð á þjóðhátíðardaginn 17. júní og mældist 6,6 á Richter og þann sem varð skömmu eftir miðnætti 21. júní og mældist 6,5 á Richter. Minna hefur verið talað um þriðja stórskjálftann en hann kom tveimum mínútum eftir þann fyrsta og á annarri sprungu og mældist 5,7 á Richter. Jón Börkur Ákason, jarðskjálftamiðstöð HÍ á Selfossi, segir að miðskjálftinn hafi átt upptök sín rétt vestan við fyrsta skjálftann. Hann hafi valdið gífurlegri skelfingu vegna þess að mínúturnar tvær sem liðu frá því að fyrsta skjálftinn reið yfir og þar til annar skall á hafi nægt fólki til að átta sig á því að skelfilegur atbuður hefði gerst. Þegar seinni skjálftinn hafi skekið jörðina hafi gripið um sig gífurleg hræðsla. Margir hafi jafnvel haldið að þeir myndu ekki lifa atburðina af. Fjallað var um nýtt rit sem út er komið um Suðurlandsskjálftana í Norræna húsinu í dag. Í ritinu er gerð grein fyrir samfélagslegum áhrifum skjálftanna, meðal annars sálrænum, en rannsóknir sýna að allt að eitt þúsund manns búa við áfallastreitu. Jón Börkur segir um stöðugan kvíða og ótta að ræða hjá fólki og hann lýsi sér m.a. í því að minnstu hreyfingar á yfirborði jarðar, sem séu mjög tíðar á Suðurlandi, valdi miklum ótta um að jafnmiklir atburðir og urðu árið 2000 fari aftur af stað. Margir þolendur kvarti yfir þessu og nái sér hreinlega ekki. Sérfræðingar jarðskjálftamiðstöðvarinnar á Selfossi telja að gera verði úttekt á undurstöðum og burðarvirkjum allra bygginga á megináhrifasvæði jarðskjálftanna eða allt að tvö þúsund íbúðarhúsa. Jón Börkur segir að þær byggingar sem séu inni á megináhrifasvæðunum skeri sig úr og þær séu undantekningarlaust skemmdar, það sé bara spurning hversu mikið. Góðu fréttirnar séu þær að margar byggingar séu lítið skemmdar og því verði hægt að gera við þær en svo séu aðrar sem ekki borgi sig að gera við. Aðspurður hvort hann eigi við að líkur séu á því að stór hluti af byggingunum séu það mikið skemmdar að þær séu hreinlega hættulegar játar Jón Börkur því. Þetta þýðir að eignatjón í jarðskjálftunum gæti verið mun meira en áður hefur verið talið. Jón Börkur segir að skemmdirnar hafi verið metnar á 2,5 milljarðar og síðar á fimm milljarða en það sé algjört lágmark. Mjög líklega sé um hærri tölu að ræða. Á fundinum í Noræna húsinu í dag kom fram að enn væru óleyst mörg ágreiningsmál vegna tjónauppgjörs og margir tjónþolar hefðu jafnvel gefist upp. Þá kom fram það mat að það hefði verið lán í óláni að öflugasti skjálftinn skyldi verða á þjóðhátíðardaginn einmitt á þeim tíma þegar flest fólk var úti undir berum himni. Fréttir Innlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Tjón af Suðurlandsskjálftunum sumarið 2000 gæti verið helmingi meira en áður var talið. Sérfræðingar telja í nýrri úttekt að rannsaka verði burðarvirki og undirstöður allt að tvö þúsund húsa nærri upptökunum. Fimm árum eftir skjálftana er talið að allt að þúsund manns búi enn við áfallastreitu. Suðurlandsskjálftarnir stóru sumarið 2000 eru með mestu náttúruhamförum hérlendis í seinni tíð. Jafnan hefur verið talað um tvo skjálfta, þann sem varð á þjóðhátíðardaginn 17. júní og mældist 6,6 á Richter og þann sem varð skömmu eftir miðnætti 21. júní og mældist 6,5 á Richter. Minna hefur verið talað um þriðja stórskjálftann en hann kom tveimum mínútum eftir þann fyrsta og á annarri sprungu og mældist 5,7 á Richter. Jón Börkur Ákason, jarðskjálftamiðstöð HÍ á Selfossi, segir að miðskjálftinn hafi átt upptök sín rétt vestan við fyrsta skjálftann. Hann hafi valdið gífurlegri skelfingu vegna þess að mínúturnar tvær sem liðu frá því að fyrsta skjálftinn reið yfir og þar til annar skall á hafi nægt fólki til að átta sig á því að skelfilegur atbuður hefði gerst. Þegar seinni skjálftinn hafi skekið jörðina hafi gripið um sig gífurleg hræðsla. Margir hafi jafnvel haldið að þeir myndu ekki lifa atburðina af. Fjallað var um nýtt rit sem út er komið um Suðurlandsskjálftana í Norræna húsinu í dag. Í ritinu er gerð grein fyrir samfélagslegum áhrifum skjálftanna, meðal annars sálrænum, en rannsóknir sýna að allt að eitt þúsund manns búa við áfallastreitu. Jón Börkur segir um stöðugan kvíða og ótta að ræða hjá fólki og hann lýsi sér m.a. í því að minnstu hreyfingar á yfirborði jarðar, sem séu mjög tíðar á Suðurlandi, valdi miklum ótta um að jafnmiklir atburðir og urðu árið 2000 fari aftur af stað. Margir þolendur kvarti yfir þessu og nái sér hreinlega ekki. Sérfræðingar jarðskjálftamiðstöðvarinnar á Selfossi telja að gera verði úttekt á undurstöðum og burðarvirkjum allra bygginga á megináhrifasvæði jarðskjálftanna eða allt að tvö þúsund íbúðarhúsa. Jón Börkur segir að þær byggingar sem séu inni á megináhrifasvæðunum skeri sig úr og þær séu undantekningarlaust skemmdar, það sé bara spurning hversu mikið. Góðu fréttirnar séu þær að margar byggingar séu lítið skemmdar og því verði hægt að gera við þær en svo séu aðrar sem ekki borgi sig að gera við. Aðspurður hvort hann eigi við að líkur séu á því að stór hluti af byggingunum séu það mikið skemmdar að þær séu hreinlega hættulegar játar Jón Börkur því. Þetta þýðir að eignatjón í jarðskjálftunum gæti verið mun meira en áður hefur verið talið. Jón Börkur segir að skemmdirnar hafi verið metnar á 2,5 milljarðar og síðar á fimm milljarða en það sé algjört lágmark. Mjög líklega sé um hærri tölu að ræða. Á fundinum í Noræna húsinu í dag kom fram að enn væru óleyst mörg ágreiningsmál vegna tjónauppgjörs og margir tjónþolar hefðu jafnvel gefist upp. Þá kom fram það mat að það hefði verið lán í óláni að öflugasti skjálftinn skyldi verða á þjóðhátíðardaginn einmitt á þeim tíma þegar flest fólk var úti undir berum himni.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira