Þjást enn af áfallastreitu 13. október 2005 19:15 Tjón af Suðurlandsskjálftunum sumarið 2000 gæti verið helmingi meira en áður var talið. Sérfræðingar telja í nýrri úttekt að rannsaka verði burðarvirki og undirstöður allt að tvö þúsund húsa nærri upptökunum. Fimm árum eftir skjálftana er talið að allt að þúsund manns búi enn við áfallastreitu. Suðurlandsskjálftarnir stóru sumarið 2000 eru með mestu náttúruhamförum hérlendis í seinni tíð. Jafnan hefur verið talað um tvo skjálfta, þann sem varð á þjóðhátíðardaginn 17. júní og mældist 6,6 á Richter og þann sem varð skömmu eftir miðnætti 21. júní og mældist 6,5 á Richter. Minna hefur verið talað um þriðja stórskjálftann en hann kom tveimum mínútum eftir þann fyrsta og á annarri sprungu og mældist 5,7 á Richter. Jón Börkur Ákason, jarðskjálftamiðstöð HÍ á Selfossi, segir að miðskjálftinn hafi átt upptök sín rétt vestan við fyrsta skjálftann. Hann hafi valdið gífurlegri skelfingu vegna þess að mínúturnar tvær sem liðu frá því að fyrsta skjálftinn reið yfir og þar til annar skall á hafi nægt fólki til að átta sig á því að skelfilegur atbuður hefði gerst. Þegar seinni skjálftinn hafi skekið jörðina hafi gripið um sig gífurleg hræðsla. Margir hafi jafnvel haldið að þeir myndu ekki lifa atburðina af. Fjallað var um nýtt rit sem út er komið um Suðurlandsskjálftana í Norræna húsinu í dag. Í ritinu er gerð grein fyrir samfélagslegum áhrifum skjálftanna, meðal annars sálrænum, en rannsóknir sýna að allt að eitt þúsund manns búa við áfallastreitu. Jón Börkur segir um stöðugan kvíða og ótta að ræða hjá fólki og hann lýsi sér m.a. í því að minnstu hreyfingar á yfirborði jarðar, sem séu mjög tíðar á Suðurlandi, valdi miklum ótta um að jafnmiklir atburðir og urðu árið 2000 fari aftur af stað. Margir þolendur kvarti yfir þessu og nái sér hreinlega ekki. Sérfræðingar jarðskjálftamiðstöðvarinnar á Selfossi telja að gera verði úttekt á undurstöðum og burðarvirkjum allra bygginga á megináhrifasvæði jarðskjálftanna eða allt að tvö þúsund íbúðarhúsa. Jón Börkur segir að þær byggingar sem séu inni á megináhrifasvæðunum skeri sig úr og þær séu undantekningarlaust skemmdar, það sé bara spurning hversu mikið. Góðu fréttirnar séu þær að margar byggingar séu lítið skemmdar og því verði hægt að gera við þær en svo séu aðrar sem ekki borgi sig að gera við. Aðspurður hvort hann eigi við að líkur séu á því að stór hluti af byggingunum séu það mikið skemmdar að þær séu hreinlega hættulegar játar Jón Börkur því. Þetta þýðir að eignatjón í jarðskjálftunum gæti verið mun meira en áður hefur verið talið. Jón Börkur segir að skemmdirnar hafi verið metnar á 2,5 milljarðar og síðar á fimm milljarða en það sé algjört lágmark. Mjög líklega sé um hærri tölu að ræða. Á fundinum í Noræna húsinu í dag kom fram að enn væru óleyst mörg ágreiningsmál vegna tjónauppgjörs og margir tjónþolar hefðu jafnvel gefist upp. Þá kom fram það mat að það hefði verið lán í óláni að öflugasti skjálftinn skyldi verða á þjóðhátíðardaginn einmitt á þeim tíma þegar flest fólk var úti undir berum himni. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Tjón af Suðurlandsskjálftunum sumarið 2000 gæti verið helmingi meira en áður var talið. Sérfræðingar telja í nýrri úttekt að rannsaka verði burðarvirki og undirstöður allt að tvö þúsund húsa nærri upptökunum. Fimm árum eftir skjálftana er talið að allt að þúsund manns búi enn við áfallastreitu. Suðurlandsskjálftarnir stóru sumarið 2000 eru með mestu náttúruhamförum hérlendis í seinni tíð. Jafnan hefur verið talað um tvo skjálfta, þann sem varð á þjóðhátíðardaginn 17. júní og mældist 6,6 á Richter og þann sem varð skömmu eftir miðnætti 21. júní og mældist 6,5 á Richter. Minna hefur verið talað um þriðja stórskjálftann en hann kom tveimum mínútum eftir þann fyrsta og á annarri sprungu og mældist 5,7 á Richter. Jón Börkur Ákason, jarðskjálftamiðstöð HÍ á Selfossi, segir að miðskjálftinn hafi átt upptök sín rétt vestan við fyrsta skjálftann. Hann hafi valdið gífurlegri skelfingu vegna þess að mínúturnar tvær sem liðu frá því að fyrsta skjálftinn reið yfir og þar til annar skall á hafi nægt fólki til að átta sig á því að skelfilegur atbuður hefði gerst. Þegar seinni skjálftinn hafi skekið jörðina hafi gripið um sig gífurleg hræðsla. Margir hafi jafnvel haldið að þeir myndu ekki lifa atburðina af. Fjallað var um nýtt rit sem út er komið um Suðurlandsskjálftana í Norræna húsinu í dag. Í ritinu er gerð grein fyrir samfélagslegum áhrifum skjálftanna, meðal annars sálrænum, en rannsóknir sýna að allt að eitt þúsund manns búa við áfallastreitu. Jón Börkur segir um stöðugan kvíða og ótta að ræða hjá fólki og hann lýsi sér m.a. í því að minnstu hreyfingar á yfirborði jarðar, sem séu mjög tíðar á Suðurlandi, valdi miklum ótta um að jafnmiklir atburðir og urðu árið 2000 fari aftur af stað. Margir þolendur kvarti yfir þessu og nái sér hreinlega ekki. Sérfræðingar jarðskjálftamiðstöðvarinnar á Selfossi telja að gera verði úttekt á undurstöðum og burðarvirkjum allra bygginga á megináhrifasvæði jarðskjálftanna eða allt að tvö þúsund íbúðarhúsa. Jón Börkur segir að þær byggingar sem séu inni á megináhrifasvæðunum skeri sig úr og þær séu undantekningarlaust skemmdar, það sé bara spurning hversu mikið. Góðu fréttirnar séu þær að margar byggingar séu lítið skemmdar og því verði hægt að gera við þær en svo séu aðrar sem ekki borgi sig að gera við. Aðspurður hvort hann eigi við að líkur séu á því að stór hluti af byggingunum séu það mikið skemmdar að þær séu hreinlega hættulegar játar Jón Börkur því. Þetta þýðir að eignatjón í jarðskjálftunum gæti verið mun meira en áður hefur verið talið. Jón Börkur segir að skemmdirnar hafi verið metnar á 2,5 milljarðar og síðar á fimm milljarða en það sé algjört lágmark. Mjög líklega sé um hærri tölu að ræða. Á fundinum í Noræna húsinu í dag kom fram að enn væru óleyst mörg ágreiningsmál vegna tjónauppgjörs og margir tjónþolar hefðu jafnvel gefist upp. Þá kom fram það mat að það hefði verið lán í óláni að öflugasti skjálftinn skyldi verða á þjóðhátíðardaginn einmitt á þeim tíma þegar flest fólk var úti undir berum himni.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira