Innlent

Frestun hækkar lífeyrisréttindi ráðherra

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson

Ögmundur Jónasson þingmaður Vg sagði á Alþingi fyrir stundu að ráðherrar ríkisstjórnarinnar myndu hækka lífeyrisgreiðslur sínar um 10-15 þúsund krónur á mánuði með því að fresta gildingu laga um eftirlaun æðstu embættismanna landsins. Frumvarpinu er ætlað að taka gildi þann 1.júlí en ýmsar breytingartillögur á því voru felldar í morgun.

„Sú ákvörðun að hanga á þessu í hálft ár mun bæta eftirlaunaréttindi þeirra sem verma þessa bekki hér um 10-15 þúsund krónur á mánuði," sagði Ögmundur og benti á ráðherrabekkina á þingi.

Sagði hann þetta skjóta skökku við á sama tíma og gert væri ráð fyrir skerðingu launa öryrkja og aldraðra í fjáraukalögunum. „Það er verið að herða að verlferðarstofnunum landins og rukka inn á spítalana. Og það á að gera það strax. Er þetta stórmannalegt? Nei."

Annarri umræðu um furmvarpið lauk þar og var frumvarpinu vísað til þeirrar þriðju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×