Háskólar semja um nemendaskipti 13. október 2005 19:15 Á næstu árum mun íslenskum háskólanemendum fjölga til mikilla muna, en bæði Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa náð samningum við skóla í Shanghai um að skiptast á nemendum. Að stunda nám í Kína gefur íslenskum námsmönnum einstakt tækifæri til að kynnast því hvernig lífið gengur fyrir sig í samfélagi svo fjarri okkur. Flestir þeirra nemenda sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hafa áhuga á viðskiptum og vilja taka þátt í þeirri hröðu uppbyggingu sem á sér stað í Kína. Þar komu fram hugmyndir um að flytja út allt frá plastparketi og hátæknivörum til jurtaviagra. Shanghai er mögnuð borg. Þar búa um 13 milljónir manna á tiltölulega litlu svæði og uppbyggingin er gríðarlega hröð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslans, segir að borgarstjóri Sahnghai hafi sagt sér að þegar Hu, foreti Kína, hefði komið til borgarinnar fyrir skömmu hefði hann tilkynnt að það væri stefna Kína að Shanghai yrði heimsborg. Það sé merkilegt markmið vegna þess að heimsborgir séu borgir frelsis og tilfinninga og strauma milli fólks. Haukur Halldórsson, nemandi frá Bifröst sem starfar í Kína, segir að allir þeir sem hann þekki í Shanghai séu sammála um að það sé mjög gott að vera í Shanghai nú um stundir því það sé mikið að gerast. Háskólinn í Reykjavík náði á dögunum samningi við Ceibs-viðskiptaháskólann í Shanghai sem talinn er einn allra besti viðskiptaháskóli Asíu. Samningurinn felur í sér nemendaskipti í MBA-námi og er gert ráð fyrir að kínversku nemendurnir muni geta unnið fyrir íslensk fyrirtæki á meðan námi þeirra hér stendur. Ólafur Ragnar segir kínverskunám nú orðið nánast jafn mikilvægt og enskunámið þegar hann hélt utan í framhaldsnám. Karen Briem, nemi í kínversku við Pekingháskóla, segir að það hafi verið mjög gott að fara til Kína og ná grunnfærni í kínversku áður en hún fari að gera eitthvað meira. Þorgerður Þórðardóttir, sem einnig nemur kínversku í Pekingháskóla, hefur einnig lokið viðskiptafræði. Hún er á öðru ári sínu og segist vilja vera áfram í Kína og leita að tækifærum. Fréttir Innlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira
Á næstu árum mun íslenskum háskólanemendum fjölga til mikilla muna, en bæði Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa náð samningum við skóla í Shanghai um að skiptast á nemendum. Að stunda nám í Kína gefur íslenskum námsmönnum einstakt tækifæri til að kynnast því hvernig lífið gengur fyrir sig í samfélagi svo fjarri okkur. Flestir þeirra nemenda sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hafa áhuga á viðskiptum og vilja taka þátt í þeirri hröðu uppbyggingu sem á sér stað í Kína. Þar komu fram hugmyndir um að flytja út allt frá plastparketi og hátæknivörum til jurtaviagra. Shanghai er mögnuð borg. Þar búa um 13 milljónir manna á tiltölulega litlu svæði og uppbyggingin er gríðarlega hröð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslans, segir að borgarstjóri Sahnghai hafi sagt sér að þegar Hu, foreti Kína, hefði komið til borgarinnar fyrir skömmu hefði hann tilkynnt að það væri stefna Kína að Shanghai yrði heimsborg. Það sé merkilegt markmið vegna þess að heimsborgir séu borgir frelsis og tilfinninga og strauma milli fólks. Haukur Halldórsson, nemandi frá Bifröst sem starfar í Kína, segir að allir þeir sem hann þekki í Shanghai séu sammála um að það sé mjög gott að vera í Shanghai nú um stundir því það sé mikið að gerast. Háskólinn í Reykjavík náði á dögunum samningi við Ceibs-viðskiptaháskólann í Shanghai sem talinn er einn allra besti viðskiptaháskóli Asíu. Samningurinn felur í sér nemendaskipti í MBA-námi og er gert ráð fyrir að kínversku nemendurnir muni geta unnið fyrir íslensk fyrirtæki á meðan námi þeirra hér stendur. Ólafur Ragnar segir kínverskunám nú orðið nánast jafn mikilvægt og enskunámið þegar hann hélt utan í framhaldsnám. Karen Briem, nemi í kínversku við Pekingháskóla, segir að það hafi verið mjög gott að fara til Kína og ná grunnfærni í kínversku áður en hún fari að gera eitthvað meira. Þorgerður Þórðardóttir, sem einnig nemur kínversku í Pekingháskóla, hefur einnig lokið viðskiptafræði. Hún er á öðru ári sínu og segist vilja vera áfram í Kína og leita að tækifærum.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira