Innlent

Staðfesti gæsluvarðhald yfir meintum fíkniefnasmyglara

Mennirnir voru að koma frá Hollandi.
Mennirnir voru að koma frá Hollandi.

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem handtekinn var í Leifsstöð þann 16. desember vegna gruns um að hann stæði að fíkniefnasmygli til landsins.

Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð ásamt samferðamanni sínum vegna rökstudds gruns um að hann hefði fíkniefni í fórum sínum. Við leit í farangri samferðamanns hans fann Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli um 1,5 kg af ætluðu kókaíni og um 1 kg af óþekktu efni. Var maðurinn og samferðamaður hans handteknir.

Maðurinn sætti sérstakri rannsókn og eftirliti lögreglu þar sem hann hafði nokkrum dögum áður, þann 9. desember síðastliðinn, flutt til landsins með fraktflugi 6 ferðatöskur en við skoðun tollgæslu kom í ljós að ein þeirra innihélt um 150 g af kókaíni, sem falið var inn í tölvuflakkara. Var honum sleppt að lokinni röntgenrannsókn þann 16. desember sl. en handtekinn aftur daginn eftir þegar að hann vitjaði ferðatasknanna sem hann hafði verið skráður fyrir sem sendandi og móttakandi.

Héraðsdómur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald fram til Þorláksmessu og hefur hæstiréttur nú staðfest þann úrskurð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×