Haraldur skrifaði Geir vegna bloggs Össurar 22. desember 2008 10:22 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Ríkislögreglustjóri skrifaði forsætisráðherra bréf vegna nýlegrar bloggfærslu iðnaðarráðherra um upplýsingahvarf úr bókhaldi forsetaembættisins. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, gerir jólatónleika lögreglukórsins að umfjöllunarefni á heimasíðu sinni og greinir frá því að helstu forystumenn lögreglunnar hafi mætt fyrir utan Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra. Össur telur að Haraldur hafi hugsanlega ekki komist vegna anna í vinnu. Mikið sé í gangi og það sé margt sem þurfi að fylgjast með. ,,Hugsanlega hefur hann verið að skrifa forsætisráðherra annað bréf út af nýbirtum pistli iðnaðarráðherra um upplýsingahvarf úr bókhaldi forsetaembættisins. Ég hlakka mikið til ef ég fæ afrit af því.," segir hann. Í seinustu viku fullyrti Össur að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætti við að glíma hnitmiðað áhlaup óvildarmanna sem höfðu komist yfir stolin gögn úr stjórnsýslunni um bókhald forsetaembættisins. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis birti fyrr í mánuðinum upplýsingar um símakostnað forsetaembættisins. Össur furðaði sig á því af hverju lögreglan hefði ekki skoðað hver stal gögnunum. ,,Samkvæmt því áhugaleysi virðist yfirmanni löggæslu finnast í góðu lagi þó farið sé inn í opinber skjöl sem ég hefði haldið að þyrfti sérstakan bókhaldslykil til að komast í," sagði iðnaðarráðherra í seinustu viku og bætti við að Haraldur væri ef til vill farinn að virða upplýsingalögin á sinn hátt. Í ljósi bréfaskrifa ríkislögreglustjóra vegna bloggfærslunar segir Össur að hann fá yl í sig yfir vitneskjunni um að vökulir embættismenn mikilvægra embætta séu vaktir og sofnir yfir því að grandskoða skrif borgaranna. ,,Hjá ríkislögreglustjóra eru kvöldverkin drjúg, ekki síður en morgunverkin hjá Guðrúnu Ósvífursdóttur sem spann tólfa álna garn meðan Kjartan var veginn. Sagði ekki góði dátinn Svejk að það þyrfti að vera agi í hernum?" segir Össur. Ekki náðist í iðnaðarráðherra vegna málsins. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri skrifaði forsætisráðherra bréf vegna nýlegrar bloggfærslu iðnaðarráðherra um upplýsingahvarf úr bókhaldi forsetaembættisins. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, gerir jólatónleika lögreglukórsins að umfjöllunarefni á heimasíðu sinni og greinir frá því að helstu forystumenn lögreglunnar hafi mætt fyrir utan Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra. Össur telur að Haraldur hafi hugsanlega ekki komist vegna anna í vinnu. Mikið sé í gangi og það sé margt sem þurfi að fylgjast með. ,,Hugsanlega hefur hann verið að skrifa forsætisráðherra annað bréf út af nýbirtum pistli iðnaðarráðherra um upplýsingahvarf úr bókhaldi forsetaembættisins. Ég hlakka mikið til ef ég fæ afrit af því.," segir hann. Í seinustu viku fullyrti Össur að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætti við að glíma hnitmiðað áhlaup óvildarmanna sem höfðu komist yfir stolin gögn úr stjórnsýslunni um bókhald forsetaembættisins. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis birti fyrr í mánuðinum upplýsingar um símakostnað forsetaembættisins. Össur furðaði sig á því af hverju lögreglan hefði ekki skoðað hver stal gögnunum. ,,Samkvæmt því áhugaleysi virðist yfirmanni löggæslu finnast í góðu lagi þó farið sé inn í opinber skjöl sem ég hefði haldið að þyrfti sérstakan bókhaldslykil til að komast í," sagði iðnaðarráðherra í seinustu viku og bætti við að Haraldur væri ef til vill farinn að virða upplýsingalögin á sinn hátt. Í ljósi bréfaskrifa ríkislögreglustjóra vegna bloggfærslunar segir Össur að hann fá yl í sig yfir vitneskjunni um að vökulir embættismenn mikilvægra embætta séu vaktir og sofnir yfir því að grandskoða skrif borgaranna. ,,Hjá ríkislögreglustjóra eru kvöldverkin drjúg, ekki síður en morgunverkin hjá Guðrúnu Ósvífursdóttur sem spann tólfa álna garn meðan Kjartan var veginn. Sagði ekki góði dátinn Svejk að það þyrfti að vera agi í hernum?" segir Össur. Ekki náðist í iðnaðarráðherra vegna málsins.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira