Innlent

Flughálka víða á landinu

Flughálka er víða á landinu og má búast við þannig færð í kvöld. Vegagerðin biður vegfarendur um að sýna aðgát. Allir vegir í nágrenni Patreksfjarðar eru ófærir.

Á Suðurlandi eru hálkublettir og þoka í Þrengslum og þoka á Hellisheiði. Þæfingur og hálka er á útvegum og hálka í uppsveitum. Á Vesturlandi er hálka. Flughálka og óveður er á Fróðárheiði. Hálka og óveður er á vestanverðu Snæfellsnesi. Mikil hálka og óveður er á Holtavörðuheiði. Flughálka er á Bröttubrekku og víðar.

Á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja. Flughálka er í Mjóafirði að Ögri. Hálka og óveður er á Gemlufallsheiði og á Flateyrarveg. Ófært er yfir Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og Eyrarfjall. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði en unnið er að mokstri. Allir vegir í nágrenni Patreksfjarðar eru ófærir.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir, snjóþekja og éljagangur. Flughálka er frá Hrútafirði að Blönduósi. Hálka er á Lágheiði. Hálka og skafrenningur er á Víkurskarði. Flughált er á Norðaustur horninu. Óveður og snjóþekja er á Mývatnsöræfum.

Á Austurlandi er hálka og snjóþekja og sumstaðar flughálka.

Á Suðausturlandi er víðast hvar flughálka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×