Áfram veginn Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 12. maí 2020 18:09 Ríkisstjórnin kynnti í dag áætlun sína um opnun landsins frá fimmtánda júní. Það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Það er ekki síst merki um mikinn árangur sem íslenskt heilbrigðis- og vísindafólk hefur náð í baráttunni við kórónuveiruna á síðustu mánuðum. Ákvörðunin um opnun landsins byggist á því að vísindin telja okkur í það góðri stöðu að við getum tekið á móti gestum að nýju. Við höfum á síðustu vikum og mánuðum notið leiðsagnar þríeykisins og munum gera það áfram. Það var gifturík ákvörðun að gefa vísindafólkinu eftir stýrið í þessum leiðangri. Kraftur þekkingarinnar í heilbrigðisvísindum hér á landi, öguð vinnubrögð lögreglumanna og annarra í smitrakningarteyminu og samstaða og samhugur þjóðarinnar eru grunnurinn að þeim árangri sem náðst hefur. Við verðum áfram árvökul, það mun ekki breytast þótt landið verði opnað, reynsla okkar er okkur dýrmæt í þeim skrefum sem stigin verða. Þrátt fyrir þessa mikilvægu ákvörðun er ljóst að við verðum áfram að huga vel að smitvörnum. Þar er handþvotturinn mikilvægastur. Það er líka brýnt að við virðum rými hvert annars og minnkum þannig hættuna á smitum. Það á reyndar ekki aðeins við um kórónuveiruna heldur aðra smitsjúkdóma. Ég hef áður ritað um mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Ferðaþjónustan er líka gríðarlega mikilvæg fyrir byggðir landsins. Segja má að hún sé lífæð byggðanna með allri sinni starfsemi vítt og breitt um landið og styðji þannig við aðrar mikilvægar atvinnugreinar eins og landbúnað og sjávarútveg. Opnun landsins veitir von um að þessi lífæð fái að nýju aukinn þrótt til að vinna að viðspyrnu landsins alls. Einnig er vert að minnast á það að sóttkví B var útvíkkuð og nær nú einnig til ferða vísindamanna, blaðamanna, æfinga íþróttaliða og síðast en ekki síst til kvikmyndagerðarfólks sem hyggur á tökur hér á landi. Áhugi kvikmyndagerðarfólks á landinu hefur lengi verið mikil og nú undanfarið hefur áhuginn aukist þar sem flest lönd hafa lokað landamærum sínum vegna veirunnar. Rétt er að taka fram að ákvörðun um opnun landsins er tekin eftir að hafa fengið ráð frá því fólki sem leitt hefur baráttuna gegn kórónuveirunni. Þótt skrefin séu stór þá eru þau varfærin og verða metin á reglubundinn hátt. Við förum áfram varlega en bjóðum gesti velkomna. Þannig höldum við áfram veginn. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag áætlun sína um opnun landsins frá fimmtánda júní. Það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Það er ekki síst merki um mikinn árangur sem íslenskt heilbrigðis- og vísindafólk hefur náð í baráttunni við kórónuveiruna á síðustu mánuðum. Ákvörðunin um opnun landsins byggist á því að vísindin telja okkur í það góðri stöðu að við getum tekið á móti gestum að nýju. Við höfum á síðustu vikum og mánuðum notið leiðsagnar þríeykisins og munum gera það áfram. Það var gifturík ákvörðun að gefa vísindafólkinu eftir stýrið í þessum leiðangri. Kraftur þekkingarinnar í heilbrigðisvísindum hér á landi, öguð vinnubrögð lögreglumanna og annarra í smitrakningarteyminu og samstaða og samhugur þjóðarinnar eru grunnurinn að þeim árangri sem náðst hefur. Við verðum áfram árvökul, það mun ekki breytast þótt landið verði opnað, reynsla okkar er okkur dýrmæt í þeim skrefum sem stigin verða. Þrátt fyrir þessa mikilvægu ákvörðun er ljóst að við verðum áfram að huga vel að smitvörnum. Þar er handþvotturinn mikilvægastur. Það er líka brýnt að við virðum rými hvert annars og minnkum þannig hættuna á smitum. Það á reyndar ekki aðeins við um kórónuveiruna heldur aðra smitsjúkdóma. Ég hef áður ritað um mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Ferðaþjónustan er líka gríðarlega mikilvæg fyrir byggðir landsins. Segja má að hún sé lífæð byggðanna með allri sinni starfsemi vítt og breitt um landið og styðji þannig við aðrar mikilvægar atvinnugreinar eins og landbúnað og sjávarútveg. Opnun landsins veitir von um að þessi lífæð fái að nýju aukinn þrótt til að vinna að viðspyrnu landsins alls. Einnig er vert að minnast á það að sóttkví B var útvíkkuð og nær nú einnig til ferða vísindamanna, blaðamanna, æfinga íþróttaliða og síðast en ekki síst til kvikmyndagerðarfólks sem hyggur á tökur hér á landi. Áhugi kvikmyndagerðarfólks á landinu hefur lengi verið mikil og nú undanfarið hefur áhuginn aukist þar sem flest lönd hafa lokað landamærum sínum vegna veirunnar. Rétt er að taka fram að ákvörðun um opnun landsins er tekin eftir að hafa fengið ráð frá því fólki sem leitt hefur baráttuna gegn kórónuveirunni. Þótt skrefin séu stór þá eru þau varfærin og verða metin á reglubundinn hátt. Við förum áfram varlega en bjóðum gesti velkomna. Þannig höldum við áfram veginn. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun