Handbolti

Seinni bylgjan: Fleygt á auglýsingaskilti, klaufagangur og Arna reið

Sindri Sverrisson skrifar
Ari Magnús Þorgeirsson skorar úr eins góðu færi og þau gerast.
Ari Magnús Þorgeirsson skorar úr eins góðu færi og þau gerast. vísir/skjáskot

Kostulegur klaufaskapur, banvænt augnaráð og kampakátir knattspyrnumenn var meðal þess sem bar fyrir augu í Seinni bylgjunni í gærkvöld í dagskrárliðnum vinsæla „Hvað ertu að gera maður?“.

Henry Birgir Gunnarsson var með þá Arnar Pétursson og Ágúst Jóhannsson sér til fulltingis í þættinum þar sem farið var yfir gang mála í Olís-deildunum í handbolta. Innslagið má sjá hér að neðan.

Óhætt er að segja að Ari Magnús Þorgeirsson og Jóhann Birgir Ingvarsson hafi gerst sekir um klaufaleg mistök í 17. umferð Olís-deildar karla, líkt og fleiri, og Arna Sif Pálsdóttir hafði engan húmor fyrir því þegar boltanum var kastað í hana. Þjálfari hennar, fyrrnefndur Ágúst, átti svo erfitt með að halda sér í treyjunni þegar honum blöskraði ákvörðun dómara.

Þetta og fleira til má sjá í innslaginu hér að neðan.

Klippa: Hvað ertu að gera maður?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×