Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2016 20:45 Landsvirkjun sér fram á að arðgreiðslur fyrirtækisins til eiganda síns gætu hækkað í tíu til tuttugu milljarða króna á ári á næstu tveimur til þremur árum. Afkoman er það góð að fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. Landsvirkjun hefur aldrei selt jafnmikið af raforku og í fyrra, sem vó upp lágt álverð. Niðurstaðan sem forstjórinn Hörður Arnarson kynnti fréttamönnum og fulltrúum greiningarfyrirtækja í dag er sú að ellefu milljarða króna hagnaður sé góð afkoma í krefjandi umhverfi. „Við höfum á síðustu rúmum fimm árum verið að lækka skuldir um yfir hundrað milljarða á sama tíma og við höfum verið að fjárfesta líka í nýjum virkjunum og viðhaldið okkar virkjunum mjög vel,“ segir Hörður.Í hálfrar aldar sögu Landsvirkjunar hefur staða fyrirtækisins aldrei verið jafn sterk. Hreinar eignir umfram skuldir nema um 245 milljörðum króna. Sterkt eiginfjárhlutfall endurspeglast í vaxandi trausti sem fyrirtækið nýtur á erlendum lánamörkuðum, segir forstjórinn. Þá stefnir í að Landsvirkjun verði með tvær virkjanir í smíðum á sama tíma, sem ekki hefur áður gerst, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun 2. Hörður segir Landsvirkjun gera ráð fyrir að byggja þær báðar án þess að skuldir aukist, með framlögum úr rekstri, og jafnvel þannig að skuldir lækki. Jafnframt sér fyrirtækið fram á að geta stóraukið arðgreiðslur. „Miðað við varfærnar forsendur þá teljum við að eftir 2-3 ár gætum við aukið arðgreiðslurnar. Við höfum verið að borga undanfarin ár um einn og hálfan milljarð, sem er ekki mikið fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun. En okkar mat er að þetta gæti farið upp í 10-20 milljarða á ári,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Forstjóri Landsvirkjunar sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík til að bæta samningsstöðu sína. 17. desember 2015 20:00 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19 Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34 Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira
Landsvirkjun sér fram á að arðgreiðslur fyrirtækisins til eiganda síns gætu hækkað í tíu til tuttugu milljarða króna á ári á næstu tveimur til þremur árum. Afkoman er það góð að fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. Landsvirkjun hefur aldrei selt jafnmikið af raforku og í fyrra, sem vó upp lágt álverð. Niðurstaðan sem forstjórinn Hörður Arnarson kynnti fréttamönnum og fulltrúum greiningarfyrirtækja í dag er sú að ellefu milljarða króna hagnaður sé góð afkoma í krefjandi umhverfi. „Við höfum á síðustu rúmum fimm árum verið að lækka skuldir um yfir hundrað milljarða á sama tíma og við höfum verið að fjárfesta líka í nýjum virkjunum og viðhaldið okkar virkjunum mjög vel,“ segir Hörður.Í hálfrar aldar sögu Landsvirkjunar hefur staða fyrirtækisins aldrei verið jafn sterk. Hreinar eignir umfram skuldir nema um 245 milljörðum króna. Sterkt eiginfjárhlutfall endurspeglast í vaxandi trausti sem fyrirtækið nýtur á erlendum lánamörkuðum, segir forstjórinn. Þá stefnir í að Landsvirkjun verði með tvær virkjanir í smíðum á sama tíma, sem ekki hefur áður gerst, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun 2. Hörður segir Landsvirkjun gera ráð fyrir að byggja þær báðar án þess að skuldir aukist, með framlögum úr rekstri, og jafnvel þannig að skuldir lækki. Jafnframt sér fyrirtækið fram á að geta stóraukið arðgreiðslur. „Miðað við varfærnar forsendur þá teljum við að eftir 2-3 ár gætum við aukið arðgreiðslurnar. Við höfum verið að borga undanfarin ár um einn og hálfan milljarð, sem er ekki mikið fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun. En okkar mat er að þetta gæti farið upp í 10-20 milljarða á ári,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Forstjóri Landsvirkjunar sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík til að bæta samningsstöðu sína. 17. desember 2015 20:00 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19 Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34 Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira
Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Forstjóri Landsvirkjunar sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík til að bæta samningsstöðu sína. 17. desember 2015 20:00
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19
Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34