Viðskipti innlent

Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm
Nettó skuldir Landsvirkjunar lækkuðu um 26 milljarða króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi fyrirtækisins. Hagnaður fyrirtæksisins nam jafnvirði 10,8 milljarða króna eða 84,2 milljónum dollara, samanborið við 78,4 milljónir dollara árið áður.

Þrátt fyrir aukinn hagnað sýnir ársreikningurinn að rekstrartekjur drógust saman. Það gerði rekstrar- og viðhaldskostnaður einnig. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins því 206 milljónir dollara 2015 samanborið við 218 milljónir árið á undan. 

Rekstrarhagnaður var því um 12 milljónum dollara lægri áið 2015 en árið áður.

Ákvörðun um arðgreiðslur til eigenda fyrirtækisins, ríkissjóðs, verða ákveðnar á aðalfundi en þangað til verður hagnaði fyrirtæksisins á síðasta ári færður til hækkunar á eigin fé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×