Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2015 20:00 Landsvirkjun og Norðurál takast nú hart á um endurskoðun raforkusamnings. Forstjóri Landsvirkjunar upplýsti þetta á fundi með fréttamönnum í dag þar sem hann sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík í því skyni að bæta samningsstöðu sína. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar boðaði til fundarins einkum til að verða við óskum fréttamanna um viðbrögð vegna óvissu sem skapaðist um gildi raforkusamnings við Rio Tinto Alcan ef álverinu yrði lokað vegna kjaradeilu. Forstjórinn svaraði minnstu um það, bar við trúnaði, sagði þó að ríkar ábyrgðir væru fyrir að afhenda orku og að borga fyrir hana. Þess í stað varð helsta umræðuefnið viðræður við Norðurál um nýjan orkusamning og sagði Hörður að Landsvirkjun hefði fullan hug á að endursemja við Norðurál á hagstæðum kjörum. Þar væri þó hart tekist á. „Það virðist hins vegar vera í þessari deilu að stjórnendur Norðuráls telji sér hag af því að tengja þessa erfiðu deilu í Straumsvík inn í sínar samningaviðræður í því að reyna að bæta sína samningsstöðu. Ég tel það óheppilegt. Í fyrsta lagi bætir það ekki samningsstöðuna gagnvart okkur og í öðru lagi tel ég þetta trufla viðræðurnar í Straumsvík.“ Hörður ýjaði að því að þetta hefði gerst í gegnum bloggskrif á netinu og nefndi meðal annars að skrif Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, hlytu að vera byggð á upplýsingum frá Norðuráli. „Þarna er verið að takast á um hagsmuni upp á tugi og hundruð milljarða. Við þær aðstæður er algerlega eðlilegt að það sé tekist fast á,“ sagði Hörður um samninga um orkuauðlindir þjóðarinnar. Getum hefur verið leitt að því að Landsvirkjun vilji fá 35 dollara fyrir megavattstund sem gæti verið 50 prósenta hækkun. Hörður vildi ekki staðfesta þær tölur, sagði þó að nýr samningur hlyti að þýða umtalsverða hækkun. Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfur vísar orðum forstjóra Landsvirkjunar á bug Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vísar því alfarið á bug að gagnrýni hans á Landsvirkjun og rafmagnssamninga fyrirtækisins byggi á upplýsingum frá Norðuráli. 17. desember 2015 17:30 Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30 Telur Rio Tinto tilbúið að stanga Landsvirkjun Hótun um lokun álversins í Straumsvík beinist í raun að Landsvirkjun til að þrýsta á um lækkun orkuverðs. 4. desember 2015 21:00 Náðu ekki samningum við Landsvirkjun um viðbótarorku Elkem Ísland lækkar álag á ofnum í verksmiðjunni. 14. desember 2015 18:09 Alcan sagt vilja losna við raforkukaup Fundi fulltrúa starfsmanna álversins í Straumsvík með fulltrúum fyrirtækisins hjá ríkissáttasemjara var slitið í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Byrjað verður að loka álverinu að óbreyttu. 1. desember 2015 07:00 Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Landsvirkjun og Norðurál takast nú hart á um endurskoðun raforkusamnings. Forstjóri Landsvirkjunar upplýsti þetta á fundi með fréttamönnum í dag þar sem hann sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík í því skyni að bæta samningsstöðu sína. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar boðaði til fundarins einkum til að verða við óskum fréttamanna um viðbrögð vegna óvissu sem skapaðist um gildi raforkusamnings við Rio Tinto Alcan ef álverinu yrði lokað vegna kjaradeilu. Forstjórinn svaraði minnstu um það, bar við trúnaði, sagði þó að ríkar ábyrgðir væru fyrir að afhenda orku og að borga fyrir hana. Þess í stað varð helsta umræðuefnið viðræður við Norðurál um nýjan orkusamning og sagði Hörður að Landsvirkjun hefði fullan hug á að endursemja við Norðurál á hagstæðum kjörum. Þar væri þó hart tekist á. „Það virðist hins vegar vera í þessari deilu að stjórnendur Norðuráls telji sér hag af því að tengja þessa erfiðu deilu í Straumsvík inn í sínar samningaviðræður í því að reyna að bæta sína samningsstöðu. Ég tel það óheppilegt. Í fyrsta lagi bætir það ekki samningsstöðuna gagnvart okkur og í öðru lagi tel ég þetta trufla viðræðurnar í Straumsvík.“ Hörður ýjaði að því að þetta hefði gerst í gegnum bloggskrif á netinu og nefndi meðal annars að skrif Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, hlytu að vera byggð á upplýsingum frá Norðuráli. „Þarna er verið að takast á um hagsmuni upp á tugi og hundruð milljarða. Við þær aðstæður er algerlega eðlilegt að það sé tekist fast á,“ sagði Hörður um samninga um orkuauðlindir þjóðarinnar. Getum hefur verið leitt að því að Landsvirkjun vilji fá 35 dollara fyrir megavattstund sem gæti verið 50 prósenta hækkun. Hörður vildi ekki staðfesta þær tölur, sagði þó að nýr samningur hlyti að þýða umtalsverða hækkun.
Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfur vísar orðum forstjóra Landsvirkjunar á bug Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vísar því alfarið á bug að gagnrýni hans á Landsvirkjun og rafmagnssamninga fyrirtækisins byggi á upplýsingum frá Norðuráli. 17. desember 2015 17:30 Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30 Telur Rio Tinto tilbúið að stanga Landsvirkjun Hótun um lokun álversins í Straumsvík beinist í raun að Landsvirkjun til að þrýsta á um lækkun orkuverðs. 4. desember 2015 21:00 Náðu ekki samningum við Landsvirkjun um viðbótarorku Elkem Ísland lækkar álag á ofnum í verksmiðjunni. 14. desember 2015 18:09 Alcan sagt vilja losna við raforkukaup Fundi fulltrúa starfsmanna álversins í Straumsvík með fulltrúum fyrirtækisins hjá ríkissáttasemjara var slitið í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Byrjað verður að loka álverinu að óbreyttu. 1. desember 2015 07:00 Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Verkalýðsforkólfur vísar orðum forstjóra Landsvirkjunar á bug Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vísar því alfarið á bug að gagnrýni hans á Landsvirkjun og rafmagnssamninga fyrirtækisins byggi á upplýsingum frá Norðuráli. 17. desember 2015 17:30
Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30
Telur Rio Tinto tilbúið að stanga Landsvirkjun Hótun um lokun álversins í Straumsvík beinist í raun að Landsvirkjun til að þrýsta á um lækkun orkuverðs. 4. desember 2015 21:00
Náðu ekki samningum við Landsvirkjun um viðbótarorku Elkem Ísland lækkar álag á ofnum í verksmiðjunni. 14. desember 2015 18:09
Alcan sagt vilja losna við raforkukaup Fundi fulltrúa starfsmanna álversins í Straumsvík með fulltrúum fyrirtækisins hjá ríkissáttasemjara var slitið í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Byrjað verður að loka álverinu að óbreyttu. 1. desember 2015 07:00
Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30