Tindastóll síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2020 21:00 Stólarnir eru komnir í undanúrslit Geysisbikarsins. Vísir/Bára Tindastóll varð í kvöld fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars karla með einkar öruggum 30 stiga sigri gegn Þór Akureyri, lokatölur leiksins 99-69 Stólunum í vil. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í gær en hafði verið frestað vegna veðurs. Ljóst var fyrir leik að sigurvegari rimmu kvöldsins myndi mæta ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum. Fyrir leik var reiknað með sigri heimamanna en Tindastóll í 3. sæti Dominos deildarinnar á meðan Þórsarar berjast við falldrauginn sjálfan. Það kom svo á daginn að heimamenn reyndust mun sterkari en gestirnir frá Akureyri þó svo að þeir hafi staðið í heimamönnum í fyrsta leikhluta. Að honum loknum munaði aðeins sex stigum á liðunum og hörkuleikur í kortunum. Tindastóll setti hins vegar í fluggírinn í öðrum leikhluta og vann hann með 14 stiga mun, tókst gestunum aðeisn að skora 11 stig á þeim kafla leiksins. Munurinn þar með kominn upp í 20 stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 52-32. Gestirnir hafa eflaust ætlað að koma tvíefldir til leiks í síðari hálfleik en sá vonarneistari var fljótur að brenna út. Heimamenn höfðu tögl og hagldir í þriðja leikhluta, unnu hann með 16 stiga mun og svo leikinn á endanum með 30 stiga mun, lokatölur 99-69. Hannes Ingi Mássonvar óvænt stigahæstur í liði heimamanna en hann gerði 19 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Þar á eftir kom Gerel Simmons með 17 stig. Þá var Pétur Rúnar Bjarnason með níu stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Hjá Þór Ak. var Pablo Hernandez Montenegro stigahæstur með 12 stig. Þar með er ljóst að Tindastóll og Stjarnan mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins en undanúrslitin fara fram í Laugardalshöllinni milli 12. og 16. febrúar. Í hinum undanúrslita leiknum mætast Fjölnir og Grindavík. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Nýliðar Fjölnis slógu Keflavík út og Stjarnan afgreiddi Val | Öruggt hjá Borgnesingum í Hellinum Nýliðar Fjölnis gerðu sér lítið fyrir og slógu Keflavík út úr Geysisbikarnum og topplið Stjörnunnar afgreiddi Val. Kvennaliði Skallagríms er einnig komið í undanúrslitin. 20. janúar 2020 20:59 Sportpakkinn: „Það eru tveir möguleikar, leggjast í fósturstellingu og grenja eða halda áfram“ Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum Geysisbikars karla og kvenna í næsta mánuði. 21. janúar 2020 16:11 Leik Tindastóls og Þórs frestað en samt dregið á morgun Átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta klárast ekki í kvöld eins og áætlað var. 20. janúar 2020 14:03 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Tindastóll varð í kvöld fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars karla með einkar öruggum 30 stiga sigri gegn Þór Akureyri, lokatölur leiksins 99-69 Stólunum í vil. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í gær en hafði verið frestað vegna veðurs. Ljóst var fyrir leik að sigurvegari rimmu kvöldsins myndi mæta ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum. Fyrir leik var reiknað með sigri heimamanna en Tindastóll í 3. sæti Dominos deildarinnar á meðan Þórsarar berjast við falldrauginn sjálfan. Það kom svo á daginn að heimamenn reyndust mun sterkari en gestirnir frá Akureyri þó svo að þeir hafi staðið í heimamönnum í fyrsta leikhluta. Að honum loknum munaði aðeins sex stigum á liðunum og hörkuleikur í kortunum. Tindastóll setti hins vegar í fluggírinn í öðrum leikhluta og vann hann með 14 stiga mun, tókst gestunum aðeisn að skora 11 stig á þeim kafla leiksins. Munurinn þar með kominn upp í 20 stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 52-32. Gestirnir hafa eflaust ætlað að koma tvíefldir til leiks í síðari hálfleik en sá vonarneistari var fljótur að brenna út. Heimamenn höfðu tögl og hagldir í þriðja leikhluta, unnu hann með 16 stiga mun og svo leikinn á endanum með 30 stiga mun, lokatölur 99-69. Hannes Ingi Mássonvar óvænt stigahæstur í liði heimamanna en hann gerði 19 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Þar á eftir kom Gerel Simmons með 17 stig. Þá var Pétur Rúnar Bjarnason með níu stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Hjá Þór Ak. var Pablo Hernandez Montenegro stigahæstur með 12 stig. Þar með er ljóst að Tindastóll og Stjarnan mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins en undanúrslitin fara fram í Laugardalshöllinni milli 12. og 16. febrúar. Í hinum undanúrslita leiknum mætast Fjölnir og Grindavík.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Nýliðar Fjölnis slógu Keflavík út og Stjarnan afgreiddi Val | Öruggt hjá Borgnesingum í Hellinum Nýliðar Fjölnis gerðu sér lítið fyrir og slógu Keflavík út úr Geysisbikarnum og topplið Stjörnunnar afgreiddi Val. Kvennaliði Skallagríms er einnig komið í undanúrslitin. 20. janúar 2020 20:59 Sportpakkinn: „Það eru tveir möguleikar, leggjast í fósturstellingu og grenja eða halda áfram“ Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum Geysisbikars karla og kvenna í næsta mánuði. 21. janúar 2020 16:11 Leik Tindastóls og Þórs frestað en samt dregið á morgun Átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta klárast ekki í kvöld eins og áætlað var. 20. janúar 2020 14:03 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Nýliðar Fjölnis slógu Keflavík út og Stjarnan afgreiddi Val | Öruggt hjá Borgnesingum í Hellinum Nýliðar Fjölnis gerðu sér lítið fyrir og slógu Keflavík út úr Geysisbikarnum og topplið Stjörnunnar afgreiddi Val. Kvennaliði Skallagríms er einnig komið í undanúrslitin. 20. janúar 2020 20:59
Sportpakkinn: „Það eru tveir möguleikar, leggjast í fósturstellingu og grenja eða halda áfram“ Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum Geysisbikars karla og kvenna í næsta mánuði. 21. janúar 2020 16:11
Leik Tindastóls og Þórs frestað en samt dregið á morgun Átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta klárast ekki í kvöld eins og áætlað var. 20. janúar 2020 14:03