Tindastóll síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2020 21:00 Stólarnir eru komnir í undanúrslit Geysisbikarsins. Vísir/Bára Tindastóll varð í kvöld fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars karla með einkar öruggum 30 stiga sigri gegn Þór Akureyri, lokatölur leiksins 99-69 Stólunum í vil. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í gær en hafði verið frestað vegna veðurs. Ljóst var fyrir leik að sigurvegari rimmu kvöldsins myndi mæta ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum. Fyrir leik var reiknað með sigri heimamanna en Tindastóll í 3. sæti Dominos deildarinnar á meðan Þórsarar berjast við falldrauginn sjálfan. Það kom svo á daginn að heimamenn reyndust mun sterkari en gestirnir frá Akureyri þó svo að þeir hafi staðið í heimamönnum í fyrsta leikhluta. Að honum loknum munaði aðeins sex stigum á liðunum og hörkuleikur í kortunum. Tindastóll setti hins vegar í fluggírinn í öðrum leikhluta og vann hann með 14 stiga mun, tókst gestunum aðeisn að skora 11 stig á þeim kafla leiksins. Munurinn þar með kominn upp í 20 stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 52-32. Gestirnir hafa eflaust ætlað að koma tvíefldir til leiks í síðari hálfleik en sá vonarneistari var fljótur að brenna út. Heimamenn höfðu tögl og hagldir í þriðja leikhluta, unnu hann með 16 stiga mun og svo leikinn á endanum með 30 stiga mun, lokatölur 99-69. Hannes Ingi Mássonvar óvænt stigahæstur í liði heimamanna en hann gerði 19 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Þar á eftir kom Gerel Simmons með 17 stig. Þá var Pétur Rúnar Bjarnason með níu stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Hjá Þór Ak. var Pablo Hernandez Montenegro stigahæstur með 12 stig. Þar með er ljóst að Tindastóll og Stjarnan mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins en undanúrslitin fara fram í Laugardalshöllinni milli 12. og 16. febrúar. Í hinum undanúrslita leiknum mætast Fjölnir og Grindavík. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Nýliðar Fjölnis slógu Keflavík út og Stjarnan afgreiddi Val | Öruggt hjá Borgnesingum í Hellinum Nýliðar Fjölnis gerðu sér lítið fyrir og slógu Keflavík út úr Geysisbikarnum og topplið Stjörnunnar afgreiddi Val. Kvennaliði Skallagríms er einnig komið í undanúrslitin. 20. janúar 2020 20:59 Sportpakkinn: „Það eru tveir möguleikar, leggjast í fósturstellingu og grenja eða halda áfram“ Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum Geysisbikars karla og kvenna í næsta mánuði. 21. janúar 2020 16:11 Leik Tindastóls og Þórs frestað en samt dregið á morgun Átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta klárast ekki í kvöld eins og áætlað var. 20. janúar 2020 14:03 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Tindastóll varð í kvöld fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars karla með einkar öruggum 30 stiga sigri gegn Þór Akureyri, lokatölur leiksins 99-69 Stólunum í vil. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í gær en hafði verið frestað vegna veðurs. Ljóst var fyrir leik að sigurvegari rimmu kvöldsins myndi mæta ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum. Fyrir leik var reiknað með sigri heimamanna en Tindastóll í 3. sæti Dominos deildarinnar á meðan Þórsarar berjast við falldrauginn sjálfan. Það kom svo á daginn að heimamenn reyndust mun sterkari en gestirnir frá Akureyri þó svo að þeir hafi staðið í heimamönnum í fyrsta leikhluta. Að honum loknum munaði aðeins sex stigum á liðunum og hörkuleikur í kortunum. Tindastóll setti hins vegar í fluggírinn í öðrum leikhluta og vann hann með 14 stiga mun, tókst gestunum aðeisn að skora 11 stig á þeim kafla leiksins. Munurinn þar með kominn upp í 20 stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 52-32. Gestirnir hafa eflaust ætlað að koma tvíefldir til leiks í síðari hálfleik en sá vonarneistari var fljótur að brenna út. Heimamenn höfðu tögl og hagldir í þriðja leikhluta, unnu hann með 16 stiga mun og svo leikinn á endanum með 30 stiga mun, lokatölur 99-69. Hannes Ingi Mássonvar óvænt stigahæstur í liði heimamanna en hann gerði 19 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Þar á eftir kom Gerel Simmons með 17 stig. Þá var Pétur Rúnar Bjarnason með níu stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Hjá Þór Ak. var Pablo Hernandez Montenegro stigahæstur með 12 stig. Þar með er ljóst að Tindastóll og Stjarnan mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins en undanúrslitin fara fram í Laugardalshöllinni milli 12. og 16. febrúar. Í hinum undanúrslita leiknum mætast Fjölnir og Grindavík.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Nýliðar Fjölnis slógu Keflavík út og Stjarnan afgreiddi Val | Öruggt hjá Borgnesingum í Hellinum Nýliðar Fjölnis gerðu sér lítið fyrir og slógu Keflavík út úr Geysisbikarnum og topplið Stjörnunnar afgreiddi Val. Kvennaliði Skallagríms er einnig komið í undanúrslitin. 20. janúar 2020 20:59 Sportpakkinn: „Það eru tveir möguleikar, leggjast í fósturstellingu og grenja eða halda áfram“ Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum Geysisbikars karla og kvenna í næsta mánuði. 21. janúar 2020 16:11 Leik Tindastóls og Þórs frestað en samt dregið á morgun Átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta klárast ekki í kvöld eins og áætlað var. 20. janúar 2020 14:03 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Nýliðar Fjölnis slógu Keflavík út og Stjarnan afgreiddi Val | Öruggt hjá Borgnesingum í Hellinum Nýliðar Fjölnis gerðu sér lítið fyrir og slógu Keflavík út úr Geysisbikarnum og topplið Stjörnunnar afgreiddi Val. Kvennaliði Skallagríms er einnig komið í undanúrslitin. 20. janúar 2020 20:59
Sportpakkinn: „Það eru tveir möguleikar, leggjast í fósturstellingu og grenja eða halda áfram“ Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum Geysisbikars karla og kvenna í næsta mánuði. 21. janúar 2020 16:11
Leik Tindastóls og Þórs frestað en samt dregið á morgun Átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta klárast ekki í kvöld eins og áætlað var. 20. janúar 2020 14:03