Körfubolti

Leik Tindastóls og Þórs frestað en samt dregið á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Rafn Viggósson og félagar í Tindastólsliðinu verða bara með æfingu í Síkinu í kvöld en leikurinn við Þór fer ekki fram fyrr en á morgun.
Helgi Rafn Viggósson og félagar í Tindastólsliðinu verða bara með æfingu í Síkinu í kvöld en leikurinn við Þór fer ekki fram fyrr en á morgun. vísir/bára

Átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta klárast ekki í kvöld eins og áætlað var.

Mótanefnd hefur frestað leik Tindastóls og Þórs Akureyrar í Geysisbikar karla sem leika átti í kvöld fyrir norðan á Sauðárkróki vegna ófærðar yfir Öxnadalsheiði en þar er vegurinn lokaður nú þegar og vonskuveður.

Þetta er gert að höfðu samráði við sérfræðinga Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar sem og í samráði við bæði félögin.

Leikið verður annað kvöld þriðjudaginn 21. janúar og það verður því síðasti leikur átta liða úrslitanna.

Það verður samt dregið í undanúrslit bikarkeppninnar í hádeginu á morgun og verða því Tindastóll/Þór Akureyri saman í einni kúlu í skálinni góðu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.