Samtök sprotafyrirtækja fagna skrefum stjórnvalda í þágu nýsköpunar Íris Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 08:30 Á Íslandi eru framúrskarandi tæknifyrirtæki sem mörg eru búin að vera í örum vexti undanfarin ár, svo sem Nox Medical, Vaki, Valka, Orf Líftækni og CCP svo einhver séu nefnd. Öll þessi fyrirtæki byrjuðu sem hugmynd. Stofnendur þeirra unnu myrkranna á milli, hlutu mörg hver styrki úr Tækniþróunarsjóði, sannfærðu fjárfesta um ágæti hugmyndarinnar og tókst að lokum að vaxa í stórfyrirtæki sem nú eru með þúsundir manna í vinnu með tilheyrandi tekjum og verðmætasköpun. Í dag eru fjölmörg efnileg sprotafyrirtæki á Íslandi sem hafa alla burði til þess að ná sambærilegum árangri. Sömuleiðis spretta upp hugmyndir að nýjum fyrirtækjum. Því er algjört lykilatriði að tryggja að stuðnings- og fjármögnunarumhverfið geri sprotafyrirtækjum kleift að vaxa og dafna. Samtök sprotafyrirtækja (SSP) þakka stjórnvöldum fyrir að taka stórt skref í þágu nýsköpunar með fjölbreyttum aðgerðum sem samþykktar hafa verið á Alþingi og þann stuðning sem þingið sýndi, þvert á flokka. Endurgreiðsla vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hækkaði úr 20% í 35% sem er mikilvægur hvati fyrir nýsköpunarfyrirtæki af öllum stærðum til að leggja stund á rannsóknir og þróun. Þessi hækkun á endurgreiðslu skiptir miklu máli fyrir sprotafyrirtæki, það er þó algjör forsenda að þau geti fjármagnað sig núna til að fá endurgreiðsluna í október 2021. Eitt helsta vandamál sprotafyrirtækja er fjárstreymisvandi. Þau geta ekki farið út í banka og tekið lán fyrir framleiðslunni, vita ekki nákvæmlega hvenær næsta styrkgreiðsla berst eða síðasti fjárfestirinn tekur ákvörðun um hvort hann verði með í fjármögnuninni. Sprotafyrirtækin sem voru að fjármagna sig þegar COVID-19 skall á, eða ætluðu að gera það síðar á árinu, standa nú frammi fyrir mikilli óvissu varðandi áframhaldandi rekstur þar sem fjárfestar halda að sér höndum. Þau hafa ekki getað nýtt sér þau neyðarúrræði sem býðst hefðbundnari fyrirtækjum og standa frammi fyrir miklum lausafjárvanda. Fari þessi fyrirtæki í þrot er það stórslys, milljarða verðmæti í formi styrkja, fjárfestinga og fórnarkostnaði frumkvöðla yrðu að engu. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld leggi áherslu á skjótvirkar aðgerðir, fjármunir þurfa að komast í umferð sem allra fyrst til þess að koma í veg fyrir að frumkvöðlar, sem hefðu getað unnið að því að skapa fleiri störf, endi í sívaxandi hópi atvinnulausra. SSP hefur lagt áherslu á að sprotafyrirtæki geti á þessu ári fengið endurgreiðslu vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrr en venja er og að sjóðir sem eru nú þegar til, verði efldir. Þetta snýst nefnilega um hraða. Sjóðasjóðurinn Kría lofar góðu, svo og stuðnings-Kría, en mikilvægt er að vanda til verka. Því mælir SSP með að brugðist verði strax við með því að nýta þá innviði sem eru til staðar og hafa sannað sig. Við hvetjum stjórnvöld til að leggja áherslu á eftirfarandi aðgerðir í þágu sprotafyrirtækja: Efna loforð um að flýta endurgreiðslu skatts vegna rannsóknar- og þróunarverkefna sem allra fyrst, það getur verið dýrkeypt að bíða fram á haust. Efla sjóði Rannís enn frekar. Tækniþróunarsjóður er líflind svo margra þróunarverkefna og hefur skilað mögnuðum árangri, þarna verða nýju störfin til. Hvað með að styrkja öll verkefni sem fá A einkunn? Auka fjárfestingar ríkisins í nýsköpun gegnum Nýsköpunarsjóð Atvinnulífsins og síðar gegnum Kríu. Tryggja rétt sprotafyrirtækja til stuðningsúrræða ríkisstjórnarinnar en sprotafyrirtæki eru um margt eðlisólík þeim fyrirtækjum sem sótt geta stuðning. Nýir vindar blása í íslensku samfélagi með boðaðri sókn ríkisstjórnarinnar í nýsköpun og áherslu á sprota- og frumkvöðlastarfsemi. SSP fagnar þessum áherslum stjórnvalda því við trúum að þær séu forsendan fyrir öflugri viðspyrnu í efnahagslífinu eftir þá niðursveiflu sem COVID-19 veldur. Fyrir hönd stjórnar SSP, Íris Ólafsdóttir Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Kúlu 3D. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru framúrskarandi tæknifyrirtæki sem mörg eru búin að vera í örum vexti undanfarin ár, svo sem Nox Medical, Vaki, Valka, Orf Líftækni og CCP svo einhver séu nefnd. Öll þessi fyrirtæki byrjuðu sem hugmynd. Stofnendur þeirra unnu myrkranna á milli, hlutu mörg hver styrki úr Tækniþróunarsjóði, sannfærðu fjárfesta um ágæti hugmyndarinnar og tókst að lokum að vaxa í stórfyrirtæki sem nú eru með þúsundir manna í vinnu með tilheyrandi tekjum og verðmætasköpun. Í dag eru fjölmörg efnileg sprotafyrirtæki á Íslandi sem hafa alla burði til þess að ná sambærilegum árangri. Sömuleiðis spretta upp hugmyndir að nýjum fyrirtækjum. Því er algjört lykilatriði að tryggja að stuðnings- og fjármögnunarumhverfið geri sprotafyrirtækjum kleift að vaxa og dafna. Samtök sprotafyrirtækja (SSP) þakka stjórnvöldum fyrir að taka stórt skref í þágu nýsköpunar með fjölbreyttum aðgerðum sem samþykktar hafa verið á Alþingi og þann stuðning sem þingið sýndi, þvert á flokka. Endurgreiðsla vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hækkaði úr 20% í 35% sem er mikilvægur hvati fyrir nýsköpunarfyrirtæki af öllum stærðum til að leggja stund á rannsóknir og þróun. Þessi hækkun á endurgreiðslu skiptir miklu máli fyrir sprotafyrirtæki, það er þó algjör forsenda að þau geti fjármagnað sig núna til að fá endurgreiðsluna í október 2021. Eitt helsta vandamál sprotafyrirtækja er fjárstreymisvandi. Þau geta ekki farið út í banka og tekið lán fyrir framleiðslunni, vita ekki nákvæmlega hvenær næsta styrkgreiðsla berst eða síðasti fjárfestirinn tekur ákvörðun um hvort hann verði með í fjármögnuninni. Sprotafyrirtækin sem voru að fjármagna sig þegar COVID-19 skall á, eða ætluðu að gera það síðar á árinu, standa nú frammi fyrir mikilli óvissu varðandi áframhaldandi rekstur þar sem fjárfestar halda að sér höndum. Þau hafa ekki getað nýtt sér þau neyðarúrræði sem býðst hefðbundnari fyrirtækjum og standa frammi fyrir miklum lausafjárvanda. Fari þessi fyrirtæki í þrot er það stórslys, milljarða verðmæti í formi styrkja, fjárfestinga og fórnarkostnaði frumkvöðla yrðu að engu. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld leggi áherslu á skjótvirkar aðgerðir, fjármunir þurfa að komast í umferð sem allra fyrst til þess að koma í veg fyrir að frumkvöðlar, sem hefðu getað unnið að því að skapa fleiri störf, endi í sívaxandi hópi atvinnulausra. SSP hefur lagt áherslu á að sprotafyrirtæki geti á þessu ári fengið endurgreiðslu vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrr en venja er og að sjóðir sem eru nú þegar til, verði efldir. Þetta snýst nefnilega um hraða. Sjóðasjóðurinn Kría lofar góðu, svo og stuðnings-Kría, en mikilvægt er að vanda til verka. Því mælir SSP með að brugðist verði strax við með því að nýta þá innviði sem eru til staðar og hafa sannað sig. Við hvetjum stjórnvöld til að leggja áherslu á eftirfarandi aðgerðir í þágu sprotafyrirtækja: Efna loforð um að flýta endurgreiðslu skatts vegna rannsóknar- og þróunarverkefna sem allra fyrst, það getur verið dýrkeypt að bíða fram á haust. Efla sjóði Rannís enn frekar. Tækniþróunarsjóður er líflind svo margra þróunarverkefna og hefur skilað mögnuðum árangri, þarna verða nýju störfin til. Hvað með að styrkja öll verkefni sem fá A einkunn? Auka fjárfestingar ríkisins í nýsköpun gegnum Nýsköpunarsjóð Atvinnulífsins og síðar gegnum Kríu. Tryggja rétt sprotafyrirtækja til stuðningsúrræða ríkisstjórnarinnar en sprotafyrirtæki eru um margt eðlisólík þeim fyrirtækjum sem sótt geta stuðning. Nýir vindar blása í íslensku samfélagi með boðaðri sókn ríkisstjórnarinnar í nýsköpun og áherslu á sprota- og frumkvöðlastarfsemi. SSP fagnar þessum áherslum stjórnvalda því við trúum að þær séu forsendan fyrir öflugri viðspyrnu í efnahagslífinu eftir þá niðursveiflu sem COVID-19 veldur. Fyrir hönd stjórnar SSP, Íris Ólafsdóttir Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Kúlu 3D.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar