„Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Sigrún Jónsdóttir skrifar 11. maí 2020 08:30 Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. Orðin voru eftirfarandi: „Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“ Þessi athugasemd er til háborinnar skammar og endurspeglar skilningleysi á stöðu stúdenta. Samkvæmt Eurostudent VI vinna um 87% stúdenta í námshléum og um 68% með námi. Algengara er að stúdentar á Íslandi vinni með námi en evrópskir jafningjar þeirra og bætist sú vinna ofan á nám sem margir myndu segja að væri full vinna nú þegar. Á sumrin ríkir svo oft á tíðum tilhlökkun að byrja að vinna í sumarstarfinu og kalla stúdentar þetta sitt “sumarfrí” þar sem einungis þarf að huga að vinnunni í stað vinnu og náms. Ef stúdent fengi að kjósa á milli þess að gera “ekki neitt” og vinna myndi ég veðja öllum mínum peningum að sá stúdent myndi velja að vinna. Lykilatriðið hér er hins vegar að það er ekkert val. Það er einfaldlega skortur á störfum. Fram til 1. janúar 2010 höfðu stúdentar notið verndar atvinnuleysistryggingakerfisins til fjölda ára. Sumarið 2009 áttu stúdentar því rétt á atvinnuleysisbótum. Eftir það var réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta að sumri afnuminn án þess að LÍN hafi komið til móts við aðstæður og áfram eru greidd tryggingargjöld af launum stúdenta. Vert er að nefna að í Noregi veitir lánasjóðurinn stúdentum framfærslu í 11 mánuði og 12 mánuði í Danmörku en á Íslandi fá stúdentar framfærslu í formi lána aðeins 9 mánuði. Stúdentar þurfa því að vinna á sumrin til þess að framfleyta sér og eru fáar bjargir sem standa stúdentum til boða ef störf eru af skornum skammti. Stúdentahreyfingar hafa undanfarnar vikur lagt mikið kapp á að vekja athygli á stöðu stúdenta á þessu erfiðu tímum. Stúdentar hafa lagt áherslu á fjölbreyttar aðgerðir, þar á meðal sköpun sumarstarfa, og reynt að kortleggja stöðu mála með því að leggja kannanir fyrir stúdentahópinn. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa átt tvo fulltrúa innan samhæfingarhóps um vinnu- og menntaúrræði sem skipaður var af mennta- og félagsmálaráðherra síðustu vikur. Undirrituð skipar eitt sætið og hitt er skipað af forseta SHÍ, Jónu Þórey Pétursdóttur. Saman höfum við lagt allar kröfur stúdenta á borðið og átt virkan þátt í mótun aðgerða stjórnvalda sem snúa að sköpun sumarstarfa og sumarnáms. Einnig höfum við lagt fram hugmyndir sem varða Lánasjóð íslenskra námsmanna og skrásetningargjöld opinberra háskóla. Samhliða þessum aðgerðum höfum við vakið athygli á kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta. Við stöndum fast og stöðuglega við þá kröfu, einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefur tilkynnt að sköpuð verði 3.400 sumarstörf en þrjár nýlegar kannanir benda til þess að það stefni í mikið atvinnuleysi á meðal stúdenta. Atvinnuleysi svo hátt, að 3.400 sumarstörf munu að öllum líkindum ekki nægja. Kannanirnar eru eftirfarandi: Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 6. - 8. apríl voru 40% stúdenta HÍ ekki komnir með sumarstarf en voru að leita sér að starfi. Samkvæmt könnun Nemendaráðs Listaháskóla Íslands frá 17. - 21. apríl, voru 65,8% stúdenta LHÍ óörugg með vinnu í sumar. Samkvæmt könnun Háskólans í Reykjavík frá 16. - 20. apríl var um helmingur stúdenta HR ekki kominn með vinnu fyrir sumarið. Allar þrjár kannanirnar voru gerðar áður en gríðarlegt magn hópuppsagna fór af stað í íslensku samfélagi. Ef niðurstöður fyrrnefndra kannana eru yfirfærðar á hvern skóla í heild sinni eru þetta rúmlega 5.200 stúdentar frá Háskóla Íslands, 243 stúdentar frá Listaháskóla Íslands og 1.700 frá Háskólanum í Reykjavík sem eru ekki komnir með sumarstarf. Ef atvinnuleysi meðal stúdenta verður í raun jafn hátt og ofangreindar tölur gefa vísbendingu um mun þetta úrræði stjórnvalda um sköpun sumarstarfa duga skammt til. Því hefur áhersla stúdentahreyfinga verið á sköpun sumarstarfa og rétt til atvinnuleysisbóta samhliða. Stúdentar munu ekki flykkjast á atvinnuleysisbætur sér til gamans. Það er ekki óskastaða neins að vera á atvinnuleysisbótum. Á meðan staðan er eins svört og hún er á atvinnumarkaði þá þarf að gera raunsæjar ráðstafanir. Tryggja þarf stúdentum sem munu enn standa eftir atvinnulaus þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda björgunarhring sem fleytir þeim í gegnum komandi öldurót. Landssamtök íslenskra stúdenta kalla nú eftir stuðningi við kröfu stúdenta um fjárhagsöryggi með rétti til atvinnuleysisbóta í sumar með undirskriftarsöfnun. Söfnunina má nálgast hér. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Félagsmál Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. Orðin voru eftirfarandi: „Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“ Þessi athugasemd er til háborinnar skammar og endurspeglar skilningleysi á stöðu stúdenta. Samkvæmt Eurostudent VI vinna um 87% stúdenta í námshléum og um 68% með námi. Algengara er að stúdentar á Íslandi vinni með námi en evrópskir jafningjar þeirra og bætist sú vinna ofan á nám sem margir myndu segja að væri full vinna nú þegar. Á sumrin ríkir svo oft á tíðum tilhlökkun að byrja að vinna í sumarstarfinu og kalla stúdentar þetta sitt “sumarfrí” þar sem einungis þarf að huga að vinnunni í stað vinnu og náms. Ef stúdent fengi að kjósa á milli þess að gera “ekki neitt” og vinna myndi ég veðja öllum mínum peningum að sá stúdent myndi velja að vinna. Lykilatriðið hér er hins vegar að það er ekkert val. Það er einfaldlega skortur á störfum. Fram til 1. janúar 2010 höfðu stúdentar notið verndar atvinnuleysistryggingakerfisins til fjölda ára. Sumarið 2009 áttu stúdentar því rétt á atvinnuleysisbótum. Eftir það var réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta að sumri afnuminn án þess að LÍN hafi komið til móts við aðstæður og áfram eru greidd tryggingargjöld af launum stúdenta. Vert er að nefna að í Noregi veitir lánasjóðurinn stúdentum framfærslu í 11 mánuði og 12 mánuði í Danmörku en á Íslandi fá stúdentar framfærslu í formi lána aðeins 9 mánuði. Stúdentar þurfa því að vinna á sumrin til þess að framfleyta sér og eru fáar bjargir sem standa stúdentum til boða ef störf eru af skornum skammti. Stúdentahreyfingar hafa undanfarnar vikur lagt mikið kapp á að vekja athygli á stöðu stúdenta á þessu erfiðu tímum. Stúdentar hafa lagt áherslu á fjölbreyttar aðgerðir, þar á meðal sköpun sumarstarfa, og reynt að kortleggja stöðu mála með því að leggja kannanir fyrir stúdentahópinn. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa átt tvo fulltrúa innan samhæfingarhóps um vinnu- og menntaúrræði sem skipaður var af mennta- og félagsmálaráðherra síðustu vikur. Undirrituð skipar eitt sætið og hitt er skipað af forseta SHÍ, Jónu Þórey Pétursdóttur. Saman höfum við lagt allar kröfur stúdenta á borðið og átt virkan þátt í mótun aðgerða stjórnvalda sem snúa að sköpun sumarstarfa og sumarnáms. Einnig höfum við lagt fram hugmyndir sem varða Lánasjóð íslenskra námsmanna og skrásetningargjöld opinberra háskóla. Samhliða þessum aðgerðum höfum við vakið athygli á kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta. Við stöndum fast og stöðuglega við þá kröfu, einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefur tilkynnt að sköpuð verði 3.400 sumarstörf en þrjár nýlegar kannanir benda til þess að það stefni í mikið atvinnuleysi á meðal stúdenta. Atvinnuleysi svo hátt, að 3.400 sumarstörf munu að öllum líkindum ekki nægja. Kannanirnar eru eftirfarandi: Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 6. - 8. apríl voru 40% stúdenta HÍ ekki komnir með sumarstarf en voru að leita sér að starfi. Samkvæmt könnun Nemendaráðs Listaháskóla Íslands frá 17. - 21. apríl, voru 65,8% stúdenta LHÍ óörugg með vinnu í sumar. Samkvæmt könnun Háskólans í Reykjavík frá 16. - 20. apríl var um helmingur stúdenta HR ekki kominn með vinnu fyrir sumarið. Allar þrjár kannanirnar voru gerðar áður en gríðarlegt magn hópuppsagna fór af stað í íslensku samfélagi. Ef niðurstöður fyrrnefndra kannana eru yfirfærðar á hvern skóla í heild sinni eru þetta rúmlega 5.200 stúdentar frá Háskóla Íslands, 243 stúdentar frá Listaháskóla Íslands og 1.700 frá Háskólanum í Reykjavík sem eru ekki komnir með sumarstarf. Ef atvinnuleysi meðal stúdenta verður í raun jafn hátt og ofangreindar tölur gefa vísbendingu um mun þetta úrræði stjórnvalda um sköpun sumarstarfa duga skammt til. Því hefur áhersla stúdentahreyfinga verið á sköpun sumarstarfa og rétt til atvinnuleysisbóta samhliða. Stúdentar munu ekki flykkjast á atvinnuleysisbætur sér til gamans. Það er ekki óskastaða neins að vera á atvinnuleysisbótum. Á meðan staðan er eins svört og hún er á atvinnumarkaði þá þarf að gera raunsæjar ráðstafanir. Tryggja þarf stúdentum sem munu enn standa eftir atvinnulaus þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda björgunarhring sem fleytir þeim í gegnum komandi öldurót. Landssamtök íslenskra stúdenta kalla nú eftir stuðningi við kröfu stúdenta um fjárhagsöryggi með rétti til atvinnuleysisbóta í sumar með undirskriftarsöfnun. Söfnunina má nálgast hér. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS.
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar