Íslenski bóndinn og mannanafnanefnd Finnur Árnason skrifar 24. desember 2014 07:00 Ég man eftir gamalli frétt, þegar pabbi einn í Bítlaborginni skírði son sinn nöfnum allra leikmanna Liverpool. Það var langt nafn. Þeir höfðu víst unnið einhvern titil. Velti þá fyrir mér hvort það væri engin mannanafnanefnd í Englandi? En við á Íslandi erum sérfræðingar í að hafa vit fyrir öðru fólki. Höfum meira að segja nefnd sem ákveður hvað annarra manna börn mega ekki heita. Hér er líka fólk við stjórnvölinn, sem vill ráða því hvað annað fólk borðar. Innfluttur matur er skattlagður þangað til hann verður vondur á bragðið. Sagt er að útlendur matur sé óhollur og því velt upp hvort fólk geti tekið stökkbreytingum við það eitt að borða innfluttar matvörur. Stjórnvöld vilja að þú borðir það sem Þórður bóndi framleiðir, já eða Guðríður, hvort sem það er gott eða vont, dýrt eða ódýrt. Þórður og Guðríður eru örugglega flottir bændur, en þú mátt ekki hafa valkosti, né skoðun á því hvað er best fyrir þig. Þínu eigin sjálfsaflafé skaltu verja á þann hátt sem stjórnvöld ákveða. Allt í nafni matvælaöryggis, þar sem meira en tvö kíló af innfluttu korni þarf til framleiðslu á einu kílói af heimabrugguðum kjúklingi. Þó kemur það fyrir að útlenskt smjör er í lagi. Sérstaklega ef það er framleitt af Patreki á Írlandi fyrir þá sem stýra íslenska kerfinu og er blandað út í íslenskar vörur án þess að það komi sérstaklega fram á umbúðum, að innlenda mjólkurvaran innihaldi erlent smjör. Líklega er óþarfi að neytendur átti sig á því að Írar geta framleitt smjör sem er jafngott því íslenska. Það fyrirkomulag sem meirihluti þingmanna hefur valið fyrir okkur í þessum málum kostar heimilin yfir 15 milljarða króna árlega. Þingmenn segja að það sé til þess að vernda íslenska bóndann, líklega Þórð og Guðríði. Mannanafnanefnd gerði líklega engar athugasemdir þegar þau voru skírð.Bændur í skattaskjólum Það kom mér því á óvart, þegar frétt birtist í Viðskiptablaðinu nýlega þar sem fram kom að eigandi eins stærsta kjúklingaframleiðenda á landinu væri Coldrock Investments Limited. Af þessu má skilja að stærsti íslenski kjúklingabóndinn heiti Coldrock Investments Limited. Það er ekki íslenskt nafn og hefði líklega aldrei verið heimilað hjá mannanafnanefnd að bóndi héti þessu nafni. Þessi íslenski bóndi sem Alþingi sér um að verja með óhóflegri skattlagningu á almenning heitir það nú víst samt. Það sem vakti ekki síður athygli mína í þessari frétt var að þessi íslenski bóndi býr víst ekki lengur í Biskupstungum, né heldur í Eyjafirði. Hann er fluttur til Möltu í svokallað skattaskjól. Því er eðlilegt að spurt sé: Getur verið að kerfið sem kostar íslenska neytendur yfir 15 milljarða árlega sé til þess eins að vernda bændur í skattaskjólum? Getur virkilega verið að meirihluti Alþingis verji svo þrönga sérhagsmuni á kostnað almannahagsmuna? Trúverðugleiki þingmanns sem talar um hag heimilanna en styður fyrirkomulag sem þetta í landbúnaðarmálum er enginn. Það er kominn tími á breytingar. Þingmenn sem styðja óbreytt kerfi eru allir í sama flokknum, FAN flokknum, flokki andstæðinga neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég man eftir gamalli frétt, þegar pabbi einn í Bítlaborginni skírði son sinn nöfnum allra leikmanna Liverpool. Það var langt nafn. Þeir höfðu víst unnið einhvern titil. Velti þá fyrir mér hvort það væri engin mannanafnanefnd í Englandi? En við á Íslandi erum sérfræðingar í að hafa vit fyrir öðru fólki. Höfum meira að segja nefnd sem ákveður hvað annarra manna börn mega ekki heita. Hér er líka fólk við stjórnvölinn, sem vill ráða því hvað annað fólk borðar. Innfluttur matur er skattlagður þangað til hann verður vondur á bragðið. Sagt er að útlendur matur sé óhollur og því velt upp hvort fólk geti tekið stökkbreytingum við það eitt að borða innfluttar matvörur. Stjórnvöld vilja að þú borðir það sem Þórður bóndi framleiðir, já eða Guðríður, hvort sem það er gott eða vont, dýrt eða ódýrt. Þórður og Guðríður eru örugglega flottir bændur, en þú mátt ekki hafa valkosti, né skoðun á því hvað er best fyrir þig. Þínu eigin sjálfsaflafé skaltu verja á þann hátt sem stjórnvöld ákveða. Allt í nafni matvælaöryggis, þar sem meira en tvö kíló af innfluttu korni þarf til framleiðslu á einu kílói af heimabrugguðum kjúklingi. Þó kemur það fyrir að útlenskt smjör er í lagi. Sérstaklega ef það er framleitt af Patreki á Írlandi fyrir þá sem stýra íslenska kerfinu og er blandað út í íslenskar vörur án þess að það komi sérstaklega fram á umbúðum, að innlenda mjólkurvaran innihaldi erlent smjör. Líklega er óþarfi að neytendur átti sig á því að Írar geta framleitt smjör sem er jafngott því íslenska. Það fyrirkomulag sem meirihluti þingmanna hefur valið fyrir okkur í þessum málum kostar heimilin yfir 15 milljarða króna árlega. Þingmenn segja að það sé til þess að vernda íslenska bóndann, líklega Þórð og Guðríði. Mannanafnanefnd gerði líklega engar athugasemdir þegar þau voru skírð.Bændur í skattaskjólum Það kom mér því á óvart, þegar frétt birtist í Viðskiptablaðinu nýlega þar sem fram kom að eigandi eins stærsta kjúklingaframleiðenda á landinu væri Coldrock Investments Limited. Af þessu má skilja að stærsti íslenski kjúklingabóndinn heiti Coldrock Investments Limited. Það er ekki íslenskt nafn og hefði líklega aldrei verið heimilað hjá mannanafnanefnd að bóndi héti þessu nafni. Þessi íslenski bóndi sem Alþingi sér um að verja með óhóflegri skattlagningu á almenning heitir það nú víst samt. Það sem vakti ekki síður athygli mína í þessari frétt var að þessi íslenski bóndi býr víst ekki lengur í Biskupstungum, né heldur í Eyjafirði. Hann er fluttur til Möltu í svokallað skattaskjól. Því er eðlilegt að spurt sé: Getur verið að kerfið sem kostar íslenska neytendur yfir 15 milljarða árlega sé til þess eins að vernda bændur í skattaskjólum? Getur virkilega verið að meirihluti Alþingis verji svo þrönga sérhagsmuni á kostnað almannahagsmuna? Trúverðugleiki þingmanns sem talar um hag heimilanna en styður fyrirkomulag sem þetta í landbúnaðarmálum er enginn. Það er kominn tími á breytingar. Þingmenn sem styðja óbreytt kerfi eru allir í sama flokknum, FAN flokknum, flokki andstæðinga neytenda.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar