Lífið

Tæknibylting í Smárabíó

Skýrari hobbitar í Smárabíó
Skýrari hobbitar í Smárabíó NORDICPHOTOS/GETTY
48 ramma byltingin er komin í Smárabíó. Á dögunum voru sýningarvélar Smárabíós uppfærðar. Það var gert til að geta sýnt kvikmyndir sem teknar eru upp á 48 römmum á sekúndu í fullum gæðum, en hingað til hafa flest kvikmyndahús notast við búnað sem styður helmingi færri ramma, eða 24 ramma á sekúndu.

Tæknin eykur á skýrleika þrívíddarmynda til muna með því að varpa römmunum tvöfalt hraðar á tjaldið og niðurstaðan verður sú að myndin verður raunverulegri og áhorfendur fá betur tilfinningu fyrir þrívíddinni.

Með nýrri 48 ramma tækni gefst áhorfendum nú tækifæri til að njóta sagna Tolkiens líkt og þeir sjálfir væru í hringiðunni miðri.

The Hobbit: The Desolation of Smaug verður sýnd þessum nýju myndgæðum í Smárabíói þegar hún verður frumsýnd á annan í jólum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.