Ekkert hlustað á sjómenn Guðmundur Einarsson skrifar 27. mars 2014 07:00 Það er sama hvað sjómenn kvaka um hversu mikið er af ýsu í sjónum, það er ekkert hlustað. Ég er búinn að vera kringum smábátaútgerð frá 1997 en þá var ýsan utan kvóta. Á þeim tíma reyndum við að veiða ýsu með ýmsum brögðum, til dæmis að nota sandsíli eða sérvalda pokabeitu. Á þeim tíma var ýsan á litlu svæði en síðustu 5 árin hefur grunnslóðin verið full af ýsu frá júní út febrúar, sama hvar lagt var á Vestfjarðamiðum og reyndar um allt Norðurland. Í dag þurfa bátarnir að sigla út fyrir ýsuslóðina, út á djúpslóð á togaraslóðir, með miklum tilkostnaði og oftast við erfið veðurskilyrði. Ég er nokkuð viss um að togararallið gefur ekki rétta mynd af slóðinni frá því það var sett á fyrir um það bil 30 árum. Þá var ískaldur sjór með öllu Norðurlandinu og veiddist aðallega rækja. Frá þeim tíma hefur sjórinn hlýnað mikið. Mjög mikil útbreiðsla er af ýsu á grunnslóð á Vestfjarðamiðum, Húnaflóa og fyrir öllu Norðurlandinu. Veldur það bátum á þessum svæðum miklum erfiðleikum þar sem lítil ýsuveiði var á þessum slóðum á viðmiðunarárum ýsunnar. Nú verða útgerðir á þessum svæðum að leigja ýsu úr aflamarkskerfinu á mjög háu verði, eða á kr. 300-310 per kg. Sumir hafa neyðst til að stoppa og eins og útlitið er í dag er mjög líklegt að sífellt fleiri útgerðir muni neyðast til að stoppa og segja upp starfsfólki. Ljóst er að alltof litlar úthlutanir eru í krókaaflamarkskerfinu af ýsu en aflamarkskerfið er með meira en nóg sem sést best þegar skoðuð eru þau þúsund tonna af ýsu sem leigð hafa verið niður í krókaaflamarkskerfið.Vaknið til lífsins Fyrir rúmu ári sat ég fund hjá Hafrannsóknastofnun. Þar lagði ég til að tekið yrði upp línurall sem gæti verið notað til samanburðar við togararallið. Hafró fannst þetta ekki góð hugmynd þar sem togararallið gæfi svo góða mynd af ástandi fiskistofna. Ég hélt að vísindamenn ættu að vera opnir og víðsýnir en ekki staðnaðir embættismenn. Þeir hafa þó sér til málsbóta að þeim er ekki úthlutað nægilegu fjármagni til rannsókna. Mín skoðun er sú að við eigum að veiða 50 þús. tonn af ýsu árlega sem er meðalafli í ýsu frá síðustu aldamótum, sjá meðfylgjandi töflu sem byggð er á gögnum frá Hagstofu Íslands. Fiskifræðingar hafa miklar áhyggjur af lélegum árgöngum í ýsu síðustu ár. Er ég viss um að þær áhyggjur gætu minnkað ef áherslur rannsóknaveiðanna yrðu í grynnri sjó. Vissulega er minna af smáýsu á hefðbundinni veiðislóð en ef farið er upp fyrir 25 faðma, t.d. hér í Ísafjarðardjúpi á haustin, er stagur af undirmálsýsu. Mér finnst togararallið vera svipuð vísindi og ef við værum enn að telja mannfjölda á Hornströndum í dag eins og gert var árið 1940 til að áætla fólksfjölda á Íslandi. Hér með hvet ég fiskifræðinga og sjávarútvegsráðherra til að fara að vakna til lífsins. Markaðir eru í hættu og störf að tapast. Einnig er erfitt að sjá hvernig smábátaútgerðir eiga að geta sótt úthlutaðan þorsk með stækkandi þorskstofni ef ýsukvótinn verður ekki aukinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Það er sama hvað sjómenn kvaka um hversu mikið er af ýsu í sjónum, það er ekkert hlustað. Ég er búinn að vera kringum smábátaútgerð frá 1997 en þá var ýsan utan kvóta. Á þeim tíma reyndum við að veiða ýsu með ýmsum brögðum, til dæmis að nota sandsíli eða sérvalda pokabeitu. Á þeim tíma var ýsan á litlu svæði en síðustu 5 árin hefur grunnslóðin verið full af ýsu frá júní út febrúar, sama hvar lagt var á Vestfjarðamiðum og reyndar um allt Norðurland. Í dag þurfa bátarnir að sigla út fyrir ýsuslóðina, út á djúpslóð á togaraslóðir, með miklum tilkostnaði og oftast við erfið veðurskilyrði. Ég er nokkuð viss um að togararallið gefur ekki rétta mynd af slóðinni frá því það var sett á fyrir um það bil 30 árum. Þá var ískaldur sjór með öllu Norðurlandinu og veiddist aðallega rækja. Frá þeim tíma hefur sjórinn hlýnað mikið. Mjög mikil útbreiðsla er af ýsu á grunnslóð á Vestfjarðamiðum, Húnaflóa og fyrir öllu Norðurlandinu. Veldur það bátum á þessum svæðum miklum erfiðleikum þar sem lítil ýsuveiði var á þessum slóðum á viðmiðunarárum ýsunnar. Nú verða útgerðir á þessum svæðum að leigja ýsu úr aflamarkskerfinu á mjög háu verði, eða á kr. 300-310 per kg. Sumir hafa neyðst til að stoppa og eins og útlitið er í dag er mjög líklegt að sífellt fleiri útgerðir muni neyðast til að stoppa og segja upp starfsfólki. Ljóst er að alltof litlar úthlutanir eru í krókaaflamarkskerfinu af ýsu en aflamarkskerfið er með meira en nóg sem sést best þegar skoðuð eru þau þúsund tonna af ýsu sem leigð hafa verið niður í krókaaflamarkskerfið.Vaknið til lífsins Fyrir rúmu ári sat ég fund hjá Hafrannsóknastofnun. Þar lagði ég til að tekið yrði upp línurall sem gæti verið notað til samanburðar við togararallið. Hafró fannst þetta ekki góð hugmynd þar sem togararallið gæfi svo góða mynd af ástandi fiskistofna. Ég hélt að vísindamenn ættu að vera opnir og víðsýnir en ekki staðnaðir embættismenn. Þeir hafa þó sér til málsbóta að þeim er ekki úthlutað nægilegu fjármagni til rannsókna. Mín skoðun er sú að við eigum að veiða 50 þús. tonn af ýsu árlega sem er meðalafli í ýsu frá síðustu aldamótum, sjá meðfylgjandi töflu sem byggð er á gögnum frá Hagstofu Íslands. Fiskifræðingar hafa miklar áhyggjur af lélegum árgöngum í ýsu síðustu ár. Er ég viss um að þær áhyggjur gætu minnkað ef áherslur rannsóknaveiðanna yrðu í grynnri sjó. Vissulega er minna af smáýsu á hefðbundinni veiðislóð en ef farið er upp fyrir 25 faðma, t.d. hér í Ísafjarðardjúpi á haustin, er stagur af undirmálsýsu. Mér finnst togararallið vera svipuð vísindi og ef við værum enn að telja mannfjölda á Hornströndum í dag eins og gert var árið 1940 til að áætla fólksfjölda á Íslandi. Hér með hvet ég fiskifræðinga og sjávarútvegsráðherra til að fara að vakna til lífsins. Markaðir eru í hættu og störf að tapast. Einnig er erfitt að sjá hvernig smábátaútgerðir eiga að geta sótt úthlutaðan þorsk með stækkandi þorskstofni ef ýsukvótinn verður ekki aukinn.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar