Hamilton vill skáka Vettel í tímatökunni í nótt 14. október 2011 19:56 Sebastin Vettel og Lewis Hamilton stinga saman nefjum á fréttamannafundi í Suður Kóreu. AP: Eugne Hoshiko Lewis Hamilton á McLaren var með besta tíma á föstudagsæfingum Formúlu 1 liða á kappakstursbrautinni í Yenogam í Suður Kóreu. Hann varð á undan liðsfélaga sínum Jenson Button á seinni æfingunni, þar sem aksturstímarnir voru mun betri en á þeirri fyrri vegna aðstæðna. Michael Schumacher á Mercedes var sneggstur á fyrri æfingunni, en brautin var blaut á báðum æfingum. Vettel hefur verið fremstur á ráslínu í tólf af fimmtán mótum ársins og tímatakan fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04.45 í nótt. Hún verður endursýnd kl. 11.45 á laugardag. „Það yrði frábært að skáka honum á morgun. En við vitum ekki hvað þeir eru að gera á föstudögum (á æfingum), þannig að dagurinn segir ekki margt. En við erum fljótir og bíllinn var góður, " sagði Hamilton í frétt á autosport.com. „Jenson sýndi það í síðasta móti að við getum verið mjög, mjög samkeppnisfærir, þannig að ég er ekki í nokkrum vafa að við munum veita þeim samkeppni. Hvort við getum gert betur í tímatökunni verður fróðlegt að sjá," sagði Hamilton. Rigning var á báðum æfingum í dag og Hamilton segir að aðstæður eigi að vera betri næstu tvo daga, en ef rigni þá sé McLaren í góðum málum og það sé jákvætt. Formúla Íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren var með besta tíma á föstudagsæfingum Formúlu 1 liða á kappakstursbrautinni í Yenogam í Suður Kóreu. Hann varð á undan liðsfélaga sínum Jenson Button á seinni æfingunni, þar sem aksturstímarnir voru mun betri en á þeirri fyrri vegna aðstæðna. Michael Schumacher á Mercedes var sneggstur á fyrri æfingunni, en brautin var blaut á báðum æfingum. Vettel hefur verið fremstur á ráslínu í tólf af fimmtán mótum ársins og tímatakan fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04.45 í nótt. Hún verður endursýnd kl. 11.45 á laugardag. „Það yrði frábært að skáka honum á morgun. En við vitum ekki hvað þeir eru að gera á föstudögum (á æfingum), þannig að dagurinn segir ekki margt. En við erum fljótir og bíllinn var góður, " sagði Hamilton í frétt á autosport.com. „Jenson sýndi það í síðasta móti að við getum verið mjög, mjög samkeppnisfærir, þannig að ég er ekki í nokkrum vafa að við munum veita þeim samkeppni. Hvort við getum gert betur í tímatökunni verður fróðlegt að sjá," sagði Hamilton. Rigning var á báðum æfingum í dag og Hamilton segir að aðstæður eigi að vera betri næstu tvo daga, en ef rigni þá sé McLaren í góðum málum og það sé jákvætt.
Formúla Íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira