„Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 15:30 Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, og Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, með bikarinn sem keppt er um. Mynd/HSÍ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, og Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, mættu á kynningarfund vegna Coca Cola bikarsins fyrir helgina og HSÍ tók við þær viðtal og birti á síðu sinni. „Við töpuðum naumlega fyrir Haukum í undanúrslitum Coca Cola bikarsins fyrir tveimur árum. Það var mjög sárt. Margar okkar muna mjög vel eftir því,“ sagði Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, í viðtali við HSÍ og vitnar þar til undanúrslitaleiks Hauka og KA/Þórs fyrir tveimur árum sem lauk með tveggja marka sigri Hauka, 23-21. Þetta er í þriðja sinn sem KA/Þór er í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna. Árið 2009 náði liðið svo langt í keppninni og aftur níu árum síðar. Þess má einnig geta að Þór Akureyri lék til úrslita í bikarnum fyrir 40 árum gegn Fram. „Það er annað að mætast í úrslitaleik þar sem allt er undir en í deildarleik. Þetta er annað svið með hærra spennustigi,“ sagði Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, í samtali við HSÍ. Karen Helga tekur nú þátt í sjötta sinn í undanúrslitum með Haukum, þar af hefur hún einu sinni leikið til úrslita, fyrir tveimur árum. Alls hafa Haukar átt lið í undanúrslitum kvenna í 17 skipti frá því að fyrst var leikið í bikarkeppninni í kvennaflokki árið 1976. Karen Helga segir það hafa háð Haukaliðinu í vetur að mæta pressunni þegar mikið er undir. „Við erum í stanslausri vinnu við að bæta okkur á þessu sviði og læra betur inn á að vinna með spennustigið.“ „Við erum með góða blöndu af yngri og eldri leikmönnum og þeim yngri þykir eðlilegt að hafa náð alla leið í undanúrslitin í bikarnum sem gefur öllum sjálfstraust. Okkar stefna er að fara í úrslitaleikinn. Það væri alveg geggjað,“ sagði Ásdís ennfremur. „Úrslitin geta ráðist á því hvort liðið kemur betur undirbúið til leiks og tilbúið í slaginn,“ sagði Karen Helga en Haukar og KA/Þór mættust í Olís-deildinni á laugardaginn og þá unnu Haukar, 27:22. Úrslit þess leiks hafa ekkert vægi þegar komið verður út í undanúrslitaslaginn á miðvikudaginn. „Mesta pressan er á Arna Stefáni Guðjónssyni þjálfara okkar að klippa upptöku af fyrri leiknum svo við getum dregið lærdóm af honum fyrir viðureignina á miðvikudaginn í undanúrslitum Coca Cola bikarsins,“ sagði Karen Helga hress og kát í þessu viðtali við HSÍ. „Það er komið að því að við stigum skrefið og förum alla leið í úrslitaleikinn. Allir leikmenn eru í toppformi og hlakkar til,“ sagði Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs. Undanúrslitaleikur Hauka og KA/Þórs hefst klukkan 18.00 í dag í Laugardalshöllinni. Olís-deild kvenna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, og Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, mættu á kynningarfund vegna Coca Cola bikarsins fyrir helgina og HSÍ tók við þær viðtal og birti á síðu sinni. „Við töpuðum naumlega fyrir Haukum í undanúrslitum Coca Cola bikarsins fyrir tveimur árum. Það var mjög sárt. Margar okkar muna mjög vel eftir því,“ sagði Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, í viðtali við HSÍ og vitnar þar til undanúrslitaleiks Hauka og KA/Þórs fyrir tveimur árum sem lauk með tveggja marka sigri Hauka, 23-21. Þetta er í þriðja sinn sem KA/Þór er í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna. Árið 2009 náði liðið svo langt í keppninni og aftur níu árum síðar. Þess má einnig geta að Þór Akureyri lék til úrslita í bikarnum fyrir 40 árum gegn Fram. „Það er annað að mætast í úrslitaleik þar sem allt er undir en í deildarleik. Þetta er annað svið með hærra spennustigi,“ sagði Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, í samtali við HSÍ. Karen Helga tekur nú þátt í sjötta sinn í undanúrslitum með Haukum, þar af hefur hún einu sinni leikið til úrslita, fyrir tveimur árum. Alls hafa Haukar átt lið í undanúrslitum kvenna í 17 skipti frá því að fyrst var leikið í bikarkeppninni í kvennaflokki árið 1976. Karen Helga segir það hafa háð Haukaliðinu í vetur að mæta pressunni þegar mikið er undir. „Við erum í stanslausri vinnu við að bæta okkur á þessu sviði og læra betur inn á að vinna með spennustigið.“ „Við erum með góða blöndu af yngri og eldri leikmönnum og þeim yngri þykir eðlilegt að hafa náð alla leið í undanúrslitin í bikarnum sem gefur öllum sjálfstraust. Okkar stefna er að fara í úrslitaleikinn. Það væri alveg geggjað,“ sagði Ásdís ennfremur. „Úrslitin geta ráðist á því hvort liðið kemur betur undirbúið til leiks og tilbúið í slaginn,“ sagði Karen Helga en Haukar og KA/Þór mættust í Olís-deildinni á laugardaginn og þá unnu Haukar, 27:22. Úrslit þess leiks hafa ekkert vægi þegar komið verður út í undanúrslitaslaginn á miðvikudaginn. „Mesta pressan er á Arna Stefáni Guðjónssyni þjálfara okkar að klippa upptöku af fyrri leiknum svo við getum dregið lærdóm af honum fyrir viðureignina á miðvikudaginn í undanúrslitum Coca Cola bikarsins,“ sagði Karen Helga hress og kát í þessu viðtali við HSÍ. „Það er komið að því að við stigum skrefið og förum alla leið í úrslitaleikinn. Allir leikmenn eru í toppformi og hlakkar til,“ sagði Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs. Undanúrslitaleikur Hauka og KA/Þórs hefst klukkan 18.00 í dag í Laugardalshöllinni.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira