Fiskveiðideilur sæma ekki Norðurlöndum Christina Gestrin og Sjúrður Skaale skrifar 5. apríl 2014 07:00 ESB, Norðmenn og Færeyingar undirrituðu 13. mars 2014 samning um makrílveiðar til fimm ára. Það er ámælisvert að samkomulagið skuli ekki ná til allra sem málið varðar. Deilur norrænna þjóða eru því óleystar samtímis því að ókleift er að standa saman að fiskveiðistjórnun þegar ekkert sameiginlegt samkomulag liggur fyrir. Norræna ráðherranefndin verður að leggja sitt af mörkum til lausnar á sífelldum fiskveiðideilum Norðurlandaþjóða á milli. Eftir fjögurra ára ágreining náðu ESB, Norðmenn og Færeyingar samkomulagi 13. mars 2014 um makrílveiðar til fimm ára. Samningurinn hefur sína kosti: Hann greiddi fyrir lausn á ýmsum tvíhliða deilum undanfarinna ára um veiðar í Norður-Atlantshafi; milli ESB og Norðmanna, milli Færeyinga og Norðmanna og milli Færeyinga og ESB. Þannig gæti hann einnig rutt brautina fyrir lausn á síldardeilunni. Samkomulagið kveður einnig á um að frá árinu 2015 virði samningsaðilar veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfðan heildarafla (TAC). Þá má nefna svonefnt „opt-in“-ákvæði í samkomulaginu sem gerir öðrum aðilum – það er Íslendingum og Grænlendingum – kleift að gangast undir samkomulagið síðar og er verulegur hluti kvótans einmitt eyrnamerktur í þeim tilgangi. Almennt er samkomulagið þó ekki viðunandi út frá norrænu sjónarhorni. Með samkomulaginu hafa ráðamenn ákveðið að afli ársins 2014 verði langt umfram þau mörk sem Alþjóðahafrannsóknaráðið mælir með. En það sem er einkum gagnrýnisvert er sú staðreynd að samningurinn nær ekki til allra málsaðila. Enn eru óleystar veiðideilur á milli Norðurlandaþjóða og ókleift er að standa að sameiginlegri fiskveiðistjórnun ef ekkert samkomulag liggur fyrir.Leiðbeiningar skortir Norðurlandasamstarfið er til fyrirmyndar á flestum sviðum en þegar kemur að skiptingu auðlinda og verðmæta fer að reyna á samstarfsviljann. Á síðari árum hafa þjóðirnar ekki staðið sig of vel í þeim efnum. Í stað þess að semja um skiptingu fiskveiðikvótans mætast stálin stinn þegar norrænar frændþjóðir beita hver aðra viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Slíkt er okkur ekki sæmandi. Lausnin felst ekki í samkomulagi sem sum löndin koma að en önnur ekki. Ríki sem lúta Alþjóðasamningi SÞ um úthafsveiðar hafa skuldbundið sig til samstarfs um að tryggja sjálfbærar veiðar. Samningurinn kveður þó ekki skýrt á um hvernig skipta eigi fiskveiðikvótum milli strandríkja. Deilur um makrílveiðar og síldveiðar eru lýsandi dæmi þess að umgjörð skortir á fiskveiðistjórnun í norðaustanverðu Atlantshafi.Þróttmikið samkomulag Við þurfum samkomulag til lengri tíma um sameiginlega fiskveiðistjórnun á ákveðnum fiskistofnum. Samkomulag sem nær til allra strandríkja og þar sem samstarf og sjálfbærni eru í öndvegi. Skipting kvótans má ekki ráðast af öflugri markaðsstöðu ákveðinna aðila og áhrifamætti refsiaðgerða sem þeir beita aðra. Hún má heldur ekki ráðast af pólitískum aflsmunum. Þá er ástæða til að einblína minna á aflatölur en tíðkast hefur fram að þessu. Sjálfbær lausn felst ekki í kyrrstöðu heldur er hún þróttmikil og sveigjanleg og getur því tekið mið af ástandi vistkerfanna hverju sinni. Aðgerða er þörf til þess að deiluaðilar leiti nýrra leiða. Þeir eru Grænlendingar, Íslendingar, Færeyingar, Norðmenn og ESB (Danir). Norræna ráðherranefndin verður því að láta til sín taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
ESB, Norðmenn og Færeyingar undirrituðu 13. mars 2014 samning um makrílveiðar til fimm ára. Það er ámælisvert að samkomulagið skuli ekki ná til allra sem málið varðar. Deilur norrænna þjóða eru því óleystar samtímis því að ókleift er að standa saman að fiskveiðistjórnun þegar ekkert sameiginlegt samkomulag liggur fyrir. Norræna ráðherranefndin verður að leggja sitt af mörkum til lausnar á sífelldum fiskveiðideilum Norðurlandaþjóða á milli. Eftir fjögurra ára ágreining náðu ESB, Norðmenn og Færeyingar samkomulagi 13. mars 2014 um makrílveiðar til fimm ára. Samningurinn hefur sína kosti: Hann greiddi fyrir lausn á ýmsum tvíhliða deilum undanfarinna ára um veiðar í Norður-Atlantshafi; milli ESB og Norðmanna, milli Færeyinga og Norðmanna og milli Færeyinga og ESB. Þannig gæti hann einnig rutt brautina fyrir lausn á síldardeilunni. Samkomulagið kveður einnig á um að frá árinu 2015 virði samningsaðilar veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfðan heildarafla (TAC). Þá má nefna svonefnt „opt-in“-ákvæði í samkomulaginu sem gerir öðrum aðilum – það er Íslendingum og Grænlendingum – kleift að gangast undir samkomulagið síðar og er verulegur hluti kvótans einmitt eyrnamerktur í þeim tilgangi. Almennt er samkomulagið þó ekki viðunandi út frá norrænu sjónarhorni. Með samkomulaginu hafa ráðamenn ákveðið að afli ársins 2014 verði langt umfram þau mörk sem Alþjóðahafrannsóknaráðið mælir með. En það sem er einkum gagnrýnisvert er sú staðreynd að samningurinn nær ekki til allra málsaðila. Enn eru óleystar veiðideilur á milli Norðurlandaþjóða og ókleift er að standa að sameiginlegri fiskveiðistjórnun ef ekkert samkomulag liggur fyrir.Leiðbeiningar skortir Norðurlandasamstarfið er til fyrirmyndar á flestum sviðum en þegar kemur að skiptingu auðlinda og verðmæta fer að reyna á samstarfsviljann. Á síðari árum hafa þjóðirnar ekki staðið sig of vel í þeim efnum. Í stað þess að semja um skiptingu fiskveiðikvótans mætast stálin stinn þegar norrænar frændþjóðir beita hver aðra viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Slíkt er okkur ekki sæmandi. Lausnin felst ekki í samkomulagi sem sum löndin koma að en önnur ekki. Ríki sem lúta Alþjóðasamningi SÞ um úthafsveiðar hafa skuldbundið sig til samstarfs um að tryggja sjálfbærar veiðar. Samningurinn kveður þó ekki skýrt á um hvernig skipta eigi fiskveiðikvótum milli strandríkja. Deilur um makrílveiðar og síldveiðar eru lýsandi dæmi þess að umgjörð skortir á fiskveiðistjórnun í norðaustanverðu Atlantshafi.Þróttmikið samkomulag Við þurfum samkomulag til lengri tíma um sameiginlega fiskveiðistjórnun á ákveðnum fiskistofnum. Samkomulag sem nær til allra strandríkja og þar sem samstarf og sjálfbærni eru í öndvegi. Skipting kvótans má ekki ráðast af öflugri markaðsstöðu ákveðinna aðila og áhrifamætti refsiaðgerða sem þeir beita aðra. Hún má heldur ekki ráðast af pólitískum aflsmunum. Þá er ástæða til að einblína minna á aflatölur en tíðkast hefur fram að þessu. Sjálfbær lausn felst ekki í kyrrstöðu heldur er hún þróttmikil og sveigjanleg og getur því tekið mið af ástandi vistkerfanna hverju sinni. Aðgerða er þörf til þess að deiluaðilar leiti nýrra leiða. Þeir eru Grænlendingar, Íslendingar, Færeyingar, Norðmenn og ESB (Danir). Norræna ráðherranefndin verður því að láta til sín taka.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun