Viltu pening? Guðmundur Örn Jónsson skrifar 26. júlí 2013 08:51 Sagt er um fátækari Bandaríkjamenn að þeir líti á sig sem milljónamæringa í tímabundnum fjárhagserfiðleikum og kjósi því, gegn eigin hag, flokka sem berjast fyrir sérhagsmunum milljónamæringa. Í raun er ástæðan sú að kjósendur eru oft mjög illa upplýstir og sýna rannsóknir frá Bandaríkjunum og Evrópu að þeir eiga erfitt með að sjá hvaða stjórnmálaflokkur stendur hugsjónum og hagsmunum þeirra næst. Á sínum tíma vissi t.d. aðeins helmingur Bandaríkjamanna hvaða stjórnmálaflokkur hafði meirihluta í þinginu þar í landi og enn færri hvað eini þingmaðurinn í kjördæminu þeirra hét. Þekking kjósenda er þó mismunandi. Þannig eru þeir fátækustu að jafnaði verst upplýstir en þekking eykst með menntun. Þegar kjósendur eru illa upplýstir byggist valið í kjörklefanum oft á öðru en stefnu flokka. Þannig getur t.d. skipt máli hvort tiltekinn frambjóðandi borðar á McDonalds eða spilar golf, og því er t.d. svo mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að komast „Í nærmynd“ á Stöð 2.Sáraeinföld loforð Framsóknarmenn vita þetta og loforð þeirra hafa verið sáraeinföld. Fyrst voru það 90% íbúðalán og nú 20% lækkun íbúðalána. Því kjósa fátækari og minna menntaðir Íslendingar þá í hópum, þrátt fyrir að fyrri vinstristjórn hafi notið algerrar sérstöðu á Vesturlöndum í varðstöðu um hagsmuni þeirra. Við jafnaðarmenn mættum því taka Framsóknarmenn okkur til fyrirmyndar þegar kemur að framsetningu stefnumála okkar, t.d. í auðlindamálum. Þar ætti að segja kjósendum að þeir eigi náttúruauðlindir og þeim beri allur arðurinn af þeim. Eins og annar arður ætti sá arður að fara beint í vasa eigendanna, þ.e.a.s. Íslendinga, en ekki í ríkissjóð. Í ríkissjóði blandast arðurinn við aðrar tekjur ríkisins sem tryggir að kjósendur sjá engan hag af honum og hafa því lítinn áhuga á honum. Í Alaska fær hver íbúi greidda um 1.000 dollara árlega í auðlindaarð, sem jafngildir 40 þúsund krónum á mánuði til hverrar fjögurra manna fjölskyldu. Enda er Alaska það ríki Bandaríkjanna þar sem ójöfnuður er minnstur. Samkvæmt áliti sérfræðinga gæti auðlindaarður Íslendinga orðið töluvert meiri ef rétt er haldið á spöðunum, með uppboði aflaheimilda og arðbærum rekstri Landsvirkjunar. En við jafnaðarmenn viljum fá auðlindaarðinn til að fjármagna mennta- og heilbrigðiskerfið og litlar líkur eru á því að það breytist. Það skýrir af hverju svo fáir styðja okkur. Íslendingar sýndu nefnilega skýrt í kosningunum um Icesave að við viljum ekki greiða pening og í seinustu kosningum að við viljum fá pening. Því mun auðlindaarðurinn áfram renna til lítils forréttindahóps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Sagt er um fátækari Bandaríkjamenn að þeir líti á sig sem milljónamæringa í tímabundnum fjárhagserfiðleikum og kjósi því, gegn eigin hag, flokka sem berjast fyrir sérhagsmunum milljónamæringa. Í raun er ástæðan sú að kjósendur eru oft mjög illa upplýstir og sýna rannsóknir frá Bandaríkjunum og Evrópu að þeir eiga erfitt með að sjá hvaða stjórnmálaflokkur stendur hugsjónum og hagsmunum þeirra næst. Á sínum tíma vissi t.d. aðeins helmingur Bandaríkjamanna hvaða stjórnmálaflokkur hafði meirihluta í þinginu þar í landi og enn færri hvað eini þingmaðurinn í kjördæminu þeirra hét. Þekking kjósenda er þó mismunandi. Þannig eru þeir fátækustu að jafnaði verst upplýstir en þekking eykst með menntun. Þegar kjósendur eru illa upplýstir byggist valið í kjörklefanum oft á öðru en stefnu flokka. Þannig getur t.d. skipt máli hvort tiltekinn frambjóðandi borðar á McDonalds eða spilar golf, og því er t.d. svo mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að komast „Í nærmynd“ á Stöð 2.Sáraeinföld loforð Framsóknarmenn vita þetta og loforð þeirra hafa verið sáraeinföld. Fyrst voru það 90% íbúðalán og nú 20% lækkun íbúðalána. Því kjósa fátækari og minna menntaðir Íslendingar þá í hópum, þrátt fyrir að fyrri vinstristjórn hafi notið algerrar sérstöðu á Vesturlöndum í varðstöðu um hagsmuni þeirra. Við jafnaðarmenn mættum því taka Framsóknarmenn okkur til fyrirmyndar þegar kemur að framsetningu stefnumála okkar, t.d. í auðlindamálum. Þar ætti að segja kjósendum að þeir eigi náttúruauðlindir og þeim beri allur arðurinn af þeim. Eins og annar arður ætti sá arður að fara beint í vasa eigendanna, þ.e.a.s. Íslendinga, en ekki í ríkissjóð. Í ríkissjóði blandast arðurinn við aðrar tekjur ríkisins sem tryggir að kjósendur sjá engan hag af honum og hafa því lítinn áhuga á honum. Í Alaska fær hver íbúi greidda um 1.000 dollara árlega í auðlindaarð, sem jafngildir 40 þúsund krónum á mánuði til hverrar fjögurra manna fjölskyldu. Enda er Alaska það ríki Bandaríkjanna þar sem ójöfnuður er minnstur. Samkvæmt áliti sérfræðinga gæti auðlindaarður Íslendinga orðið töluvert meiri ef rétt er haldið á spöðunum, með uppboði aflaheimilda og arðbærum rekstri Landsvirkjunar. En við jafnaðarmenn viljum fá auðlindaarðinn til að fjármagna mennta- og heilbrigðiskerfið og litlar líkur eru á því að það breytist. Það skýrir af hverju svo fáir styðja okkur. Íslendingar sýndu nefnilega skýrt í kosningunum um Icesave að við viljum ekki greiða pening og í seinustu kosningum að við viljum fá pening. Því mun auðlindaarðurinn áfram renna til lítils forréttindahóps.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun