Innlent

Alcoa veitir styrk á Austurlandi

Sjóður á vegum Alcoa veitti í dag Heilbrigðisstofnun Austurlands fjárstyrk að upphæð tæplega fimm milljónir króna til kaupa á fullkomnum, stafrænum myndvinnslubúnaði. Þetta er í fyrsta skipti sem Stuðningssjóður Alcoa, Alcoa Foundation, styrkir verkefni hér á landi. Íslenskt dótturfyrirtæki Alcoa, Alcoa Fjarðaál, annast milligöngu um veitingu styrkja úr sjóðnum til verkefna hérlendis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×