Halldór fær falleinkunn 13. október 2005 15:31 Tæplega 17 prósent landsmanna telja að Halldór Ásgrímsson hafi staðið sig vel eða mjög vel sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Um 48 prósent fólks telur Halldór hafa staðið sig illa og 35 prósent sæmilega. "Sígandi lukka er best," segir Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs, en forsætisráðherra er erlendis og því náðist ekki í hann. Aðspurður um ástæður þessarar löku útkomu Halldórs í könnuninni segir Björn Ingi: "Á fyrstu og síðustu dögum Halldórs í forsætisráðherraembættinu hafa komið upp erfið mál eins og til dæmis kennaraverkfallið. Við erum samt sannfærðir um að með hækkandi sól þá muni landið rísa í þessum efnum. Auðvitað munum við reyna að standa okkur eins vel og við getum. Síðan er það kjósenda að lokum að dæma um það hvernig til hefur tekist." Aðspurður hvort Íraksmálið eða hræringar í flokknum undanfarið skýri útkomuna að einhverju leyti segir Björn Ingi: "Þessi mál hjálpa örugglega ekki til, en ég tel að það séu að verða vatnaskil í umræðunni um Írak og að mikill vilji sé til þess hjá þjóðinni að ræða um önnur verkefni sem ef til vill eru brýnni." Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að þessi útkoma sé með því lakasta sem hann hafi séð. Kannanir Gallup hafi líka sýnt að ánægjan með Halldór sé að minnka og þessi könnun endurspegli þá þróun ágætlega. "Ríkisstjórnin hefur átt undir högg að sækja og það er alveg bersýnilegt að þessi byrjun á forsætisráðherraferlinu hjá Halldóri hefur verið honum erfið. Hann hefur lent í óþægilegum málum eins og Íraksmálinu og svo náttúrlega eldri mál eins og fjölmiðlamálið. Það er samt nauðsynlegt að halda því til haga að formaður í flokki með lítið fylgi er viðkvæmari fyrir öllum sveiflum í svona könnunum, en formaður í flokki með mikið fylgi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Tæplega 17 prósent landsmanna telja að Halldór Ásgrímsson hafi staðið sig vel eða mjög vel sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Um 48 prósent fólks telur Halldór hafa staðið sig illa og 35 prósent sæmilega. "Sígandi lukka er best," segir Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs, en forsætisráðherra er erlendis og því náðist ekki í hann. Aðspurður um ástæður þessarar löku útkomu Halldórs í könnuninni segir Björn Ingi: "Á fyrstu og síðustu dögum Halldórs í forsætisráðherraembættinu hafa komið upp erfið mál eins og til dæmis kennaraverkfallið. Við erum samt sannfærðir um að með hækkandi sól þá muni landið rísa í þessum efnum. Auðvitað munum við reyna að standa okkur eins vel og við getum. Síðan er það kjósenda að lokum að dæma um það hvernig til hefur tekist." Aðspurður hvort Íraksmálið eða hræringar í flokknum undanfarið skýri útkomuna að einhverju leyti segir Björn Ingi: "Þessi mál hjálpa örugglega ekki til, en ég tel að það séu að verða vatnaskil í umræðunni um Írak og að mikill vilji sé til þess hjá þjóðinni að ræða um önnur verkefni sem ef til vill eru brýnni." Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að þessi útkoma sé með því lakasta sem hann hafi séð. Kannanir Gallup hafi líka sýnt að ánægjan með Halldór sé að minnka og þessi könnun endurspegli þá þróun ágætlega. "Ríkisstjórnin hefur átt undir högg að sækja og það er alveg bersýnilegt að þessi byrjun á forsætisráðherraferlinu hjá Halldóri hefur verið honum erfið. Hann hefur lent í óþægilegum málum eins og Íraksmálinu og svo náttúrlega eldri mál eins og fjölmiðlamálið. Það er samt nauðsynlegt að halda því til haga að formaður í flokki með lítið fylgi er viðkvæmari fyrir öllum sveiflum í svona könnunum, en formaður í flokki með mikið fylgi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira