Innlent

Virðist hafa sloppið vel frá vélsleðaslysi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Líðan manns sem lenti í vélsleðaslysi á sjötta tímanum í kvöld í Jökulgili inn af Landmannalaugum er stöðug samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamóttöku Landspítalans. Maðurinn er enn í rannsóknum á spítalanum og verður þar í nótt.

Maðurinn féll um 20 metra á sleðanum ofan í gilið og var með meðvitund þegar viðbragðsaðilar komu að honum í kvöld. Að sögn læknisins lítur út fyrir að maðurinn hafi sloppið vel frá slysinu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita úr Rangárvalla-og Árnessýslu voru kallaðar út vegna slyssins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×